Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 9
Þott k'L JíKan se ekki neiiia ta_v»c^a aita, er söltun hann hjá „Borgum" og Valtý Þorsteinssyni. Á „Borgum" eru þær búnar að salta síðan snemma í morgun og full- um tunnum er ekið burtu í sífellu. Þær eru farnar að þreytast sumar, segir einn, sem hefur það embætti að bora göt á tunnurnar. „Maður sér það á reykpásunum.“ Yzt á bryggjunni stendur útlendur maður með stóra kvikmyndavél og er að taka mynd af þeirri fljótustu, en hún er ekkert samvinnuþýð. „Brostu framan í manninn Tobba,“ kalla s+ v:arnir sem bera saltið, en Þorbjörg Júliusdóttir vill ekkert brosa og segir að mann- s linn komi sér í óstuð með þessu apparati. Samt takast um síðir sættir með þeim tvcm: ■ Þ^rbjörg er mynduð í bak og fyrir: Hún er ein hin fljótasta á landinu og leikur því að salta þrjár tunnur á klukkutíma „og þeim hraða heldur hún alveg í tíu tíma törn,“ segir yfirmaðurinn á planinu. En Þorbjörg er ekki öll þar sem hún er séð. Hún er líka útlærður fiskimastmaður og vinnur við fiskmat á vetrum. Maðurinn sem borar göt á tunnurnar er setztur. Kannski er hann ekki í akkorði og íær ekki vist á gatið. Utan við síldarverksmiðjuna, sem Björgvin lét byggja hér um árið, er söltunarstöð Valtýs Þorsteinssonar. Það er búið að skipa nokkur hundruð málum upp úr Akra- fborginni og söltunin er í fullum gangi.. Þetta er ný söltunarstöð, varla fullbúin, en stórt steinsteypt plan og myndarlegur „braggi“ fyrir fólkið nýbyggður fyrir ofan. Hreið- ar Valtýsson, sem hér ræður ríkjum, segir að hér sé búið að salta yfir tíu þúsund tunnur og á annarri stöð Valtýs, á Raufarhöfn, sé búið að salta yfir þrettán þúsund. Hér á Valtýsstöðinni er verið að krydda sildina og það er eimur af pipar og lárberja- flaufi. Innarlega á endanum eru tvær systur, sem líklega eru éinna hæstar allra síld- íarstúlkna, hver um sig búin að salta yfir sjö hundruð tunnur, segir Heiðar. „Komið |þið hérna stelpur, það á að taka af ykkur mynd.“ Önnur réttir sig upp augnablik. fiÞað er Efemía Andrésdóttir frá Sandgerði. Hún segir um leið og hún hristir lokk |frá enninu. „Þú platar mig nú ekki aftur Heiðar,“ og heldur áfram að salta. Það kem- ur í ljós að platið var myndataka þegar hún var búin að salta fimm hundruð tunnur og megnið af því var á Valtýsstöðinni á Raufarhöfn hjá Jóni M. Jónssyni sem þar er |yfirmaður. Sildinni er skipað upp í sífellu og vagninn, sem hún er fyrst látin í, rennur eftir teinum meðfram kössunum og fyllir um leið og stúlkurnar tæma. Það þarf enginn að kalla ,,síld“, en ein kallar „salt“ og um leið er önnur búin að fylla og pilturinn, sem tekur tunnuna fer í vasa sinn og tekur upp merki og lætur í stígvél stúlkunnar. Það er hennar sönnun fyrir því að hún hafi saltað þessa tunnu og gegn framvísun merkj- anna er þeim greitt kaupið. „Til þess að ná hraða þurfa stelpurnar að byrja tíu ára,“ er haft eftir frægum síldarsaltanda og þarna í miðri röðinni var lítil telpa að salta og kepptist við ekkert Helga Jónsdóttir rétt gaf sér tíma til að rétta útí sér. FALKIMN síður en þær sem hærri voru í loftinu. Þetta var Helga Jónsdóttir frá Akureyri tólf ára og sagðist vera búin að salta í margar tunnur í sumar, en fara bráðum heim, því skólinn færi bráðum að byrja. Það er enn þá logn og sólskin úti í firðinum en sem betur fer ekki hérna, því sólin skemmir síldina, segja strákarnir sem aka saltinu og tunnunum og þeir eru sumir búnir að vera hérna í fyrra og vita heil- mikið um síldina og síldar- sölt'uh. Flesta dreymir þá um að komast á síldarskipin og það er ekki laust við að þeir öfundi og líti upp til þeirra sem eru orðnir nógu stórir til þess að skipa há- setarúm á aflaskipunum. Og þárna kemur Sigur- Páll, blár á bláum hafflet- inum og siglir í toppnum á fjallinu fyrir handan frá okkur að sjá. Hann ætlar Sjá næstu siðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.