Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 35
KVENÞJÓÐIN Ritstjóri Kristjana Steingrímsdóttir húsmæðrakennari. M ■ Gefið kunniiigiuiinm hcita lauksúpu eftir híóferðina y2 kg laukur súpukraftuú 1—2 msk. smjör y4 1. rjómi y2 tsk. sykur Salt, pipar 1% 1. soð eða vatn og 2 eggjarauður. Laukurinn hreinsaður og skorinn nokkuð gróft. Bræðið smjörið í potti, látið laukinn aðeins gulna þar í. Setjið sykur saman við laukinn, þá meyrnar hann fyrr. Soðinu hellt út í pottinn, soðið þar til laukurinn er alveg meyr um 15—20 mínútur. Þá er helmingnum af rjómanum hrært saman við. Kryddað. Eggjarauðurnar hrærðar í súpuskál- inni ásamt afgangnum af rjómanum. Heitri súpunni hellt varlega saman við, um leið og súpan er borin fram. Borðið súpuna með litlum brauðsamlokum með osti og Kjotl.'tns miúclegisverðnr % 1. mjólk 100 g hveiti 4 egg 100 g rifinn ostur Hveiti og mjólk hrært í kekkjalausan jafning. Hellt í pott, hitað að suðu, hrært stöðugt í á meðan. Soðið 3—5 mínútur. Sett í skál, einni og einni eggjarauðu hrært saman við í senn. Hrærist vel. Ostinum blandað saman við og að lokum er stífþeyttum eggjahvítunum blandað varlega saman við. Deiginu hellt í smurt, eldfast mót (með beinum brúnum). Sett inn í volgan ofn. Bakað við 180° um 1 klukkustund. Bera þarf þennan rétt fram um leið og hann kemur úr ofninum, annars er hætt við að hann falli. ;■ . ■',; njjómarúlliir 100 g smjör 100 g sykur 100 g hveiti 6 eggjahvítur. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst. Hveiti sáldrað saman við. Að síðustu er stífþeyttum eggjahvítunum hrært saman við deigið. Deigið sett með teskeið á vel smurða, hveitistráða plötu. Smyrjið deigið út með breiðum hníf í aflangar kökur. Bakið kökurnar ljósbrúnar í 5—6 mínútur við 220° og vefjið þeim um breitt sleifarskaft, meðan þær eru volgar. Geymið kökurnar í velluktu íláti, þegar þær eru orðnar kaldar. Sprautið þeyttum rjóma inn í rúllurnar, um leið og þær eru bornar fram. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.