Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 29
byggðir á viðkyningunni við þá freku einstaklinga hennar, sem hér flakka um og troðast inn á fólk; sleggjudómar, sem þeir bezt vita að eru fáránlegir, sem í raun og veru hafa kynnzt þjóðinni. Vinur vor, sjórinn Framh. af bls. 19. leiðinni til hans og hún yrði óhjákvæmilega að fara fram- hjá honum. Hann var klaufalegur og vandræðalegur eins og hann hefði verið staðinn að því að horfa á hana gegnum baðher- bergisglugga. Hún var komin hálfa leið til hans, áður en hún kom auga á hann og hann vissi, að fyrir hana var það eins og hafa orðið fyrir því, að horft hefði verið í gegnum baðher- bergisgluggann. Hann gat séð hana bíta í neðri vörina, og þá sneri hún sér skyndilega við og gekk 1 átt að stefninu, ófús eða ófær um að koma nær honum. Hann hafði spillt ein- veru hennar. Hún hét ungfrú Constance Shelber, hann komst einfald- lega að því með því að lesa nöfnin á farþegum við borð númer fjögur. Hún var áreiðan- lega hvorki herra né frú Jack Rappaport, herra John eða frú Castelmund, frú John O’Keefe, herra eða frú Otto H. Von Riegenbuzch eða J. B. L. Hantlee. Ungfrú Constance Shelber frá Rochester í New York hlaut hún að vera og var. Hún kom til hádegisverðar í öðrum fötum en þeim bláu og hvítu, sem hún hafði verið í á bátaþilfarinu. Hún þræddi milli borðanna, þangað til hún kom að borði númer fjögur. Karlmennirnir stóðu allir á fætur, skipslækn- irinn kynnti hana fyrir hinum farþegunum og hún settist í síðasta auða sætið. Það var þá, sem Donald Fisher gat gizkað á, hver hún var. „Mjög aðlaðandi ung kona,“ sagði frú Harris, sem var hægra megin við hann. „Ó, ég sá yður teygja úr yður og horfa á hana, herra Fisher. Jæja, ég get sagt yður, hver hún er, ef þér vitið það ekki. Hún heitir Constance Shelber og hún er frá Syracuse. Ekki Syracuse. Rochester. Ofar- lega úr New Yorkríki. „Ó, þekkið þér hana?“ sagði hann. „Hún yar hjá ykkur við kvöldverð í gærkveldi, áður en raðað var niður í sæti. Kannski Framhald á bls. 31. og ævintýri hans KVIKMYNDAÞÁTTUR Jonathan Swift skrifaði á sínum tíma bækur sem ekki þóttu heppilegt lestrar- efni almenningi. Þessar bækur þóttu inni- halda fullmiklar þjóðfélagsgagnrýni og höfundur varð fyrir margs konar ofsókn- um vegna þessara bóka. Nú eru þessar bæk- ur lesnar í milljónum eintaka um allan heim við feikna vinsældir og nú virðist enginn taka eftir þjóðfélagsgagnrýninni. Þetta eru bækurnar um ferðir Gullivers til Puta- og Risalands. Stjörnubíó mun á næstunni sýna ensk- ameríska mynd sem gerð er eftir þéss- um bókum Swift. Það er Columbia fyrir- tækið sem framleiðir myndina. Leik- stjóri er Jack Scheneer og meðal leik- ara má nefna Kerwin Mathew sem leik- ur Gulliver, Jo Morrow, June Thorburn, Lee Patterson og Gregori Aslan. Sagan segir frá ungum lækni Gul- liver, sem einn dag tekur sig upp frá Englandi — þrátt fyrir fortölu unn- ustu sinnar — og siglir til Austur Indía í leit að fjár og frama. Eftir tveggja daga siglingu finnst unnusta Gullivers um borð sem laumufarþegi og þann dag skellur á hið mesta óveður með þeim afleiðingum að Gulliver tekur fyrir borð Hann raknar við sér á framandi strönd og sér tii mikillar undrunar getur hann ekki hreyft sig. Hann er kom inn til Putalands og putarnir hafa bunáið hann niður. Gulli ver lendir þarna í hinum furðu legustu ævintýrum. Konungur inn í Putalandi hatar konung inn í Blefesciu vegna þess að hann vill ekki fara að ráðurr putanna með að borða egg, þac' það er að brjóta mjórri endanr en ekki þann breiðari. Það skap ast styrjaldar ástand og Gulli ver reynir að koma £ veg fyri styrjöld með litlum árangr Honum tekst að flýja frá Put; landi en þá tekur ekki betr; við, hann lendir í Risalandi. Þaj finnur hann unnustu sína sem einnig hefur orðið skipreka og þau eru höfð til skemmtunar fyrirfólkinu í landinu. Að lok- um tekst þeim þó að flýja og komast til Englands. Þessar bækur Swift hafa báð- ar komið út á íslenzku og notið hér mikilla vinsælda ekki sízt hjá hinum yngri lesendum. Má búast við að margir hafi ánægju af að sjá þessa mynd. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.