Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 4
GJAFAVÖRUR
Sendum heim og í
póstkröfu.
VALVER hf. Laugavegi 48 — sími 1-5692
Um Bítia og unglinga.
Háttvirta blað!
Ég hélt að það ætti ekki
eftir fyrir mér að liggja að
skrifa í blöðin. En nú er svo
komið að ég get ekki orða bun-
izt á prenti. Að vísu er mér
lítið til þeirrar listar lagt að
geta haldið á penna en þó vil
ég festa niður hér nokkrum
orðum að því er lýtur Bítlana
oft nefndu og unglingana.
Fyrir nokkru síðan var við-
tal í stærsta dagblaði landsins
við unglingspilt sem hafði gert
sér það erindi þrjátíu sinnum
að sjá kvikmynd þar sem Bítl-
arnir fóru með aðalhlutverkin.
Ég hef heyrt marga hneykslast
á þessu viðtali og segja að
svona nokkuð eigi ekki að birta
í blöðunum. Þessu er ég algjör-
lega ósammála. Mér þótti þetta
viðtal bæði skemmtilegt og
fróðlegt. Skemmtilegt vegna
þess að það opnaði manni nýja
innsýn í hugarheim fjölda ung-
menna.
Mér hafa sagt menn sem
stundað hafa barnakennslu
árum saman að orðaforði barna
fari minnkandi með hverju
árinu sem líður. Ég er nú að
vísu ekki nema rúmlega þrí-
tugur en mér finnst eins og
flest það fólk sem er svona tíu
árum yngra hafi miklu minni
orðaforða heldur en ég og jafn-
aldrar mínir. Þetta finnst mér
koma berlega fram í öllu er
lýtur að atvinnuvegum þjóðar-
innar sjávarútveg og landbún-
aði. Þetta kann að vera ofur
eðlilegt. Það eru mörg börn
borgarbúa sem ekki hafa að-
stöðu til að komast í sveit á
sumrin og þannig fara þau á
mis við margt í málinu. Það er
uppi á teningnum varðandi
sjóvarútveginn. Þau börn sem
alin eru upp í sjávarþorpum
og bæjum hljóta í veganesti
miklu fjölbreyttari orðaforða.
Annars var það ekki orða-
forði og málfar ungmenna sem
ég ætlaði að gera að aðalum-
ræðuefni í þessu bréfi heldur
áhugamál þeirra. Þeir sem hug-
leiða þetta mál hljóta að sjá
að hverju stefnir þegar ungl-
ingar fara þrem fjórum sinnum
að sjá sömu mynd eins og þessa
með Bítlunum. Látum það nú
vera þótt þeir fari einu sinni
en þegar ferðirnar fara að
skipta tugum litur málið öðru-
vísi út. Mér var um daginn
sögð ágæt saga af átta ára
gamalli stúlku sem gat ekki
sofið eina nóttina og grét vegna
þess að spáð hafði verið að
Bítlarnir mundu farast daginn
eftir. Slík er sefjun ungmenna.
Þetta er mál sem allir uppal-
endur þurfa að láta til sín taka.
Með þökk fyrir ágætt efni af
og tiL
Sveinn.
Svar:
Þetta bréf þarfnast ef til vill
ehlú svars en þaS er eins og feniO
veröi svolítiö þvoglulegt og ekki
alveg Ijóst hvaO þú ert aö fara,
Sveinn minn.
1
Öskuhaugamir Iokaðir
á kvöldin.
Háttvirta blað!
Hrein torg — fögur borg,
stendur á fallegum ruslaköss-
um sem festir eru upp á Ijósa-
staurunum við aðalgötur mið-
borgarinnar. Þetta er áminning
til borgaranna að ganga hrein-
lega um borgina sína og safna
ekki saman óþarfa drasli og
henda ekki bréfum og slíku í
göturæsin heldur setja það í
þessa þar til gerðu kassa. Já,
og vissulega er þetta þörf
áminning. Það er furðulegt
hvað fólk getur gengið hirðú-
leysislega um lóðir sínar og
eigur.
En um daginn varð ég fyrir
dálitið eikennilegri reynslu í
þessum efnum. Ég ætla ekki að
segja dulrænni reynslu en dá-
lítið var hún dularfull. Ég hafði
um nokkurn tíma verið að fara
gegnum mitt góss og taka það
til sem á öskuhaugana mátti
fara að skaðlausu og verða
að nytsömum skarna til að bera
á lóðir manna og til aukins
gróðurs. Þegar ég hafði dund-
að við þetta nokkur kvöld og
hafði lokið gegnumferðinni var
þetta orðið býsna mikið sem á
haugana mátti fara. Þag var
svo mikið að fyrirsjáanlegt var
að hinar tvær ruslatunnur sem
ég hef til umráða mundu
enganveginn geta hesthúsað
magnið. Ég hringdi því á sendi-
ferðabíl og ásamt bílstjóranum
bar ég dótið út í bílinn og ók-
um við síðan sem leið liggur
inn í Grafarvog þar sem ösku-
haugarnir og sorpeyðingar-
stöðin er. En þegar við áttum
ófarna nokkra metra að þessu
fyrirheitna landi kom í ljós að
vegurinn var lokaður ramm-
legagerðu hliði og lengra varð
ekki komizt. Þá var klukkan
hálftíu að kvöldL Bílstjórinn
sem ók mér sagðist ekki hafa
rekizt á svona nokkuð áður