Fálkinn - 18.11.1963, Síða 20
KONUNGIR K
Elizabet Taylor lék Kleópötru í samnefndri kvikmynd, síðasta vogunar-
spil Zanuck karlsins. Undir þeirri mynd verður það komið, hvort hann
verður enn þá ríkari, eða beiningamaður, þessi gamli, en sígildi fjárhaettu-
spilari kvikmyndaiðnaðarins.
Sá sem bar hitann og þungann af kvikmyndinni Kleopötru heitir
Darryl Francis Zanuck og er einn af stærstu hluthöfunum í kvikmynda-
félaginu Twentieth Century-Fox.
Þessi litli maður er einn sem til er í Hollywood.
Zanuck er fæddur í borginni Nebraska 5. september 1902. Faðir hans
Frank Zanuck á ættir sínar að rekja til Indiána, og vann sem næturvörð-
ur á hóteli þar í borg, um það leyti sem Darryl fæddist. Móðir hans hét
Loesie Tropin og var svissnesk.
Þau eignuðust fjölda barna og var því oft mikið basl á heimilinu, svo
þau ákváðu að flytjast til Los Angeles og leita gæfunnar þar, en fundu
hana ekki þar. Svo þau ákváðu að koma Zanuck fyrir hjá afa sínum,
Henry Tropin, þegar hann var um það bil 6 ára gamall. Karl hélt mikið
upp á Zanuck, kostaði hann í dýrustu skóla og meira að segja til útlanda.
Sem sagt, Zanuck ólst upp í góðu yfirlæti.
Zanuck fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð, og ekki leið á löngu
þar til að hann hafði aflað sér svo mikilla peninga, að hann gat gerzt
hluthafi f kvikmyndafélagi, og fyrir valinu varð Warner Brothers.
Fyrsta kvikmyndin sem hann stjórnaði þar hét „The Jazz Singer“, í
aðalhlutverki var sjálfur A1 Jolson.
20 FALKINN
Zanuck varð brátt frægur kvikmyndafram-
leiðbeinandi og stjórnandi, en svo lenti hann
í rifrildi við Cy Feuer, sem var einn að-
alframleiðandinn þá. Þá hætti hann hjá War-
ner Brothers og fór til Twentieth Century-Fox,
þar sem hann er nú búinn að stjórna mörgum
kvikmyndum. Frægastar þeirra eru Ben-Hur,
The Vikings, Spartacus, The Longest Day og
nú sú nýjasta Cleopatra. Alls telur hann að hann
sé búinn að stjórna um 50 kvikmyndum.
Það sem einkennir Zanuck svo mjög er hinn
ódrepandi kjarkur hans og vogun í peningamál-
um. Til dæmis með Cleopötru. Nú hefur hann
lagt alla sína peninga í hana og nú er það á valdi
Elizabeth Taylors að bjarga milljónum Zanuck.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem hann leggur alla
sína peninga í einhverja mynd, því það hefur
hann oft gert áður og ekki hefur alltaf vel farið,
því stundum hefur hann misst allar sínar miljón-
ir. En ávallt er hann reiðubúinn að setja allt í »
borð aftur. Þegar hann er spurður um það hvað
hann haldi um sambandið milli Elizabeth og
Richard Burton, verður hann umburðarlyndur
á svipinn og segir; „Ég veit ekkert um hvað /
þau hafa verið að gera, en hvaS sem það er, vona
ég að þau geymi með að segja það þar til að byrj-
að verður að sýna kvikmyndina.
Zanuck er lítill maður aðeins rúmlega 170 cm,
vegur 145 pund (þremur pundum minna en hann
gerði fyrir 20 árum siðan) með stálgrátt hár,
en yfirvaraskegg hans er enn þá ljósrautt, og
bláu augun hans eru eins og þau séu gerð úr
stáli. Og röddin, hún er sko ekkert smáræði,
hún er svo sterk, að ef Sonny Liston myndi
hlusta á hann, yrði hann ábyggilega tauga-
óstyrkur.
Hann á þrjú uppkomin börn, sem öll eru gift.
Hann lifir mjög ströngu einkalífi; eyðir öllum
sínum einkatímum með konu sinni og barnabörn-
um, en þau eru alls tólf. Hann er mikill matmað-
ur og eyðir gjarnan miklum tíma í að borða.
Þegar hann var 18 ára gaf ahnn út sína fyrstu
bók, hún hét „Mad Desire“. En síðan hafa komið
út margar bækur eftir hann, og sú síðasta heitir;
„Write a book“, skrifaðu bók.
Hans uppáhalds orðtæki er: „Þú verður að
eyða peningum til þess að græða peninga!"