Fálkinn - 23.11.1964, Side 8
Hún svaraði seinlega: — Ég
veit nú að Betty skildi ekki að
ég hafði gefið mömmu spraut-
una. Hún hefur haldið að ég
hefði ekki fengið það af mér,
fyrst mamma var í þessum
ham. Þetta uppgötvaði ég ekki
fyrr en hún var farin aftur til
London. Þegar ég var að taka
til í meðalaskápnum áttu mor-
fínhylkin að vera sex — en
þau voru bara fimm. Þá vissi
ég hvað hafði gerzt. Betty hafði
gefið mömmu aðra sprautu.
Hún reis upp og gekk fram
og aftur um herbergið. — Ég
gat ekki talað um það við
Betty! Það hefði jafngilt að
ákæra hana... 6, guð minn
góður... Hún hallaði sér yfir
borðið og lokaði augunum.
Andartaki síðar fann hún að
Rusty hafði lagt hönd um axlir
henni.
— Stilltu þig, Likwezi.
Taktu þessu rólega.
Þegar hann snerti hana og
hún heyrði rödd hans, náði hún
aftur valdi yfir sér.
— Það sem mér finnst
undarlegt er að þetta skuli
hafa komið fram í dagsljósið,
sagði Andrew íhugull.
Alice hélt áfram.
— Ég vildi komast í burtu
fljótt — strax. Það var þá, sem
ég sendi skeytið til þín.
Já, hugsaði Andrew. Fyrr
vildurðu ekki koma til mín. Ég
veitti þér möguleika til undan-
komu. Þér hefur aldrei þótt
verulega vænt um mig. Hann
var kaldur og dauðþreyttur, en
hann talaði með þeim rólega
myndugleik, sem Rusty þekkti
mjög vel.
— Þú verður að hvíla þig
núna og síðan skaltu skrifa upp
nákvæmlega það sama og þú
hefur sagt okkur. Rusty, farðu
með Alice og sjáðu um að hún
fái pappír og penna — allt sem
hún þarf.
Hún gekk að hvílu Andrew
greip um hönd hans og lagði
undir vanga sinn.
— Þú hefur hita núna.
— Mér líður ágætlega. Farðu
nú að hvíla þig. Góða nótt.
Hún leit á hann, síðan beygði
hún sig yfir hann og kyssti
hann á ennið. Síðan fylgdist
hún með Rusty fram.
Hann náði 1 blek og pappír
handa henni og setti það á
ekrifborðið. Svo tók hann sem
enöggvast utan um hana og
eagði lágt:
— Ég vil að þú vitir að ég
trúi þér.
— Já, ég veit það, sagði hún.
Van Wyk lögregluforingi
8 FALKINN
komst til Láger II um hádegi
næsta dag. Rusty kom á móti
honum, þegar hann ók upp að
húsinu.
— Jæja, svo að þér hafið
losnað úr prísundinni, van
Wyk. Ljónin hafa ekki náð í
ykkur.
— Nei, sannarlega ekki,
en...
— Og ekki náðuð þið ræn-
ingjunum.
— Hvernig í ósköpunum vit-
ið þér um þá?
— Við fréttum þetta hjá
Banks í loftskeytastöðinni.
nógu lengi. Ég vil helzt ljúka
því af sem fyrst.
Þeir fundu Alice í setustof-
unni ásamt Andrew. Hann lá
á sófanum, fullklæddur. Van
Wyk dró ekki dul á gleði sína
yfir að hitta Andrew heilan
á húfi. Svo sneri hann sér að
grönnu dökkhærðu stúlkunni
og sagði:
— Ungfrú Lang... Hann
rak í vörðurnar og það var
Alice sem tók næst til máls:
— Ef þér þurfið eitthvað að
háa hörkulega lögreglumann.
mundi honum takast að draga
úr trausti Rusty á henni,
Skyndilega fann hún hönd á
öxl sér, sterka og góða hönd.
Rusty, ó, Rusty...
Andrew horfði á van Wyk
sem lyfti höfði og starði beint
á Alice.
— Ég vildi gjarna fá nánari
skýringu á nokkrum atriðum,
ungfrú Lang, sagði hann.
— Ég skal fúslega leysa úr
spurningum yðar. Hún hafði
SJÖUNDl HLUTI
Hann vill að við tölum við
hann klukkan þrjú í dag.
Neethiling stal heiðrinum frá
ykkur. Hann tók þá fasta hjá
Boryslawski — og Boryslawski
líka. Það var leiðinlegt að þið
misstuð af þessu.
Lögreglustjórinn leit svo
þreytulega út að Rusty vor-
kenndi honum. Hann opnaði
skáp og tók fram brauð og öl.
— Þið eruð sjálfsagt ban-
hungraðir, sagði hann og hellti
í krúsirnar.
— Ég gæti gleypt hýenu í
einum bita. En heyrið mig nú,
ég hef slæmar fréttir að færa
yður. Bróðir yðar var með okk-
ur í leiðangrinum.
— Bróðir minn er heill á
húfi, van Wyk. James drukkn-
aði í fljótinu, en Saul gamli
bjargaði Andrew. Andrew varð
fyrir skoti í öxlina. En nú líður
honum betur og hann hefur
ágæta hjúkrunarkonu, þar sem
Alice Lang er.
— Þetta er kraftaverk! hróp-
aði van Wyk. Hann hvolfdi í
sig úr glasinu. — Og viðvíkj-
andi hjúkrunarkonunni, þá
þarf ég að tala við hana —
og erindið er ekki sérlega
skemmtilegt.
— Getur það ekki beðið unz
þið hafið fengið eitthvað að
borða?
Lögreglustjórinn gaut horn-
auga til Rusty. — Ég hef beðið
segja mér bið ég yður að gera
það í návist hr. Miller og bróð-
ur hans.
Hún hafði sem sagt verið að-
vöruð. Og hún var hin herská-
asta. Hann sagði:
— Ég kem eftir beiðni Scot-
land Yard, ungfrú Lang. Rann-
sókn fer nú fram viðvíkjandi
andláti frú Mary Jene Lang.
Hún andaðist aðfaranótt 10.
október vegna of mikilla deyfi-
lyfja, sem álitið er að þér haf-
ið gefið henni. Viljið þér ein-
hverju svara?
— Ég hef skrifað niður skýr-
ingu, lögregluforingi. Hún er
hér á skrifborðinu.
Hann hrukkaði ennið og
hörkusvipur færðist yfir and-
lit hans. Já svo að hana hafði
grunað hvers kyns var. Hún
hafði spunnið upp einhverja
sögu sér til varnar — sjálfsagt
með hjálp mannsins sem hún
vonaðist til að krækja í.
Rusty rétti honum örkina og
van Wyk settist við skrifborð-
ið og fór að lesa.
Alice settist í hægindastól og
hallaði höfðinu aftur með lok-
uð augu. Hún hafði ákafan
hjartslátt og hendurnar voru
kaldar og þvalar. „Við erum
ekki dómarar þínir,“ hafði
Rusty sagt í gærkvöldi. En í
rauninni voru þeir það. Rusty
hafði sagt að hann tryði orðum
hennar. En hvað um þennan
enn mikinn hjartslátt, því að
henni fannst lögregluforinginn
ekki hafa mildast neitt við lest-
urinn.
— Ég hef fengið þær upp-
lýsingar frá London að þér haf-
ið verið þar í lok september f
og undirbúið þá þegar ferð
yðar til Suður-Afríku.
Alice horfði undrandi á
hann. Hvað átti hann við?
— Ég var í fríi, sagði hún.
— Og ég spurðist fyrir hjá
nokkrum ferðaskrifstofum um
verð á flugfarmiða hingað. Mér
hafði nefnilega verið boðið
hingað... Ég hef lengi haft
áhuga á Afríku ...
— Áhugi yðar virðist grun-
samlega mikill, ungfrú Lang.
Um þetta leyti — og fjórtán
dögum áður en frú Lang and-
aðist létuð þér bólusetja yður
fyrir gulu. Þér höfðuð sem sagt
allt tilbúið ef þér þyrftuð að
fara án nokkurs fyrirvara.
Alice reyndi að sýnast róleg.
— Já, eg lét bólusetja mig.
— Hvers vegna?
— Móðir mín var mjög veik
— ólæknandi. Hún gat dáið
hvenær sem var — og hún
hefði líka getað lifað nokkurn
tíma. Það var ómögulegt að
segja til um það. Hún þagnaði
og sá að van Wyk skrifaði upp
hvert orð. Varir hennar titruðu,
því að hún skildi nú að hvert
orð sem hún segði gæti orðið