Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 28
Hökkulýður
Framh. af bls. 25.
Þetta er því í vissum tilfellum
farið að nálgast plágu.
— Varðandi spurninguna um
það hvort þessi svokallaði bak-
pokalýður hefði spillandi áhrif
gagnvart öðrum ferðamönnum
held ég að svo sé ekki. Ég held
að hinir raunverulegu ferða-
mtíon verði lítið varir við þessa
förumenn.
Ég held að enn sem komið
er sé ekki ástæða til að amast
beinlínis við þessum mönnum
ráð til að losna við þá og þá
en við getum farið að hugleiða
tekið okkur aðrar þjóðir til fyr-
irmyndar í því efni eins og t.
d. Svia.
Njáll Símonarson
forstjóri Sögu.
— Sem betur fer verðum við
lítið varir við þessa menn,
sagði Njáll Símonarson forstjóri
Sögu. — Mér hefur skilizt að
það hafi verið óvenjumikið um
þessa menn í sumar, en þeir
leggja ekki leið sína inn á
ferðaskrifstofur til að leita upp-
lýsinga í sárafáum tilfellum.
— Þetta er alþekkt vanda-
mál erlendis og hefur mest orð
verið haft á Þjóðverjum í því
sambandi. Þetta fólk hugsar
um það eitt að ferðast á sem
allra ódýrasta hátt og neytir
allra bragða í því sambandi.
— Já, ég mundi vilja álíta,
að þetta fólk spillti fyrir gagn-
vort öðrum ferðamönnum. Ég
veit þess dæmi að í sumar hefur
komið til vandræða út af því, t.
d. við Gullfoss, þar sem húsa-
kostur er þröngur. Það hreiðr-
ar um sig með allt sitt hafur-
task og er fyrir. Flestum ferða-
mönnum er mjög í nöp við það.
— Já það eru til ýmis ráð
til að forðast þetta fólk. Það
kemur flest hingað up á 3. far-
rými skipanna og ef þau yrðu
lögð niður yrði erfiðara fyrir
það að komast hingað. íslend-
ingar ferðast ekki á 3. farrými
Shboh
C3
tjmsJu. siwxiMvt ER
KJÖRINN BILLFYRIR ÍSŒNZKA VEGi:
RYÐVARINN,
RAMMBYGGÐUR,
AFLMIKILL
OG Ó □ Ý R A R I
TEKKNE5HA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
V0NAR5TRÆTl 12. SÍMI 37MI
íieina þá skóianopar, og um
slíkt væri alltai hægt að semja
við skipafélögin. Við höfum
gert þessu fólki alltof auðvelt
fyrir með að dvelja hér. Hér
gettur það t. d. víða fengið að
liggja inni á svokölluðum
svefnpokaplássum fyrir mjög
lítið gjald og ég hef heyrt að
það væri ákaflega ófeimið við
að nota sæluhús Ferðafélagsins
eins og kostur væri. Þeir munu
hafa átt í einhverjum vandræð-
með það hjá Ferðafélaginu. Ég
held að við eigum að forðast
þetta fólk eftir mætti og er
ástæða til að brýna fyrir fólki
að láta það ekki troða sér um
tær;
Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi hjá Flugfélaginu.
— Það getur verið að yk'cur
finnist mitt sjónarmið í þessu
máli nokkuð þýzkt, sagði
Sveinn Sæmundsson blaðafull-
trúi Flugfélagsins, en ég kynnt-
ist þessu talsvert þegar ég var
í Þýzkalandi fyrir nokkrum
árum. En það munu vera mest
Þjóðverjar sem stunda þessa
tegund af ferðalögum. Þýzkir
unglingar eru haldnir óhemju
mikilli ferðalöngun og það má
raunar segja það um Þjóðverja
yfirleitt. Þýzkir unglingar
leggja ákaflega mikið kápp á
að ferðast til sem flestra landa
og kynnast sem flestum þjóðum
og þeir leggja talsvert á sig til
þess. Mér er sagt að á árunum
1937 og 1938 hafi þýzk sendi-
ráð í Mið-Evrópu haft nóg að
gera við að senda heim ung-
linga sem voru peningalausir
hingað og þangað í þessum
löndum. En það er einkenni
æskunnar að fara í ferðalög, án
þess að hafa undirbúið sig nægi-
lega, en það á ekki frekar við
um Þjóðverja en aðra.
— Ég held að þessir svo köll-
uðu puttamenn spilli ekki fyrir
öðrum ferðamönnum nema að
sáralitlu leyti. Að vísu hitti ég
sumar þýzkan bankastjóra við
Mývatn sem var að kvarta yfir
löndum sínum en hann sagðist
frekar ferðast til þeirra landa
þar sem hann væri öruggur um
að hitta þá ekki.
— Það er sök okkar sjálfra
ef við látum þessa menn vaða
yfir hausinn á okkur og til þess
sé ég litla ástæðu.
Guðmundur Jónasson
fjallabílstjóri.
— Það hefur verið mikið um
þessa menn í landinu í sumar,
sagði hinn kunni fjallabílstjóri
Guðmundur Jónasson. — Og
þeir eru ákaflega misjafnir.
Sumir eru prúðir og þægilegir
en aðrir algjör andstæða. Þeir
eru margir hverjir miklir mat-
menn og matarbirgðirnar eru
ekki alltaf í réttu hlufalli við
það. Þeir hafa verið ákaflega
iðnir við að koma sér fyrir í
sæluhúsunum í sumar.
— Ég hef að reglu að flytja
þá ekki nokkurn skapaðan
hlut nema þeir greiði fyrir sig
eins og upp er sett. Surnir
verða ókvæða við en það er
venjulega hægt að gera þeim
skiljanlegt, að það þýðir ekki
að vera með neitt múður. Aðrir
borga þegjandi og hljóðalaust,
og eru kurteisir og almennileg-
ir. Ég sé ekki ástæðu til að vera
að flytja þessa menn fyrir ekki
neitt og mér finnst ástæðulaust
að vera að stjana við þá frem-
ur en aðra.
— Um daginn fór ég upp í
Jökulheima og þá voru þar
tveir Þjóðverjar. Þeir höfðu
komið um lang-rn veg og erfið-
an og voru heldur illa á sig
komnir, að ekki sé meira sagt.
Þetta voru þeir fyrstu, sem
þangað lögðu leið sína af svona
ferðafólki. Þeir stoppuðu þarna
hjá veðurathugunarmanninum
í tvo daga og virtust hafa eitt-
hvað af mat með sér. Þessir
tveir voru kurteisir og lítið út
á þá að setja. A sunnudaginn
sem ég var þarna uppfrá ætl-
uðu þeir að ganga á Pálsfjall
sem er í um 25 km. fjarlægð
— loftlína — frá Jökulheimum.
Til þess að ganga á Pálsfjall
þurfa þeir að fara yfir Tugná,
en eftir fjóra tíma komu þeir
til baka og sögðust ekki hafa
komizt yfir ána þrátt fyrir ít-
rekaðar tilraunir. Tungná var
þó varla meir en í hné, svo ekki
leizt mér björgulega á þá til
langs ferðalags. Þeir urðu okk-
ur samferða í bæinn og borg-
uðu það sem upp var sett.
Þriðjudaginn á eftir stóðu þess-
ir tveir hinir sömu á Elliðár-
brekkunni og voru að veifa, en
ég skipti mér ekki af þeim.
Þeir eru ákaflega duglegir við
að koma sér áfram.
Sigurður Magnússon
blaðafulltrúi Loftleiða.
— Við verðum ekkert varir
við þessa menn, sagði Sigurður
Magnússon blaðafulltrúi Loft-
leiða. — Þessir menn koma ekki
hingað með okkar vélum. Ég
geri ráð fyrir að þeir komi
hingað á 3. farrými skipanna
og sem sagt: Við verðum ekkert
varir við þá.
Kjartan Ingimarsson
bifreiðastjóri.
— Ég veit ekki hvort meira
hefur verið um þessa menn í
sumar en undanfarin sumur,
sagði Kjartan Ingimarsson bíl-
stjóri og bilaútgerðarmaður, —
en ég hef heyrt meira um þá
talað en undanfarin ár. Per-
sónulega hef ég lítið orðið var
við þá nema lítillega hér í ná-
grenni borgarinnar. Þeir spyrja
alltaf hvað farið kosti eitthvað
og þegar þeim er sagt svo, þá
biðja þeir ekki um far. En ég
hef heyrt ýmsa menn kvarta
undan þessum mönnum í sum-
ar..
Einar Guðjohnsen, framkv.stj.
Ferðafélags íslands.
Ég vil eklcert fullyrða um
það, hvort þetta fólk skemmi
mikið hjá okkur, en því miður
er alltaf talsvert um slæma
umgengni í sæluhúsum okkar.
Virðist svo, sem helzt sé um
að ræða þau hús okkar, sem
greiðastur aðgangur er að.
Þarna eru örugglega ekki að
verki okkar félagsmenn, en
hverjir það eru, þori ég ekki
að láta hafa neitt eftir mér um.
Henry Hálfdánarson,
skrifstofustj. Slysavarnafél.
Nei, ég held að þetta fólk
hafi ekki valdið skemmdum á
okkar sæluhúsum, enda er það
sízt á ferðinni, þar sem þau eru.
Svo mörg eru þau orð. Þótt
þessir menn séu mjög varkárir
í orðum, fer ekki milli mála,t
að margir þeirra telja bliku á
lofti.
En hvað má til varnar verða?
Það skyldi þó aldrei vera það,
að við gerðum okkur grein fyrir
því, að við lifum á tuttugustu
öldinni, og sú gestrisni, sem við
áttum fyrir hundrað árum, og
var þá nauðsynleg að vissu
leyti, ef ferðalög áttu að vera
möguleg um landið, er ekki
æskileg á öllum sviðum lengur.
Nú er unnt að kaupa margvís-
lega þjónustu, sem þá var ekki
unnt að kaupa, og það á að vera
kappsmál okkar að selja hana
erlendum ferðamönnum, en
ekki gefa. Sem sagt — að hætta
því að hlaupa upp til handa og
fóta, ef við erum ávörpuð á er-
lendu tungumáli, fyrir ekki
neitt. Þeir útlendingar, sem
vilja heimsækja okkur, geta vel
borgað fyrir sig, og flestir
þeirra vilja það. Of við hættum
að hossa undir þennan flæk-
ingslýð, sem allir góðir ferða-
menn hafa skömm á, mun hann
smám saman hætta að angra
okkur.. Með því ynnum við að
landhreinsun, og gerðum við-
komandi þjóð stóran greiða, því
þessi flökkulýður er mjög vafa-
söm landkynning fyrir þær Svo
mikið er víst, að oft heyrast t.
d. fáránlegir sleggjudómar hér-
lendis um þýzku þjóðina,
28 FÁLKINN