Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Page 16

Fálkinn - 25.09.1963, Page 16
 Gamla myndin var tekin, þegar byltingin mikla var að hefjast í samgöngu- málum okkar íslendinga: Bílarnir voru að byrja að flytjast til Iandsins. Landslagið, sem myndin er tekin í, minnir satt að segja talsvert á myndir úr fjallaferðum nútímans, þar sem stórir og sterklegir „fjallabílar“ fara lítt troðnar slóðir. Þó er þessi mynd tekin, þar sem nú er Kleppsvegurinn í Reykjavík. Við stýrið situr maður að nafni Gunnar Gunnarsson, en við hlið hans eigandi bílsins, Jónatan Þorsteinsson. Eins og hin myndin, sem tekin er úr efstu hæð stigahúss nýrrar „blokkar“ við Kleppsvegin, hefur margt breytzt. Við sjáum stórhýsi Kassagerðarinnar og Tollvörugeymslunnar, en á milli þeirra sést, fyrir enda götunnar, kletturinn gamli, sem enn er ó- breyttur, eins og Viðey og Esjan. Reykjavík fyrr og nú IV 16 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.