Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 17
Mér rann kait vatn milli skinns og hörunds, þegar ég las bréfið. Fyrst núna sá ég, hversu innilega ég hafði óskað þess, að hann setti sig í samband við mig. En vonbrigðin yfir hinum kalda og formlega tón hans voru svo mikil, að reiðin náði aftur á mér tökum. „Ábyrgð á þér.“ Ekki eitt hlýlegt eða vingjarn- legt orð, ekki einu sinni fyrirgefning, einungis hin stífa hönd skyldurækninn ar, sem var rétt fram undir slagorðinu: „Blóð er þykkara en vatn.“ ' Ég bögglaði bréfið saman og henti því I körfuna. En þegar ég kom heim þetta kvöld, náði ég í það aftur, setti það niður í tösku og ákvað að gleyma því. Mér leið illa um hríð, en það leið hjá. Ég hugsaði um það, hvernig hægt varð að slíta öll bönd og hversu auðvelt það er að byggja upp nýtt líf. Laugardag nokkurn, þegar Toby og John voru að drekka te inni í herberg- inu mínu, sagði John skyndilega: — Hvers vegna getið þið Toby ekki komið og heyrt okkur spila í klúbbnum í kvöld? | Toby leit spyrjandi á mig. Ég vissi ekki almennilega, hverju ég átti að svara. — Þú hefur nú aldrei boðið okkur, - sagði Toby. — Ég geri það núna. — Viltu það? spurði Toby og bætti við: Þú ferð víst aldrei út að skemmta | þér, — og mig grunaði skyndilega, að þetta væru samantekin ráð hjá þeim. — Jú, víst geri ég það, sagði ég án þess að hugsa mig um. Það var ekki satt, ég hafði ekki farið út að kveldi svo vikum skipti. Toby rauk upp ofsaglaður. — Við • getum farið í kvöld, hvers vegna ekki, það er laugardagur, og við fáum að sjá alla dýrðina. Er dimmt þar, hávaði og læti, John? John hló með öllu sínu svarta og stóra andliti. — Já, þar er myrkur og hávaði, þér mun falla þetta í geð. Lögreglan kemur þar að staðaldrL Hann hló hrossahlátri sínum. — Nei, Johnny, lögreglan? — Nei, ég er að gera að gamni mínu. Þetta er reglulega notalegur klúbbur. Ykkur mun falla hann í geð. Svó að við fórum þangað. Það var undarlegt að snyrta sig. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég hafði farið út með karlmanni síðan stanz. Hugsanir mínar hlýddu mér alveg núna. En það virkaði að minnsta kosti undarlega. Ég hafði aldrei getað hugs- að mér að fara út með Toby. Hann var ágætur náungi til að hafa í nálægð, en ekki maður, sem maður hélt sér til fyr- ir og fór út með. En hvaða máli skipti það? Þetta var ekki kvöld fyrir leynd- varia aftur. Hann átti eftir allt gaman falleg föt, hreina hvíta skyrtu og fallegt bindi, og allt var þetta i samræmi við vel burstaða skó„ og vel rakað andlit breytti honum fullkomlega. Þótt undar- legt megi virðast, var ég ekki viss um, að mér líkaði vel við árangurinn. Ég held það hafi verið hárið, sem ruglaði mig mest allt úfna hárið var slétt. Hann leit út eins og kópur, sem kemur upp úr sjó. — Ja, héma sagði ég undrandi. Hann varð dálítið skrítinn á svip. — Hvað er það, sem þér fellur ekki í geð? — Þú ert ekki líkur sjálfum þér....... — Já, en hvað fellur þér ekki? Finnst þér ég of fínn? ardóma og rðmantík. Ég fór í lághælaða skó og stutterma blússu og dró þessu næst fram þröngt pils, sem ég hafði oft farið í út að dansa. Þegar ég ætlaði að fara í það, glímdi ég við rennilás- inn í nokkrar mínútur áður en það rann upp fyrir mér, hvers vegna ég gat ekki rennt honum upp. Mér varð ískalt og hné niður á rúmið. Það hljómar heimskulega að segja, að ég hafi gleymt því, en ég hafði alveg gleymt að hugsa um afleiðingarnar. Þetta var hræðilegt áfall. Ég sat þarna bara með pilsið opið í mittið og hjartað var komið upp í háls, ég skildi, að framhjá því, sem ég hafði ýtt til hliðar, varð ekki komizt lengur. Lítilli stundu síðar barði Toby áð dyrum. — Ertu til Janie? Hann virtist vera glaður og ánægður. Ég get ekki, hugsaði ég, ég get þetta ekki. Svo hugsaði ég: Hvað á ég að gera, ef ég fer ekki? Sitja allt kvöldið með því? — Augnablik, hrópaði ég. Ég setti þrönga pilsið niður í skúffu með þeirri tilfinningu, að ég væri að grafa óvin, og fór í víðara pils. Það gekk ekki heldur vel saman um mitt- ið, en það var ekki svo hættulegt. Þegar ég oþnaði hurðina, kom ég auga á undarlegan Toby, sem ég þekkti — Nei, nei. Það er bara það.... — Hvað þá? Út með það. — Hárið, sagði ég varfærnislega. — Það er dálítið — það líkist þér ekki, það var bara það. Hann gekk fram hjá mér og horfði á mynd sína í speglinum. Ég ber dálít- inn svip hins klóka kvenmanns, sagði hann. — Byrjaðu, gerðu það sem þig langar til að gera — ég fellst á allt. Hann lokaði augunum og ég fann til óskiljanlegs stings í hjarta, þegar ég burstaði hár hans varlega. Ég dró að mér höndina, en hann sagði: — Nei, haitu áfram. Hann lagði óvænt ennið að öxl mér, þannig að hár- ið kitlaði kinn mína. Ég strauk hnakka hans. Hann lyfti höfðinu, leit á mig og brosti. Augun voru skýr og dökk. Bros hans breikkaði skyndilega og hann sagði í stríðnistón: — Hvað myndir þú segja, ef ég gerði það? Það var auðvelt að svara í sama tón: — Það fær þú aldrei að vita. Komdu nú, það er bezt við leggjum af stað. Klúbburinn hét The Rum Punch. Þar var sambland af óhljóðum, litum, reyk og fólki, og ég hörfaði aftuv á bak, en Toby tók í hönd mér og sagði: — Fylgdu á eftir mér — ég skal koma þér í gegn. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.