Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 6
5. HLUTI
Framhaldssaga eftir Frances og Richard Lockridge. Myndskreyting i
Peter Schiirmann.
John Hayward, 32 ára gamall, aðstoðarmaður eins
af bankastjórum Þjóðbankans, er sakaður um morð
á ungri stúlku, Noru Evans að nafni. John kveðst
aldrci hafa þekkt þessa stúlku, en lögreglan er á
öðru máli. Jolin er trúlofaður Barböru, sem trúir á
sakleysi hans, þrátt fyrir að allar líkur bcndi til
að hann sé morðinginn. Því lengur sem lögreglan
rannsakar málið, því vonlausari virðist aðstaða
Johns .....
„Já,“ sagði Barbara. „Þessi, sem ég hef áhuga á, er nr. 10.“
„Jæja, ég skal sjá hvað ég finn,“ sagði frú Mary. „Þú segir,
að þetta sé mjög áríðandi.“ Hún hvarf á bak við.
Eftir tiu mínútur kom hún til baka. Hún kinkaði bros-
andi kolli. Hún hélt á smáblaði í hendinni, sem nafnalisti
var skrifaður á.
„Einn af hverri stærð,“ sagði hún, „frá tíu til sextán.“
Barbara leit yfir nafnalistann.
„Sá græni í númer tíu,“ sagði hún. „Martha Blake. Ég
þekki Mörthu.“ Þetta sagði hún við John. „í númer tólf —
hann gæti hafa verið númer tólf. Það er frú Leory Slipperton?“
„Einn af okkar allra beztu viðskiptavinum,“ sagði Mary.
Barbara lét hana fá listann aftur. Hún hristi höfuðið.
„Ég var að vona, að það væri rauðhærð stúlka — stúlka,
sem er dáin núna, Mary.“ Blaðið titraði í feitum fingrum frú
Mary. „Það var engin af þessum konum rauðhærð.“
Eg þakka þér samt fyrir fyrirhöfnina, Mary. Þú ert viss um
að engin önnur búð var með þá?“
„Jú, nokkur númer fóru í Danbury-búðina okkar.“
Við verðum að vera áhyggjulaus á svipinn, hugsaði Barbara
með sér. Við verðum að virðast ung og glöð í vorskapi. John
sat við hlið hennar og keyrði Corvettuna. Hann var alvar^
legur á svipinn. Venjulega brosti hann undir stýri. Nú —
það var svo sem ekkert fyndið við tilveruna núna.
„Hvernig maður er Russ Norton?“ spurði John.
„Ekki mín manngerð," svaraði Barbara, „bkkar vinskapur
náði aldrei langt, eins og þú manst.“
„Ég þekki hann varla. Hvernig tók hann vinslitum ykkar?“
„Ákaflega heimskulega,“ svaraði Barbara. „Hann heilsar
mér varla síðan. En það er ekki aðeins mín vegna, heldur
einnig af því, að pabbi er þægilega efnaður. En — hann veit,
að þótt þú hyrfir af sjónarsviðinu, breytti það engu milli mín
og hans. Annars er það . . .“ Hún lauk ekki við setninguna.
„Fráleitt,“ sagði hann. Ég veit það. En þetta er allt fráleitt.
Norton — auðvitað er þetta fráleitt. Og Hank Roberts? Ein-
hvern tíma verður kannski annar hvor okkar bankastjóri,
og hann hugsar með sér: frekar ég en hann. Hvernig er hægt
að hugsa svona? A1 Curtis? Ég sé enga ástæðu þar. Fráleita
eða ekki. Dick Still?“
Ekkert af þessu virtist vera heilbrigð skynsemi. En þetta
hafði komið fyrir — og var að gerast.
„Stúlkan," sagði hann, „og græni kjóllinn — sem hún
keypti kannski síðastiðið sumar. Kannski í Danbury.“
„Við skulum byrja þar,“ sagði hún. „Ef það gengur ekki,
þá finnum við annan upphafspunkt."
Stór svartur bíll fylgdi þeim fast eftir. Þar næst var nokk-
urra ára gamall Jaguar með blæju. Umferðin virtist án upp-
hafs eða enda. Þau sveigðu inn á þjóðbrautina í norður. Svarti
bíllinn fylgdi þeim eftir — og eftir skamma stund kom
Jaguarinn í ljós.
John hægði ferðina og leit á klukkuna. „Eigum við að
borða núna, Barbara?11 spurði hann, og þegar hún kinkaði
kolli, sveigði hann inn í hliðargötu eftir merki, sem á stóð:
Fox Hill veitingahús.
Svarti bílinn kom ekki á eftir þeim, en stoppaði við lítinn
matsölustað beint á móti. Jaguarinn hægði aðeins á sér, en
hélt svo áfram.
Klukkan var orðin tvö þegar John fann bílastæði fyrir
bílinn sinn á aðalgötu Danbury. Þau gengu smáspotta að búð
frú Jacques. í þetta sinn hafði Barbara öll númer á kjóln-
um við hendina. En í þetta sinn mundi enginn eftir kjólnum.
í þetta sinn var Barbara óþekkt í búðinni og gekk í kjól, sem
var ekki frá Jacques. Þau þurftu þess vegna að bíða lengi.
Fyrst var það síminn, svo var mikið blaðað í skjalaskáp.
Aðeins þrír kjólar höfðu verið seldir í Danbury. Þekktir
viðskiptavinsr höfðu keypt tvo. Sá þriðji — nr. 10 grænn —
hafði veriö borgaður í peningum. Stúlkan hristi höfuðið. „Ég
var meira að segja í sumarfríi, þegar hann seldist." En svo
sagði hún: „Bíðið aðeins.“ ELÍai íór é bak við 8$ 'hxM aftur
FÁLKINN