Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 26
FLÖKKULÍBUR í Þær eru orðnar býsna margar ferðabækurnar, sem útlend- ingar hafa ritað um reisur sínar á íslandi. Ekki verður sagt„ að við séum sammála öllum þeim lýsingum á landi og þjóð, sem í þessum bókum finnast, en engu að síður eru þær ávallt forvitnilegt lestrarefni og oft á tíðum fróðlegar. Við móðgumst gjarna yíir sumum frásögnum hinna erlendu ferðalanga, þeim sem okkur finnst vera örlítið niðrandi fyrir okkur, afkomend- ur hinna írjálsu, stoltu víkinga, en fyrirgefum þó flestar þeirra, aðallega af tvennum ástæðum: í fyrsta lagi tölum við um ókunnugleika á landsháttum og gróðavon í sambandi við útkomu bókanna og í öðru lagi er langsamlega flestum þessara bóka að finna fjálglegar lýsingar á einum eðlisþætti íslenzku þjóðarinnar, sem sagt frábærri gestrisni. Þessar frásagnir kitla gjarna hégómagirnd okkar jafnvel þótt erfitt sé á stundum að komast hjá því að sjá örlítið háð, svona milli línanna, þegar hinir erlendu gestir fjölyrða um gestrisnina, tekst okkur það oítast ótrúlega vel. SkemmtiJegustu ferðabækurnar eru að vonum frá þeim tíma, þegar samgöngur á landi og sjó voru erfiðastar, vatns- föll öll óbrúuð og hesturinn eina samgöngutækið á landi. Þá var náttúran að mestu ósnortin af mannanna hönd- um og lifskjör öll framandi nútíma mönnum. Eftir að sam- göngur urðu auðveldari hefur ferðamönnum fjölgað mjög, en ekki að sama skapi frásögnum þeirra af ferðum um landið. enda hafa lífskjör okkar breytzt og við samlagað lifnaðarhætti okkar lifnaðarháttum þeirra, sem okkur sækja heim, svo þeir þykjast ekki hafa frá eins markverðum og nýstárlegum hlut- um að segja, þegar þeir koma heim, og áður var. Eins og fyrr er drepið á, höfum við ávallt verið nokkuð stolt yfir frásögnum hinna erlendu ferðalanga af gestrisni okk- ar, og veítt þeim mikla athygli. Jafn víst er, að útlendingar, sem lesið hafa þessar frásagnir, hafa einnig veitt þessum þátt- um þeirra mikla athygli, og margir sjálfsagt komizt að þeirri niðurstöðu. að hingað væri auðvelt að ferðast, án þess að hafa úttroðin veski í vasanum; yrði maður uppiskroppa væri ekki annað en liverfa heim á einhvern sveitabæinn og líta nógu ræfilslega út, þá myndi hinum gestrisnu íbúum renna eymdin til rifja og veita þreyttum og svöngum ferðalangi beina. Með bættum samgöngum hefur ferðamönnum fjölgað, og nú eru tekjur af ferðamönnum orðnar mikilvægur þáttur í þjóðartekjum margra landa. Þau lönd, sem upp á eitthvað hafa að bjóða ferðamönnum, keppast nú um að laðað þá til sín og veita þeim margvísleg tækifæri til þess að koma í lóg tekj- um sínum. Og þeir ferðamenn, sem mestu vilja eyða, eru kær- 26 FALKINN komnustu gestirnir, fyrir þá er reyna að gera allt, sem hugur þeirra girnist. Nú á síðustu árum hafa heyrzt hér margar raddir um það, að við ættum að hæna að okkur erlenda ferðamenn. Einhvern veginn hefur svo farið, að erlendar gjaldeyristekjur okkar hafa ekki verið allt of miklar og ekki einu sinni nægar til þess að byggja svo upp undirstöðu atvinnuvegi okkar, sem nauð- synlegt hefði verið. I Talsvert hefur áunnizt í þessum málum, en þó er mála sann- ast, að gjaldeyristekjur okkar af þeim ferðamönnum, er hing- að koma, hafa ekki aulúzt í sama hlutfalli og hausatala þeirra. Er þar vitanlega þungt á metunum, að við höfum ekki búið okkur undir það sem skyldi að græða á ferðamönnum og get- um ekki veitt þeim alla þá þjónustu, sem við þyrftum að geta veitt. En hitt er einnig þungt á metunum, að svo virðist, sem þei.r séu býsna margir, sem vilja enn ferðast hér um á svip- aðan hátt og gert var fyrir öld síðan, eða svo, og treysta á þá gestrisni við útlendinga, sem þeirra tíma ferðlangar hældu sem mest. Sannleikurinn er nefnilega sá, að mikill fjöldi útlendinga flakkar hér um landið á sumrum, illa útbúinn og flestum til ama, nema ef vera kinni þeim, sem geta selt þessum lýð ó- dýrt far frá meginlandinu og hingað. Þeir flækjast hér um með bakpoka og tjöld, hirða venjulega ekkert um að fá leyfi til þess að tjalda, troðast jafnvel inn á veitingahús úti á landi og éta þar nesti sitt, svo fólk, er vill kaupa þar veitingar, kemst ekki að, traðka inni á veitingahúsum á klossum sínum, sem oft á tíðum eru orðnir svo slitnir, að naglarnir standa niðurundan og eyðileggja gólfdúkana, og fæla frá þá ferða- menn, sem vilja borga fyrir góða þjónustu, en hafa megna skömm á þessum bakpokalýð. I Þá lætur þessi lýður ekki hjá líða að troða sér inn á bænda- býli úti um land. Þess eru dæmi, að einn svangan og hrjáðan útlending ber að garði og hin alkuna íslenzka gestrisni kemur upp í húsráðendum og þau sjá aumur á flakkaranum og bjóða honum beina. Svo skömmu síðar hefur þessi gestur verið bú- inn að „bjóða“ nokkrum félögum sínum með sér og þeir setj- ast síðan upp á bænum. fslenzliir bændur eru seinþreyttir til vandræða, og reka þennan lýð ekki af höndum sér með hörðu, . fyrr en í lengstu lög, þótt hann rífi í sig miklar matarbirgðir | eins og hungraðir úlfar, jafnvel steli af bæjunum. Þó er vit- J) að, að framkoma sumra þessara flökkumanna hefur verið til yfirvalda kærð. 8

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.