Fálkinn - 23.11.1964, Side 10
MÁÐURINN
FÁLKINN bregður sér vestur á Isafjörð í
vetrarferð með Gunnari & Ebenezer yfir fjöll
og firnindi, um djúpa dali og dimma, eina
orfiðustu flutningaleið á öllu Islandi.
Gunnar við stýrið á Benzinum.
Reykjavík — ísaf jorður
Þeir skríða inn Suðurlandsbrautina í einni lest,
sjö stórir flutningabílar fullhlaðnir og stynja þungan
í Ártúnsbrekkunni. Förinni er heitið til ísafjarðar.
Það er síðla hausts og nýsnævið í hlíðum Esju gefur
nokkra vísbendingu um, hvers megi vænta á þessari
löngu og erfiðustu flutningaleið landsins. Leiðin liggur
um tíu heiðar og fjallvegi.
Gunnar & Ebenezer hafa þrjá bíla í förum að jafn-
aði á þessari leið, en undanfarið hafa þeir orðið að
fjölga við sig, því vöruflutningar aukast að miklum
mun á haustin: á hverri stund má búast við, að leiðin
lokist vegna snjóa og opnist ekki á ný fyrr en að vori.
Enginn veit, hver verður síðasta ferðin á árinu. Þeir
Gunnar og Ebenezer halda þó áfram í lengstu lög og
bjóða birginn haustmyrkri og hríðarveðri á fjöllum.
Ókunnugum hrýs hugur við för þessara stóru þungu
bíla í glerhálum sneiðingum utan í snarbröttum fjalls-
hlíðum og þungfærum vegum um háar heiðar, þar
sem skafrenningur bregður á leik og myrkrið byrgir
alla sýn. En þar fer saman seigla og áræði, þar sem
þessir menn fara og áralöng reynsla ásamt óbilandi
kjarki, Og loks má treysta Mercedes Benz fyrir erf-
iðu hlutverki.
Kornvara og bíómyndir
Ég fylgdist með Gunnari til ísafjarðar á dögunum.
sit við hlið hans og fylgist með, hvernig Benz-inn
slokar í sig veginn eins og gráðug forynja úr fornöld,
brekkurnar eru harðar undir tönn, en Benzinn seigl-
ast áfram með sitt þunga hlass og lætur sig hvergi.
Hann læsir í veginn öllum sex hjólunum og bryður
hann í sig, í bröttustu brekkunum þarf ef til vill að
hlaupa út og krydda brautina með hæfilegum
skammti af möl til þess að billinn vinni á henni.
Vélin er knúin til hins ýtrasta og murrið í henni læt-
ur lægra og dýpra í eyrum, eftir því sem átökin
harðna, loks léttist á ný, þessi brekka er að baki og
innan skamms tekur við önnur og þá enn önnur og
ótal fleiri, unz náð er fjallsbrúninni. Þá er ekið léttan
yfir fjallahrygginn og niður af hinum megin, þá nær
Benzinn sér niðri, nú svelgir hann í sig veginn í stór-
um teygum. Og þannig tíu sinnum.
Og þeir unna sér engrar hvíldar, fyrr en komið
er á leiðarenda, Gunnar, Ebenezer, Björn og þeirra
menn. Þeir eru í stöðugu kapphlaupi við veturinn.
Þeir aka þessa erfiðustu fimm hundruð kílómetra
landsins án þess þeim komi dúr á auga, sleppa ekki
stýrinu í sólarhring, ef því er að skipta. Enda getur
hver stund orðið dýr í svona ferðum. Þeir voru á
suðurleið um daginn, og þá féllu tvær skriður á
veginn í Kollafirði klukkustund eftir að þeir áttu
þar leið um í stórrigningu. Þar hefðu þeir teppzt um
tvo sólarhringa, áður en ýta var búin að ryðja leiðina
á ný. En þeir voru sem sagt rétt sloppnir áður en
skriðan féll.
Það er sitt af hverju tagi, sem flutt er hina löngu og
torsóttu leið til ísafjarðar. Bílarnir eru hiaðnir mat-
vöru og fcðurblöndu, varahlutum í bíla og vélar og