Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 26
Heilaga höfuftkiu|íaH • • -4< • ■ Framh. af bls. 7. Hann náði í síðustu flugvél- ina, sem völ var á frá Boston til New York, til að sleppa upp í þotuna til Calcutta. Hann kom sér fyrir í sætinu, festi beltið, hallaði sér aftur og íokaði aug- unum, í morgun hafði hann farið á fætur eins og venjulega, snætt morgunverð og gengið sömu leiðina yfir garðinn til eðlisfræðideildarinnar, og nú var hann hér á leiðinni heim til Indlands að mæta erfiðleikum, sem hann þekkti ekki. Það var margbrotin fjölskylda, og hann einkasonur föður síns. Eftir útförina — Útförina! Þau myndu hafa það allt skipulagt, búast við, — nei, krefjast — að hann lagaði sig eftir helgisiðunum og tæki á sig ábyrgðina. Hann ætlaði ekki að gera það — Hann ætl- aði einfaldlega ekki að gera það. Sætisbeltið varð allt í einu of þröngt, og hann settist upp til að losa það. Hreyflarnir drundu og risastór þotan titr- aði. Hann lokaði augunum aft- ur, hálfhræddur, hálfæstur, og varð síðan rólegur. Það var fjar- stæða á dögum þota og eld- flauga, að útfararsiðir, sem tilheyrðu öld hjátrúarinnar, skyldu enn í heiðri hafðar. „Það verður ekki að viðhafa þá,“ tautaði hann fyrir munni sér. En rödd hans drukknaði í hávaðanum frá þotunni, sem var að hefja sig til flugs. Gervöll fjölskylda hans tók á móti honum á flugvellinum í Calcutta. Aðeins föður hans vantaði — þennan háa, granna mann í hvítum kyrtli, sem hefði gnæft yfir alla hina. Hann fann fyrir bláköldum veruleik- anum. Síðan var hann um- kringdur af fjölskyldu sinni; vinarhendur þeirra þrifu í hann, kinnum þeirra þrýst að hans, loftið þrungið af kjökri og gráti þeirra, öll þessi yfir- þyrmandi fjölskylduást, hlý og kæfandi. Ó, en hve hann sakn- aði þess, að faðir hans biði Þarna, standandi til hliðar, þolinmóður, unz hávaðasamri ástúð kvenna, barna og frænka og annarra skyldmenna væri fullnægt. Forðum hafði hann alltaf snúið þakklátur frá þeim að handtaki föður síns, rólegu og skilningsríku. „Sonur —“ Hann hlustaði eftir hljóm- andi röddinni og gerði sér skyndilega ljósa þá hræðilegu staðreynd, að hann mundi aldrei heyra hana framar. í 26 FÁLKINN staðinn heýrði hann' kveinstafi móðar sinnar. „Rashil, Rashil, sonur minn, ástin mín-, við höfum öll beðið eftir þér. Þú verður að segja okkur, hvað gera skuli. Nú ert þú forsjá fjölskyldunnar. Ras- hil, hann dó svo skyndilega, okkur að óvörum —“ Hún grét og talaði í einu, og hélt sér dauðahaldi í handlegg hans. „Mamma, segðu mér alla sög- una.“ Hann huggaði hana, eins og faðir hans hlyti að hafa gert, á meðan þau klifruðu inn í bíl- ana, sem biðu þeirra. Bílarnir voru þéttsetnir að vanda. í sama bíl og hann voru móðir hans og Padmaya, elzti frændi hans ásamt konu sinni og ung- um sonum, og tvær frænkur, sem voru föðursystur hans; „sari“ þeirra blöktu í heitum vindinum frá opnum gluggan- um. Miskunnarlaus hitinn í borginni var enn óbærilegri vegna feikilegs mannfjöldans. Hann hafði gleymt, hversu margt fólk var í Bangipur. Padmaya sat þögul innan um ættingjana, sem mösuðu án af- láts. Hann leit á hana, og augu þeirra mættust. Hún brosti tl hans dauflega, full skilnings. Það var frá henni, sem hann fengi alla söguna, sem nú var hellt yfir hann í slitrum. Faðir hans hafði fengið heilablóðfall. Það hafði enginn tími gefizt til fyrirmæla eða leiðbeininga. Hann hafði staðið upp frá létt- um morgunverði og var að búa sig undir að fara á skrifstofur fyrirtækisins, sem hann stofn- aði og veitti forstöðu. „Hann sneri sér að mér,“ sagði móðir Rashils harmilostin, og tárin streymdu niður kinnar hennar. „Hann sneri sér að mér til að segja mér, hvað ég ætti að gera um daginn, þangað til hann kæmi heim. Hann opn- aði munninn til að tala, en hann gat ekki talað. Ég sá undrunarsvip í augum hans. Hann féll á gólfið! Hann tal- aði aldrei framar, þó að við lyftum honum strax upp. Ég vissi ekki einu sinni, hvað hann hafði ætlað mér að gera daginn þann, svo að ég gerði ekkert, nema sitja við hlið hans, unz —“ „Við sátum öll við hlið hans,“ lagði eldri frænka hans til málanna. „Nema Padmaya," bætti önn- ur við. „Allir ættingjar hans,“ mælti frændi hans. „Nema Padmaya," sagði önn- ur frænkan aftur. Padmaya sagði ekkert til 'Varnar. -Það vorú ' eftgm tár í stórum, dökkum augum hennar. Hún háfði dáð föður sinn ták- markalaust, enda þótt það hefði ævinlega verið augljóst, að eftirlæti hans var Rashil. Áður en konurnar höfðu skýrt honum frá öllum mála- vöxtum, komu Þau að gamla stórhýsinu, þar sem fjölskyldan bjó. Rashil steig fyrstur út, af því að nú var hann forsjá fjöl- skyldunnar. Þjónar þustu út um dyrnar, og hann beið, laut aðeins höfði meðan þeir krupu til að bursta rykið af fótum hans í auðmýkt fyrir hinni nýju stöðu hans. Síðan hélt hann til herbergis þess, sem faðir hans hafði haft út af fyrir sig. Eins og á' öðrum indverskum efna- heimilum, hafði enginn sér her- bergi. Fólk svaf, þar sem sval- ast var. Faðir hans hafði samt sem áður alltaf haft þetta her- bergi út af fyrir sig. Það var ekkert rúm í því, því að jafn- vel faðir hans, svaf þar sem loftið var á hreyfingu, en hérna vann hann og las og hugsað, hérna voru bækurnar hans, ágætt safn á mörgum tungu- málum. Faðir hans hafði verið fræðimaður ekki síður en kaup- sýslumaður, sem sjaldan fer saman. Herbergið hefði getað tilheyrt Englendingi, því að húsgögnin voru vestræn — bókaskápar, skrifborð og stóll, svo og hægindastóll. Rashil lokaði dyrunum og leit í kringum sig. Það var ómögulegt að trúa því, að faðir hans kæmi aldrei framar inn í þetta herbergi. Hann gekk yfir gólfið og settist við skrifborðið. Þarna fyrir framan hann var andlit hans sjálfs, ljósmynd tekin fyrir ári síðan í Harvard Yard. Tom Akens, vinur hans hafði tekið hana og látið stækka hana, af því að hún var góð. „Þú ert snotur, ungur skratti," hafði Tom sagt. Rashil hafði farið án þess að hitta Tom eða nokkurn annan vina sinna. Það hafði virzt ómögulegt — var það aðeins fyrir tveimur dög- um? — að hitta neinn þeirra. Hann hafði ávallt haldið hinu indverska lífi sínu algerlega að- skildu frá hinu ameríska. Hann hafði ekki einu sinni leyft Josie að fylgja sér út á flug- völlinn. „Ég kem mjög fljótt aftur,“ hafði hann sagt henni, þegar hún rétti honum farmiðana með þotunni í skrifstofu sinni. Hún hafði lagt hendur um háls hans og kysst hann á kinnina. Það hafði komið róti á huga hans aftur, enda þótt honum geðjaðist ekki að því. Banda- rískar stúlkur kysstu of auð- veldlega. "í; índfándi' væri það- óhuþsandi.' Meira að ‘ segja i kvikmyndhm var það ekki leyfilegt, og kossar voru klippt- ir úr amerískum myndum, svo að eftir urðu undarlegar eyður, sem hann hafði ekki skilið, fyrr en hann sá sömu myndir í Cambridge. í indverskum kvikmyndum var notaður söng- ur fyrir kossa, þegar spennan varð óbærileg, en Josie hefði álitið hann brjálaðan, ef hann hefði farið að syngja, þegar þau skildu. Við tilhugsunina gleymdi hann sér og brosti. „Að hverju brosir þú?“ spurði Padmaya. hún hafði komið hljóðlega inn í herberg. ið. „Að undarlegri, gagnslausri hugsun,“ svaraði hann. Hann stóð upp frá skrifborð- inu og settist á brún hæginda- stólsins, en hún lét sér nægja að sitja á gólfinu. „Padmaya,“ sagði hann. „Já, Rashil?“ „Ég ætla ekki að viðhafa helgisiðina.“ Padmaya beið átekta. Hann reis á fætur og gekk um gólf, hleypti brúnum. „Pabbi var nú- tímamaður í hugsun,“ sagði hann. „Hann vildi ekki láta mig — neyðast til að —“ „Hann lét ekki eftir sig nein fyrirmæli,“ sagði Padmaya hljóðlega. „Ég rannsakaði skrif- borðið hans. Það er það, sera ég var að gera, meðan hitt fólk- ið var kveinandi og kjökrandi. Ég leit yfir skjöl hans. Það var ekkert um útför hans.“ „Vegna þess að hann bjóst ekki við að deyja.“ Hvíti apinn — Framh. af bls. 20. mikla virðingu fyrir honum, síðan í herförinni til Shi-hsing. „Hefur nokkur ykkar séð Hvíta Apann?“ spurði hann. Það hafði enginn.. En ég svaraði, að margir hefðu rekizt á hann víðs vegar á hundrað mílna svæði. Fólk, sem var að safna spreki í eldinn, hafði séð hann álengdar, hvíta veru, sem skundaði upp fjallshlíðina og hvarf inn i skýjaþykknið á tind- inum. „Álítið þér, að hann sé einn af frumbyggjunum og geri þetta í hefndarskyni?“ spurði hershöfðinginn mig. í síðustu herferðum sínum hafði hann svælt ýmsa ættflokka inni í hellum sínum í fjöllunum. „Það er ekki gott að segja. Fólkið í bæjunum segir, að hann komi öðru hverju í kaup-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.