Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Page 19

Fálkinn - 23.11.1964, Page 19
að framkvæma það sem þeim Jósefínu hafði komið saman um. Hann gekk upp þessar sex tröppur að gistivistinni og barði harkalega að dyrum. Nokkur stund leið, loks heyrði hann fótatak fyrir innan og hann þekkti senjóru Delsó. — Ég er að leita að kærustunni minni, sagði hann, — Jósefínu. Hún býr hér. Viljið þér sækja hana! Konan stirðnaði. — Hér býr engin Jósefína, sagði hún og Guerra tók eftir því að hún varð föl sem nár. — Nei, endurtók hún, — hér býr engin Jósefína. Guerra leynilögregluþjónn vissi að Jósefína hafði hitt þessa konu, hann vissi að Jósefína hafði flutt hér inn og nú stóð heiðurskonan þarna og þrætti. — Nei, sagði hún, hér býr engin Jósefína. Hún ætlaði að skella hurðinni á andlitið á honum en hann stakk fætinum milli stafs og hurðar, svipti dyrunum upp á gátt og stjakaði konunni til hliðar. Hún kallaði upp yfir sig og karlmaður sem Guerra hafði ekki fyrr séð koma í Ijós. Þegar Guerra lét aftur dyrnar gekk maðurinn fram, þreklegur mexikani. — Hvað er um að vera? urraði hann. — Þessi maður braust inn, skrækti senjóra Delos, hann vill stofna til illinda. Mexíkaninn hnipraði sig saman og bjóst til að ráðast á Guerra, sem þreif skammbyssuna sína upp úr vasanum og beindi að manninum. Þá slumaði í honum. — Jæja, þið tvö, sagði hann samanbitnum tönnum. — Inn í herbergið þarna! Við skulum spjalla dálítið saman. Ef til vill var það eitthvað í augum hans, ellegar röddinni sem sannfærði senjóru Delsó og mexíkanann (seinna kom í ljós að hann hét Ubeda) um að Guerra mundi skjóta þau miskunnarlaust ef þau ekki hlýddu. —• Við vinnum fyrir Valencuela-systurnar, sagði konan grátandi, — við höfum ekki gert neitt af okkur. Það voru þær tvær sem sóttu stúlkuna. Það er ekki okkur að kenna. Óttinn læsti sig um Guerra og hann þrýsti skammbyss- unni að hnakka konunnar. — Ég mun drepa þig, kona, sagði Guerra rólegur, — og svo drep ég þig, Ubeda. Nema þið kjósið heldur að leysa frá skjóðunni og það fljótt. Segið mér allt af létta. Þegar þau höfðu skýrt frá því hvernig allt var í pottinn búið lá Guerra við að falla í ómegin af hræðslu og hryll- ingi. Hér var um líf og dauða að tefla. Hann þreif hand- járn úr vasa sínum og hlekkjaði skötuhjúin saman. Svo þrammaði hersingin á lögreglustöð þar sem hann sagði öll deili á sér. Nú var ekki eftir neinu að bíða því samkvæmt frásögn senjóru Delsó og Ubeda gat eins vel verið að Jósefínu hefði þegar verið komið fyrir kattarnef. Guerra sat í fremsta bílnum af átta sem æddu á fullri ferð í næturkyrrðinni til afskekkts búgarðs nokkrar mílur suðvestur af León. Ljósin voru slökkt þegar bílarnir nálg- uðust og umkringdu húsið hljóðlega. Um leið og þeir lædd- ust nær hvíslaði Guerra: — Ef þið sjáið einhvern á flótta, þá skjótið! í húsinu ríkti myrkur nema ljósglæta var á annarri hæð. Nokkrum mínútum seinna var hvíslað: Allt tilbúið! Tveir lögreglumenn læddust hljóðlega að fordyrunum og tókst að spenna upp hurðina. Guerra og Ayala lögreglu- foringi gengu inn með byssurnar tilbúnar. Fyrir framan þá í ganginum brann ljós. Einhvers staðar að ofan barst sár grátur og konurödd. Guerra ætlaði að stökkva rakleitt upp stigann en Ayala hélt aftur af honum og hvíslaði: — Láttu mig fara fyrstan. Þau höfðu næstum komizt upp þegar opnuðust dyr og miðaldra kona kom út. Hún lokaði dyrunum, snerist á hæli og æpti upp þegar hún sá þá. Guerra þaut upp stigann í nokkrum stökkum. Konan sneri aftur að dyrunum sem hún hafði komið út um og Guerra kastaði sér i áttina til hennar og náði taki á fótum hennar. Hún féll en barðist um á hæl og hnakka og reyndi að klóra úr honum augun. Þá hljóp lögreglumaður til og Framhald á bls. 33. María de Jesus Gonzales Valencuela lítur ekki út eins og glæpakvendi. Þó hefur hún brotið öll landsins lög og flest oftar en einu sinni. Hún leysti greinilega frá skjóðunni enda stóð hún í þeirri trú að það mundi létta refsingu hennar. í brunni fann lögreglan líkamsleifar margra ógæfusamra ungra stúlkna sem höfðu neitað að láta að vilja systranna, ellegar höfðu fengið kynferðissjúkdóma eða orðið bams- hafandi. Systurnar tvær bak við lás og slá í Mcxikó. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.