Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 39
PANDA DG TDFRAMADURINN MIKLI Fangarnir komust undan. „Ég get ekki skilið, hvers vegna þeir kjósa heldur ringulreið þess ytra heims,“ andvarpaði Plútanus og fékk sér kaffibolla, sem töfra- kannan lét hann hafa. Það verður að viðurkennast, að á þessu augnabliki ríkti mikil ringulreið fyrir utan fangelsið. Fangarnir streymdu út og Panda og Jollypop voru meðal þeirra. Maður, sem átti ieið þar um, sagði: „Ég velti því fyrir mér,“ tautaði hann við sjálfan sig, „hvort þetta er það sem þeir kalla almenna sakaruppgjöf. En hvað sé ég? Getur þetta verið hinn þróttmikli Panda innan um þessa þorpara? Ó, hví- líkir tímar.“ Til allrar óhamingju var frelsi fanganna skammvinnt. Verðirnir umkringdu þá fljótlega, þegar þeir höfðu náð sér. Þanníg var meirihluti fanganna neyddur til að gefast upp og rekinn inn aftur. Panda og Jolly- pop gátu samt falið sig í bíl, sem var nálægt. Litlu seinna hallaði vörður sér upp að hlið litla bílsins. „Ég sá tvo fanga hér,“ stundi hann. „Og nú eru þeir horfnir.“ Goggi góðgjarni, sem hafði fylgzt með mál- unum af miklum áhuga tók nú til sinna ráða. Hann settist undir stýri bílsins og ók... sem var mjög óþægilegt fyrir vörðinn, sem hallaði sér að honum, en kom sér vel fyrir Panda og Jollypop, sem voru í felum inni í honum. Um leið og Goggi ók hratt burt, lék dauft bros um varir hans. „Þessi heimski litli Panda ætti að gleðjast yfir því að eiga svona greindan vin.“ Er Goggi hafði ekið bílnum nokkurn spöl, stanzaði hann. „Tími er til kominn að ræða málin í hrein- skilin,“ tautaði hann við sjálfan sig og steig i'it. Panda fór út að aftan. Hann hafði ákveðið að tala ekki við ökumanninn núna, þrátt fyrir það að Jollypop segði honum að þakka fyrir ferðina. „Hvers vegna liggur þér svona mikið á?“ sagði vingjarnleg rödd. „Hver er meiningi með því að ætla að læðast burt án þess að þakka gömlum vini, sem þreif þig úr greipum laganna?“ „Þ ... þetta ... er Goggi..“ sagði Panda undrandi. Svo að þú hefur ekki gleymt mér,“ svaraði Goggi daufur. „Horfðu nú í augu fyrrverandi kennara þíns og segðu honum, hvað þú varst að gera í fang- elsi. Þarftu endilega að fara að syndga strax og ég sný í þig bakinu?“ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.