Fálkinn - 23.11.1964, Síða 21
ÍKI RITHÖFUIMD
sem er tólf ára, er þannig líka. Nú
er hún að lesa Jón Trausta. Elzti
sonur minn, sem er að verða ellefu
ára, hefur mikinn áhuga á læknis-
fræði og les allt, sem hann kemst
yfir um það efni. Þetta hefur þó
sagt svolítið til sín, því ég hef haft
hann hér með hvítblæði, bólusótt og
alla mögulega kvilla, sem hann hef-
ur verið að lesa um. En um daginn
sagði ég stopp við hann í eina skipt-
ið. Hann hafði orðið sér úti um bók
um geðsjúkdóma, og þá þótti mér
nóg komið. Við gerðum þann samn-
ing, að hann fær að lesa bókina eftir
tvö ár.
— Og nú munt þú vera búin að
skrifa barnaleikrit?
— Já, Þjóðleikhúsið er sennilega
að hefja æfingar á Ferðin til Limbó.
Limbó er svona nokkurs konar never,
never land. Þar eru boltar, sem
ganga um og muna aldrei hvað þeir
heita og þess háttar. Þangað komast
Maggi og Malli mús, og þau kynnast
af eigin raun þessu ævintýralandi.
Klemenz Jónsson verður leikstjóri,
en Ingibjörg Þorbergs hefur gert
íögin við söngvana.
— Og hvað ertu svo með meira á
prjónunum?
— Ég er nýlega búin með eina
skáldsögu, og hún fjallar um atóm-
stríð á íslandi. Ég veit ekkert, hvað
ég geri við þessa sögu hvort ég
sýni hana nokkrum útgefanda eða
ekki. En þetta er sú saga, sem ég
hef lagt mesta vinnu í, og sem stend-
ur finnst mér þetta raunverulega
eina skáldsagan, sem ég hef skrifað.
Annars get ég sagt þér það svona í
lokin, að ég er að hugsa um að fara
að skrifa fyrir börnin. Það er eins
og ég sagði þér áðan skemmtilegt
að skrifa fyrir börn.
Ingibjörg Jónsdóttir ásamt Árna
syni sýnum.