Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 12
Þessi mynd af krýningu Salómons konungs var málu'ð árið 1867. fiiblráfólk í Dalabúningum Þegar minnzt er á Svía finna margir þeim til foráttu, að þeir séu með afbrigðum hátíðlegir, kurteisir á yfirborðinu svo af ber, en ekki að sama skapi einlægir og ábyggilegir. í slíku yfirborðsmati á þjóðinni gleymist einatt að minnast á dugnað Svía og hjálpfýsi, sem oft hefur þó orðið öðrum þjóðum til mikils gagns og jafnvel bjargað lífi þúsunda manna. En ef aðeins er litið á það, sem afkáranlegt þykir í fari Svía má ekki gleyma því, að þetta er ekki einkenni allrar þjóðar- innar heldur nokkurra borgarbúa og þá ef til vill fyrst og fremst Stokkhólmsbúa. Sænskt sveitafólk er víða laust við allan óeðli- legan hátíðleika og af því mótast aftur íbúar allstórra borga á landsbyggðinni. í Dölum Svíþjóðar er það gömul regla að þúa alla geðþekka menn, sem að garði ber en þéra þá, sem ekki eru fólkinu ,að skapi. Ðalakarlarnir hafa löngum þótt harðir í horn að taka ef því var að skifta en gestrisnir og hlýlegir ef menn koma með friði og án nokkurs yfirlætis, Á 15. öld gerðu Dalamenn uppreisn gegn skattaáþján konungs, sem þá var danskur. Engelbrekt Engelbrektsson var þá forir.gi Dalamanna og hafa seinni tíma menn reist mikla styttu af honum í höfuðborg héraðsins, Falun. Á 16. öld leitaði Gústaf Vasa liðs í Dölum þegar hann hugðist hefja uppreisn gegn Danaveldinu. Dalakarlar létu sér í fyrstu fátt um fortölur hans finnast, og ekki erindi feginn lagði Gústaf Vasa af stað til Noregs. Þá snerist Dalabúum hugur og þeir sendu röska skíðamenn á eftir Gústafi og náðu honum á stað, er Sálen heitir og fóru með hann til Mora, þaðan hélt hann með bænda- her og sigraði Dani. Gústaf Vasa varð síðar einn af merkis- konungum Svía en til minningar um förina frá Sálen til Mora er enn þann dag í dag efnt til skiðakeppni á þessum stað, sem kallast Vasahlaup. Dalir eru um 30.000 ferkílómetrar að flatarmáli og nærri. 70% landsins þakin skógi. Málmauðug fjöll eru í Dölunum og hefur því aðalatvinnuvegur Dalabúa löngum verið skógarhögg og námugröftur. Fjöldi Dalabænda hafa löng- um aðeins haft örfáar skepnur til framfæris, en aðal tekjurnar hafa verið fyrir vinnuna í skóg- unum. Syðst í Dölum eru þó frjósöm akurlendi enda er nátt- úra Dalanna allmargbreytileg, allt frá frjósömu akurlendi lengst í suðri til hárra fjalia í norðri þar sem Lappar reika um með hreindýrahjarðir. Allmikill iðnaður er víða í héraðinu, bæði handiðnaður og verksmiðjuiðnaður. Verk- smiðjuiðnaðurinn er aðallega í stærri bæjum en handavinnan blómgvast í fjallahéruðunum, þar sem glæsilegir hlutir eru enn þann dag í dag gerðir í sæti við arineldinn, þegar frost- ið fer niður í 40 stig og vegg- irnir fjærst arninum hríma að innan. Meðalhitinn í Sárna, sem er gamalt norskt land og meðal efstu bæjanna í Dölum er ~t~ 11,3 stig í janúar en + 14 í júlí. fbúar Dalanna eru kringum 290.000. Við íslendingar þekkjum vel, þakkað veri Magnúsi Ásgeirs- syni, einn Dalamanna, ljóð- skáldið Erik Axel Karlfeldt. Færri munu vita skil á Georg Stiernhjelm, sem kallaður hefur verið faðir sænskrar skáld- listar, og sennilega enn færri málarann Anders Zorn, en við hann er Zornsafnið í Mora kennt. íþróttaunnendur kannast við Mora Nisse, skíðakappann mikla og ljóðelskir menn senni- lega við Dan Anderson. Annars erum við nú þannig settir íslendingar þrátt fyrir allt talið um norræna samvinnu og allar norrænu ráðstefnurnar, að við vitum minna um andlegt líf á Norðurlöndum en fyrir 50—100 árum, þegar Hafnar- Hér er ekki tekið fyrir Biblíuefni, heldur lieitir þessi mynd stutt og laggott: Hrossakaup, máluð um 1825 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.