Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Page 9

Fálkinn - 23.11.1964, Page 9
henni að falli. Sannleikurinn — sannleikurinn var vissulega sagna beztur og hún mátti ekki víkja frá sannleikanum í neinu. — Ég hafði mínar persónu- legu ástæður fyrir því að vilja koma hingað strax og mér reyndist það kleift. Og sam- kvæmt reglunum er nauðsyn- legt að láta bólusetja sig að minnsta kosti tíu dögum áður en maður fer hingað. Ég sá því ekkert athugavert við að hafa vaðið fyrir neðan mig — ef ske kynni að ég kæmist af stað. — Og hverjar voru þessar persónulegu ástæður? — Ég kýs að láta þeirri spurningu ósvarað. —Jæja, jæja, sagði van Wyk, og víkjum þá að nóttinni, þegar frú Lang dó. Samkvæmt yðar frásögn vissi vinkona yðar ekki að þér höfðuð þegar gefið hinni látnu sprautu og gaf henni aðra með þeim afleiðingum að hún dó í svefni. . . — Ég hef engu við að bæta það sem ég skrifaði niður, sagði Alice þreytulega. — Já, en það er óneitanlega einkennilegt að þér skylduð ekki — þegar þér uppgötvuðuð morguninn eftir hvernig allt var í pottinn búið — nefna þetta við vinkonu yðar? — Mér finnst það ekki. í fyrsta lagi var hún farin aftur til London og í öðru lagi... gat ég ekki fengið af mér að gefa í skyn, að hún ... hún . .. Augu Alice fylltust tárum og varir hennar skulfu. Van Wyk leið mjög óþægilega. Hann vildi ljúka þessu af sem fyrst og komst í burtu. — Svo að lokum eitt, ungfrú Lang, hélt hann áfram. — Þér erfðuð tvö þúsund pund. Bjugg- ust þér við þeim peningum? — Nei, það gerði ég ekki, svaraði hún lágt. — Þér eigið við að þér hafið aldrei séð erfðaskrá hinnar látnu? — Móðir mín talaði aldrei um peninga við nokkurn mann. Hún skrifaði erfðaskrána, er ég var fjarverandi fyrir tveim- ur árum. — Hverjir voru vottar? — Doktor Manfiled og Betty Swanson. — Ungfrú Swanson var náin vinkona yðar, en samt segir hún yður ekki frá innihaldi erfðaskrárinnar? — Hún vissi ekki hvað stóð í henni. Hún skrifaði aðeins nafn sitt sem vitundarvottur. Van Wyk kinkaði koili. Hann braut gætilega saman örkina og reis upp. — Og nú vildi ég vinsam- lega biðja yður, ungfrú Lang að koma með mér inn í skrif- stofuna og skrifa undir skýr- ingar yðar. Alice stóð upp og fylgdist með lögregluforingjanum fram. Þegar þau voru farin fram settist Rusty á legubekkinn hjá Andrew og fól andlitið í hönd- um sér. — Það er Betty, sagði hann. — Hún gerði sig seka um víta- verða vanrækslu. Ég skil ekki hvernig neinum dettur í hug að ásaka Alice fyrir neitt. Bi-óðir hans hristi höfuðið. — Alice hafði ástæðu til þess. Hún vildi fá frelsi sitt, hún vildi fá arfinn, hún vildi — mig. Og um fram allt vildi hún kannski vera miskunn- söm. Andrew kveikti sér i síga- rettu og bætti við. — Það var eitt atriði, sem van Wyk vék ekki að, en verð- ur gert fyrr eða síðar. Rusty leit upp. — Hvað er það? — Var það ætlun Alice að Betty skyldi halda að móðirin hefði ekki fengið sprautuna um kvöldið? Blekkti hún vin- konu sína og lét hana standa í þeirri trú. Meðan Andrew talaði horfði hann í laumi á bróður sinn. Rusty fann ískaldan hroll læð- ast um sig og hann kipraði augun. Hann hefði helzt viljað gefa Andrew einn hressilega á hann. Hann hvæsti: — Guð minn góður, Andrew! Ertu að gefa í skyn að þú trúir ekki því sem hún segir? — Ég er að ígrunda málið, svaraði Andrew og horfði enn íhugull á bróður sinn. — Mér finnst þú ættir að gera það líka. — Nei, það veit sá sem allt veit, að ég þarf þess ekki. Ég trúi henni algerlega. Framhald í næsta blaði. Frygöaröskur selanna Eftir Arne Sjögard Kristensen Hinn aldni heimskautafari og landkönnuður var nýlega snúinn heim úr einum af hinum háskafullu leiðöngrum sínum. Nú sat hann og snæddi kvöldverð ásamt ættingjum sínum og vinum, sem sífellt hvöttu hann til að 'regja frá ferðum sínum. Síðasti leiðangur hans hafði verið farinn norður í íshaf, þar sem hann hafði fylgzt með lifnaðarháttum selanna, og frásögn hans þetta kvöld fjallaði að mestu um þetta efni. Frásögn hans var blátt áfram, með nokkrum vísindablæ um efni, sem var í sjálfu sér forvitnilegt, en skemmtileg- asta hluta frásagnarinnar geymdi hann þar til eftir kvöld- verðinn, er hann settist með vínglas í hönd ásamt vinum sínum inn í bókaherbergið. Hann var ekki viss um, að þetta efni félli kvenfólkinu alls kostar í geð, og þess vegna geymdi hann sér það, unz honum gæfist færi á að segja karlmönnunum það. Og nú fór hann að segja frá kynferðislífi selanna. — Eftir hina löngu vetrarnótt koma kvenselirnir synd- andi utan af hafinu, krafla sig upp á ísinn og bíða hins mikla ævintýris, sagði heimskautafarinn brosandi. — Og ekki eru kvenselirnir fyrr búnir að koma sér fyrir en karlselirnir koma skríðandi upp á ísinn og taka að öskra á kvenselina. Þetta er aldeilis stórkostlegt frygðaröskur, sem heyrist í margra mílna fjarlægð og kemur kvenselunum þegar til þess að ganga á hljóðið. — Ég hef oft heyrt þetta öskur, og ég mun aldrei geta gleymt því. Ég held raunar, að ég geti líkt eftir því, svo að þið getið gert ykkur einhverjar hugmyndir um það. Hinn aldni maður reis á fætur, dró djúpt að sér andar.n og gaf síðan skyndilega frá sér óhugnanlegt, drynjandi hljóð. í sama vettfangi opnuðust dyrnar, kona heimskauta- farans rak höfuðið inn um gættina og sagði: — Varstu að kalla á mig, Óttar? FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.