Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 17
ispursmey á hálum brautum íór þvi i íbuó JJorrie Amblers og kom um þ^o bil, sem búið var að gefa Dorrie Ambler deyfi- lyf og flytja hana í aðra íbúð á hæðinni fyrir neðan. Billings hringdi dyrabjöllunni. Eftir andartakshik opnaði ákærð dyrnar í trausti þess, að hún þekktist ekki frá Dorrie Ambler. í fyrstu lét Billings blekkjast. En þegar hann var búinn að tala við hana litla stund, varð honum Ijóst að svik voru í tafli. Þá reyndi hann að kúga út úr ákærðu fé, og hún skaut hann með byssu með hlaupvídd 22. Skömmu eftir þetta var aftur hringt dyra- bjöllunni. Við teljum okkur geta sannað, að þeir sem þá voru við dyrnar, hafi verið Perry Mason, verjandi ákærðu, og Páll Drake einka- njósnari. Illvirkjarnir komust út um bakdyr íbúðar- innar. Þegar Mason og Drake, fundu Marvin Billings í andarslitrunum. Háttvirtu kviðdómendur, ég ætla ekki að þreyta yður með aukaatriðum. Ég hef skýrt fyrir yð rr málið í stórum dráttum, svo að yður verði ljós þýðing þess vættis, sem þér munuð bráðlega heyra. Þér munuð héyra játningar eins hinna seku í Þessu samsæri og s'ðar munuð þér væntanlega heyra játn- ingu hinnar ákærðu sjálfrar. f þessu máli er aðeins eitt atriði, sem þér verðið að komast að niðurstöðu um. Það er, hvort gögn þessa máls sanna, að ákærða sé sek um morð, hvort hún sé sek um að hafa svipt Marvin Billings lífi. Við munum krefj- ast sertarúrskurðar. úrskurðar um morð að yfirlöjjðu ráði, og án málsbóta.“ Pauna sneri sér undan og gekk að sæti sínu við saksóknaraborðið. „Óskil þér að reifa málið, herra Mason?“ „Nei,“ svaraði Mason. „Leiðið fyrsta vitnið yðar,“ sagði Flint dómari við saksókr.ara. „Ég leiði Emily Dickson sem vitni.“ Frú Dickson var kona á fimmtugsaldri og bauð af sér góðan þokka. Hún vann eiðinn og settist í vitnastólinn. „Hvaða starf höfðuð þér þann sjötta sept- ernber?" spurði Parma. „Eg hafði umsjón með Parkhurst-húseign- inni.“ „Þekktuð þér Dorrie Ambler?" „Já.“ „Ungfrú Ambler hafði íbúð í Parkhurs- húseigninni?" „Já, hún hafði það.“ „Hvar var íbúð hennar?“ „Númer 907.“ „Nú spyr ég yður hvort þér hafið líka selt á leigu íbúð númer 805 fyrir tólfta dag septembermánaðar, og hafi svo verið, vitið þér þá nafn leigjandans?“ „Ég veit það núna. Hann hét Dunleaveney Jasper.“ „Hvenær leigðuð þér honum íbúð númer 805?“ „Þann ellefta september." „Ég mun síðar þurfa að spyrja þetta vitni varðandi annan þátt málsins,“ sagði Parma. „Rétt er það,“ sagði Flint dómari og sneri sér að Mason. „Gagnspyrja.“ „Getið þér lýst Dorrie Ambler?“ spurði Mason. „Já. Hún var lifandi eftirmynd ákærðu, sem situr vinstra megin við yður.“ „Mundi vera hugsanlegt að villast á ákærðu og Dorrie Ambler?" „Það mundi vera mjög vel hugsanlegt.“ „Fyrst þegar þér sáuð ákærðu, þá tölduð þér hana vera Dorrie Ambler, er það ekki rétt?“ suprði Mason. „Já, ég gerði það. Ég sagði þeim að þetta væri Dorrie Ambler, sem þeir hefðu í athugunarklefanum, og síðan sannfærðu þeir mig ...“ „Það skiptir ekki máli hvað þeir sannfærðu yður um,“ sagði Mason. „Lýstuð þér yfir því, að þessi kona, sem þér sáuð í athugunarklefanum væri Dorrie Ambler?“ „Já, fyrst gerði ég það.“ „Einmitt. Svo þér þekktuð hana sem tvær manneskjur?“ „Ja, í fyrstu þekkti ég hana sem Dorrie Ambler og síðan sem Mínervu Minden.“ „Og það enda þótt þér hefðuð aldrei séð Mínervu Minden?“ „Ég hafði séð af henni myndir í blöð- unum. Það var þess vegna, sem lög- reglan boðaði mig til sín upphaflega. Ég hringdi til lögreglunnar og sagði, að myndin af Mínervu Minden í blað- inu væri í rauninni mynd af Dorrie Ambler, sem hefði íbúð á leigu í húsinu hjá mér.“ „Hvenær tók Dorrie Ambler íbúðina á leigu hjá yður?“ „í maí.“ „Og hvernig getið þér vitað, að það var ekki ákærða, Mínerva Minden, sem tók íbúðina á leigu?“ „Af því að þá hafði ég aldrei séð Mínervu Minden.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Mason. „Engar frekari gagnspurningar.“ Parma sagði: „Þér megið fara, frú Dickson. Og nú ætla ég að leiða Tragg lautinant sem vitni til að leiða í ljós hver hinn myrti var.“ „Rétt... Tragg lautinant í vitnastól- inn,“ skipaði Flint dómari. Tekinn var eiður af Tragg og hann bar að hann hefði komið í íbúð númer 907 í Parkhurst-húseigninni eftir upp- hringingu, að hann hafði fundið þar mann í andarslitrunum; að siðar hefði komið fram, að maðurinn var Marvin Billings, einkanjósnari. að Billings hafi verið látinn þegar komið var með hann í sjúkrahúsið. „Þakka yður fyrir “ sagði Parma. „Þér megið gagnspyrja." „Engar spurningar,“ sagði Mason. „Kallið Delbert Compton á vettvang,“ sagði Parma. Compton var fyrirferðamikill maður, rösklega fertugur. Hann kom sér fyrir i vitnastólnum og renndi augunum yfir réttarsalinn. „Þér heitið Delbert Compton, eigið heima í þessari borg og eruð meðeig- andi og forstjóri Billings & Compton leyniþ j ónustunnar ? “ „Já, herra.“ „Þér annist skrifstofustarfið, en með- eigandi yðar Marvin Billings, sá um störfin út á við?“ „Já, herra.“ „Með leyfi réttarins,“ sagði Hamil- ton Burger og reis á fætur. „Ég hcld að fulltrúi minn hiki við að benda á, að þessi maður er hlutdrægt vitni. Þess vegna vil ég leyfa mér að fara fram á, að rétturinn úrskurði að svo sé og heimili að lagðar séu fyrir það spurn- ingar, sem fela í sér bendingu um svar.“ „Hann hefur enga hlutdrægni sýnt enn þá,“ sagði Flint dómari. „Þegar og ef þar að kemur, þá getið Þér endur- nýjað tilmæli yðar. . . Haldið áfram, herra Parma.“ „í september voruð þér að vinna fyr- ir ákærðu í þessu máli?“ „Ja —ég geri ráð fyrir því — já.“ „Hver réði yður til starfsins?“ „Fulltrúi hennar, Henríetta Hull.“ „Og í hvaða skyni voruð þér ráðinn?“ „Mér var sagt að koma auglýsingu í blað eftir konum, sem uppfylltu ákveðin skilyrði um útlit.“ „Hvað gerðuð þér síðan?“ „Ég lét einn af starfsmönnum mín- um taka á leigu íbúð í gistihúsi og taka á móti umsækjendum.“ „Hvaða fyrirmæli sagði Henríetta Hull yður að gefa starfsmanni yðar?“ „Hún sagði ekkert um það.“ „Sagði hún yður ekki hvað þér ætt- uð að gera?“ spurði Parma. „Það voru ekki mín orð. Hún sagði mér ekki hvað ég ætti að segja starfs- manni mínum.“ Parma leit á Flint dómara dálítið vandræðalega. „Jæja þá,“ sagði dóm- arinn, „ég fellst á beiðni yðar. Spyrjið leiðandi spurninga.“ Framh. á bls. 36. 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.