Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Síða 12

Fálkinn - 23.11.1964, Síða 12
arkófi og fannfergi, blásið köldum norðangarði ofan úr svellstokknum hamra- giljum, og þar með væri förin á enda, og ísfirðingar yrðu að vera án sinna niðursuðudósa og bíómynda í bráð. Allt þetta umstang og ferðalag virðist hrein ögrun við höfuðskepnurnar. Og það er ekki á allra færi að etja kappi við hreggbarin fjöllin á Vestfjörð- um. Það færu eltki allir í fötin hanns Gunnars Péturssonar, sem stjórnar þessum leiðangri. Sjálfur er hann fæddur á ísafirði og hefur vanizt brattanum frá blautu barnsbeini og jafnframt fór hann að fást við bíla, strax og hann óx úr grasi. Nú er hann 34 ára að aldri, og líf hans og starf hneig snemma í þá átt sem seinna varð. Pétur Pétursson faðir hans er netagerðarmaður á ísafirði og það léti líklega í eyrum, að hugur drengsins hneigðist snemma að sjónum. Svo var þó ekki, vélar og bílar urðu leikur hans og murrið í benzín- vél hjartfólgnara báruskvaldri. Hins ber þó að geta, að hann lauk þegnskyldu sinni við Ægi og sjávarútveginn í landinu, hann fór á síld tvær vertíðir eins og sæmir góðum dreng úr sjávarplássi. Hins vegar lauk hann bílprófi strax cg aldurinn leyfði, og síðan hefur varla sá dagur liðið í ævi Gunnars, að hann Jarðgöng á leið til Súðarvíkur. Plaströrin eiga að fara að Höfða í Ön- undarfirði. hefði ekki stýri í höndunum, það voru ýmist vörubílar og jarðýtur, og nú undan- farin ár flutningabílar. íþróttaunnendur um land allt kannast við Gunnar Pétursson og það er ekki fjarri lagi að álykta, að þeir eiginleikar, sem hafa gert hann að landskunnum íþróttamanni, komi að notum í látlausri glímu hans við fjöll og heiðar Vestfjarða og vegamálastjórn. Það Þarf ekki að fara í grafgötur með hvaða grein íþrótta það er, sem ísfirðingur skarar fram úr; Gunn- ar fór á skíðum litlu eftir að hann lærði að ganga. Og svo er farið um marga unga menn í þessu byggðarlagi, enda eru brekkurnar skammt undan og snjórinn sjaldan fjarri. Steinsnar frá kaupstaðnum við Skutulsfjörð er eitt ágætasta skíðaland hérlendis og „þótt víðar væri leitað“. Gunnar hefur þegar lifað sitt fegursta sem skíðagarpur, enda er atvinna hans slík, að enginn tími gefst til langrar þjálfunar. Samt sem áður telur hann ekki eftir sér að keppa, og þar segja mér fróðir menn, að kappið bæti upp það sem ávantar þjálf-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.