Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 36
Hispursmey Framh. af bls. 17. „Þá orða ég spurningaiid svona, herra Compton,“ sagði Parma. „Er það ekki rétt, að Henrí- etta Hull hafi í umboði ákærðu í þessu máli falið yður að setja á laggirnar eitthvað, sem líkt- ist skrifstofu til að taka á móti umsækjendum, og að þér ættuð að ráða konu, sem líktist mest tiltekinni ljósmynd?“ Vitnið hikaði. „Svarið spurningunni,“ sagði Flint dómari byrstum rómi. „Tja — jú.“ „Réðuð þér ekki konu að nafni Dorrie Ambler, og símaði hún ekki til yðar daglega til að fá fyrirmæli?“ „Jú.“ „Og fenguð þér ekki þessa konu, samkvæmt fyrirmælum frá Henríettu Hull, til þess að ganga fram og aftur um Holly- woodstræti nálægt Vesturgötu, til að ganga úr skugga um, hvort vitni að nafni frú Ella Granby mundi kannast við hana sem konu, er ók bíl, sem olli slysi þarna á horninu?" „Ég sagði henni ekki allt þetta.“ „En þér sögðuð henni að ganga fram og aftur um Holly- woodstræti og að gefa yður skýrslu um hvaðeina, sem hún yrði vör við?“ „Já.“ „Og hún sagði yður, að kona hefði borið kennsl á sig?“ „Já.“ „Gagnspyrjið,“ hreytti Parma út úr sér. Mason sagði: „Hvernig vissuð þér, að Henríetta Hull var að reka erindi ákærðu?“ „Hún sagði mér það.“ „Augliti til auglitis eða sím- leiðis?" „Símleiðis.“ „Þér hafið þá aldrei séð Henríettu Hull. Er það rétt?“ „Það er rétt. Ég talaði við hana í síma.“ „Fenguð þér starf yðar greitt?“ „Já.“ „Með ávísun?“ „f peningum." „En ef þér hafið aldrei séð Henríettu Hull, hefði hún ekki getað fengið yður peningana.“ „Hún sendi mér þá.“ „Hversu mikið?“ „Þrju þúsund og fimm hundruð dollara.“ Mason lét augun hvíla á vitninu. „Þér getið með engu móti vitað, herra Compton," sagði hann, „nema það hafi ekki verið hin ákærða, sem réð yður til starfsins, heldur Dorrie Ambler.“ „Hvað segið þér?“ spurði vitnið hvumsa. „Herra Compton, ef Dorrie Ambler hefði óskað að vekja athygli á því, hvað hún var ótrúlega lík hinni ákærðu í þessu máli, og ef hún hefði sagt yður, að hún væri Henrí- etta Hull og beðið yður að lát þessa auglýsingu í blaðið og að ráða Dorrie Ambler þegar hún kæmi, til að sækja um starfið, var þá nokkuð í atvik- um málsins, eins og þér þekkið þau, og eins og þau koma fram í framburði yðar, sem gæti af- sannað þá tilgátu?“ „Mótmæli,“ sagði Parma, „þar sem svarið krefst álykt- unar af hálfu vitnisins, og það snertir mál, sem ekki er til meðferðar.“ „Tekið til greina," sagði dómarinn. Mason, sem hafði kornið því að, sem nann viidi, brosti ul vitnisins. „Þér vitið ekki, hvort konan, sem þér töluðuð við í símann var Henríetta Hull, er það?“ „Nei, herra.“ „Hringduð þér nokkurn tíma í Henríettu Hull meðan þér gegnduð þessu starfi?“ „Nei, herra. Ég hafði fyrir- mæli um að hringja ekki til hennar.“ „Og fyrirmælin voru frá ein- hverjum, sem vel hefði getað verið Dorríe Ambler án þess að þér vissuð það, eða einhver önnur kona?“ „Þetta var bara rödd í síma,“ sagði Compton. „Og öðru hverju talaði þessi sama rödd í yður og í síma og sagði hvað þér ættuð að gera?“ „Já.“ „Og þér hafið aldrei hitt ákærðu áður en hún var tekin föst?“ „Nei.“ „Þér hringduð aldrei í á- kærðu til að ganga úr skugga um, hvort hún hefði gefið Hen- riettu Hull heimild til að g.era slíkt samkomulag við yður og þér hringduð aldrei í Henri- ettu Hull?“ Palmolive gefur yður fyrirheit um . . . aukinn yndisfiokka Frá og með fyrsta degi verð- ur jafnvel þurr og viðkvæm húð unglegri og fegurri, en það er vegna þess að hið ríku- lega löður Palmolive er mýkjandi. Palmolive er framleidd tneð olívuolíu. Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og Pal- molive getur hreinsað jafn fullkomnlega og þó svo mjúk- lega. Hættið því handahófs- kenndri andlitshreinsun: byrjr ið á Palmolive hörundsfegr- un i dag. — Læknar hafa sannað hvaða árangri er hægt að ná með Palmolive. ÞvoiS tiuddið í eina mínútu Skolið og þér megið búast við að sjá árangurinn strax. Mýlcri, unglegri, aSdáanlcgri húS. with Palmolive Palmolive með olívuolíu er mildari og mýkri 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.