Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 24
v y /ispursmey á hálum brautum „Væri yðu. saina þó að ég beri aftur saman þumalfingur* góm yðar og fingrafarið á ökuskírteininu?" spurði Mason. Hún rétti honum hiklaust skírteinið og rétti fram fingui> Inn. Mason tók stækkunargler úr skúffu sinni og skoðaði vand- íega fingurinn og merkið. „Eruð þér ónægður?“ spurði hún. Mason kinkaði kolli. „Agntt," sagði hún. „Vilduð þér nú reyna að komast að hvað er verið að reyna að láta mig taka á mig? Ég er svo... svo hrædd.“ „Ég held það sé alveg ástæðulaust fyrir yður,“ sagði Mason. „Hringið í þetta númer og spyrjið hvað þér eigið að gera á morgun. Hringið úr þessum síma svo að ég geti hlustað líka." „Dorrie settist við borð Dellu Street og valdi númer. Mason tók upp sinn síma til að hlusta. Karlmannsrödd svaraði: „Já? Halló." „Þetta er Dorrie Ambler. Ég vildi gjarna vita hvað ég á að gera á morgun.“ „Á morgun haldið þér yður bara heima," sagði maðurinn og lagði tólið á. Dorrie Ambler leit yfir til Masons og lagði símann hægt niður. „Gott er nú það,“ sagði Mason glaðlega og leit á úrið sitt. „Við verðum að loka núna og halda heimleiðis, ungfrú Ambler.“ „En ef nú eitthvað skyldi gerast. Hvar get ég þá náð í yður?" „Það er ekki hægt að hringja til mín á nóttunni," sagði Mason. „En ef þér hringið á skrifstofu Drakes sjá þeir um að ég fái skilaboðin innan klukkustundar." „Ég þakka yður kærlega fyrir,“ sagði Dorrie Ambler. „Þér hafið létt af mér miklu fargi. Góða nótt... góða nótt, fröken Street.“ Hún hvarf fram á ganginn. „Jæja?“ sagði Della Street. „Núna,“ sagði Mason, „þurfum við að afla okkur vitneskju um bvað gerðist á gatnamótum Hollywoodstrætis og Vestur- götu þann sjötta september. Mér skjátlast illilega hafi Minerva Minden ekki verið þá drukkin að aka bíl og valdið slysi, en forðað sér af slysstaðnum, og nú er hún að reyna að rugla vitnin. Hringdu í umferðalögregluna Della og fáðu að vita hvað er af slíku frá þeim sjötta.“ Della sneri sér að símanum, hraðritaði eitthvað, lagði niður símann og sneri sér að Perry Mason. „Að kvöldi þess sjötta,“ sagði hún, „varð fótgangandi maður, Horace Emmett fyrir bíl á mótum Hollywoodstrætisins og Vesturgötu. Hann liggur núna í mjaðmarbroti. Bílnum sem slasaði hann var ekið af ungri konu. Þetta var ljósleitur Cadillac. Konan nam staðar, fór út úr bílnum, skipti síðan um skoðun og ók í burtu. Hún virtist vera undir áhrifum." Mason glotti. „Agætt, Della. Núna lokum við og ég býð þér út í mat. Annað kvöld verðum við búin að herja ríflegar skaðabætur út úr Mínervu Minden handa skjólstæðingi okkar og mjög höfðingslegar tjónsbætur handa herra Horace Emmett.“ „Við skulum fá Pál til að láta Jerry Nelsen fylgjast með réttarhaldinu yfir Mínervu Minden og sjá til hvað dóm- arinn gerir við hana fyrir að skjóta lausum skotum — og það e’’ rétt ?ð segja Páli frá þessu bílslysi.“ Kiukkan tiu morguninn eftir barði Páll Drake á sinn sér- staka hátt á dyrnar að einkaskrifstofu Perry Masons. Della Street opnaði fyrir honum. „Hæ, Ijúfan," sagði Páll og sneri sér að Perry Mason. „Ég 24 FÁLKINN Framhaldsstagan Eftir Farle Stanley; Gardner sendi Jerry Nelson niður I dómssalinn til að fylgjast með réttarhaldinu yfir friðspillinum Mínervu Minden út af þessari skotæfingu hennar.“ Drake leit á úrið sitt. „Hann getur farið að hringja á hverri stundu núna.“ „Voru ekki málaferli út af þessum arfi hennar?" spurði Della Street. Drake glotti. „Jú, svo sannarlega, og hefði getað orðið miklu meira stapp út af honum. Harper gamli Minden lét eftir sig óhemju auð, og það var hvergi erfingja að finna þangað til einhver snuðrari hafði upp á Mínervu. Hún þótti skvetta sér heldur hressilega upp í þá daga. Nú þegar hún er orðin rík, heitir það óstýrilæti og er haft í gæsalöppum." „En Harper Minden var ekki afi hennar, eða var hann það?" spurði Mason. „Ekki aldeilis. Hún var einhvers konar útarfi, og í rauninni er meiri hluti eignanna enn í vörzlu skiptaréttarins. Mínerva hefur aðeins fengið smáglaðningu upp á fimm eða sex millj- ónir.“ Síminn hringdi. Della Street svaraði, kinkaði kolli til Páls Drake og rétti honum símann. Hann svaraði: „Halló, Jerry. Búinn að sjá kvenmanninn?“ „Hvort ég er!“ sagði Jerry. „Ég er enn að reyna að ná and- anum.“ „Er hún svona hættuleg?“ „Það er nú kannski ekki rétta orðið, en það er erfitt að þekkja þær í sundur. Heyrðu, Páll, getur verið að þessar stelpur séu náskyldar? Veit nokkur hvort Mínerva Minden átti systur?“ „Heldurðu að þessar tvær konur séu skyldar?“ spurði Drake. „Um það þori ég að veðja,“ sagði Nelson. „Þær hafa sama andlit, eru eins í vexti og hafa sömu hreyfingar og látbragð. Raddirnar eru ólíkar og hárið og litarhátturinn er ekki alveg sá sami, en þær eru lygilega líkar. Ég veit ekki eftir hverju þið eruð að dorga, en sé það þessi arfur, þá eruð þið á veiðum í gruggugu vatni.“ , „Ágætt,“ sagði Drake og leit á Mason. „Láttu þetta ekki fara lengra. Hvar ertu núna?“ „í réttinum.“ „Og hvað er þar á seyði?" „O — þetta venjulega. Dómarinn ákvað fimm hundruð dollara sekt við hvorri kæru fyrir sig og hann hefur verið að berja það inn í hana, að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að dæma hana í steininn þar að auki.“ „Allt í lagi,“ sagði Drake. „Þá geturðu komið.“ „Ágætt. Blessaður á meðan.“ „Hvað veiztu núna?“ spurði Drake og leit á Mason. „Sýnilega sama og ekki neitt," sagði Mason og lagði sitt símatæki niður. „Lítur helzt út fyrir að Mínerva Minden sé sé að reyna að ná sér í staðgengil til að gista steininn fyrir að hlaupast frá slösuðum manni, sem hún ók yfir.“ „Jæja, og hvað gerðist?“ Mason sagði honum málavöxtu. „Það þurfti að fá einhvern til að ganga í fötum Mínervu Minden og arka fram og aftur á slysstaðnum, þar sem reynt mundi verða að láta vitnin bera kennsl á sökudólginn." „Og það yrði þá hin konan?“ „Það gæti maður haldið,“ sagði Mason. „Það gæti ruglað vitnin svo, að Mínerva slyppi. Ef síðar væri hægt að sýna fram á. að þetta væri ekki sama konan, yrði auðvelt að benda á, að vitnunum hefði skjátlazt einu sinni. Það gæti kippt stoðunum undan röksemdum saksóknarans. Færi hins vegar svo, að kæran lenti á blóramanninum, þá væri Mínerva laus allra mála."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.