Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 24

Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 24
ÞAÐ er engin fjarstæða að við, sem erum uppi, árið 1965, og höfum orðið við sjálfir á venjulegan hátt, erum sloppn- ir frá öllum möguleikum um að við okkur sé kákað á' fóstur- skeiði, getum þurft að kljást við það vandamál að vita ekki hverjir við erum. Þar eð á- græðsla líkamshluta og fram- leiðsla gervilíffæra verður sí- fellt algengari þá er ekki alveg út í bláinn að gera sér í hugarlund að það eigi fyrir einhverjum okkar að liggja að spranga um með plasthorn- himnu, nokkur bein úr málmi, Dacron æðar, kirla, nýru og lifur úr öðrum mönnum, úr dýrum, úr líffærabönkum elleg- ar jafnvel slík líffæri sem rækt- uð eru út frá einni sellu, með gervihjarta, og í staðinn fyrir vöðva og taugar sem bilað hafa sé kominn elektrónískur útbún- aður sem stjórnað er með reikni. Þá hefur því og verið spáð — en það verður naum- ast í okkar tíð — að unnt verði að skipta um heila í mönnum, annað hvort setja í menn heila sem tekinn er úr annars manns hauskúpu eða heila sem rækt- aður er með vefrækt, ellegar bara að fundinn verði upp ein- hvers konar elektrónískur vél- heili. Dr. Lederberg spyr: „Hver er hin siðferðilega, lög- fræðilega og sálfræðilega sam- semd tilbúins skrímslis?11 Dr. Seymor Kety, kunnur sálsýkisfræðingur, bendir á að það hafi verið gerðar djúp- stæðar persónuleikabreytingar með þeim aðferðum sem þegar eru kunnar — heilaþvotti, raf- lostlækningum og aðgerðum á framhlutum heilans — án þess að veruleg vandamál um hver manninum finnist hann vera hafi komið á daginn. En gildir sama máli ef nýir líkamshlut- ar eru settir inn í staðinn fyrir þá sem greru með eðlilegum hætti, þannig að lífefnafræði- legt ástand líkam.ans skapaði í rauninni nýjan persónuleika með nýjum smekk, nýjum hæfileikum og nýjum pólitísk- um sjónarmiðum — jafnvel lika minni um aðra reynslu? Gæti hugsazt að eiginkona slíks manns ákvæði að viður- kenna hann ekki lengur sem sinn mann og að hann væri það í rauninni ekki? Eða gæti maðurinn ákveðið að heimili hans, atvinna hans og fjöl- skyldu bönd væru honum ekki að skapi og að hann hygðist segja skilið við það allt saman enda þótt honum hefði fallið það allt prýðiieea eins og hann áður var? Slík vandamál geta skotið upp kollinum áður en farið verður að skipta algerlega unt líkamshluta eða líffæri. Sra^- vægilegar breytingar á heilan- um geta leitt til stór.vægilegra breytinga á persónuleikanum. Visindamenn sem gera raf- magnskönnun á heilanum að sérgrein sinni eru að rannsaka smápart í heilanum sem kall- aður er ,,amygdala“ og hafa komizt að raun um að þar er aðsetur margra hélztu girnda og ástríðna, þar á meðal óvið- ráðanlegs kynæðis. Verið getur að sá tími sé furðu nærri t. d. að lögreglan hafi hendur í hári hr. X sem er miskunnarlaus nauðgari og: skelfir allra kvenna, en í stað- inn fyrir að stinga honum í fangelsi þá sendi hún hann á sjúkrahús til heilaaðgerð- ar. Læknirinn lagfærir „amyg- dala“, og nokkru seinna kem- ur maðurinn út af sjúkrahús- inu og þá mildur og blíðlynd- ur og yfirhöfuð hvers manns hugljúfi. Hann er alls ólíkur þeim manni sem var ekið inn í skurðstofuna. Er þetta nú sami maðurinn? Er nýi maðurinn ábyrgur fyrir þeim glæpum sem hann eða hinn maðurinn áður framdi? Á að hegna hon- um? Eða á að sleppa honum lausum? Er fram líða stundir getur orðið nauðsynlegt, án þess að nokkur hafi dáið, að lýsa hr. X úr sögunni, en að hr. Y hafi orðið til í staðinn. Þetta væri eins konar óeiginlegur dauð- dagi eða táknrænn dauðdagi, og endurfæðing, en frá sál- fræðilegu sjónarmiði raunveru- legur dauðdagi — og þá ef til vill líka það frá lögfræðilegu sjónarmiði. En það verður líklega stöð- ugt erfiðara að ákveða með nákvæmni dauðann í hinum gamla skilningi. Það var sam- komulag um það að maður væri dauður þegar hjartað stöðvað- ist og önnur helztu líffæri hættu að starfa, og þá lýsti læknirinn manninn andaðan, En nú verður það sífellt algeng* ara að hjartanu sé komið af stað aftur, ,,dauðir“ menn eru lífgaðir við og það verður sí- fellt erfiðara að segja til um hvenær maður er dauður og hvenær ekki. Dæmi er jafnvel um það i Bandaríkjunum að reynt var klukkustundum sam- an að koma lífi í 'mann og síðan gáfust læknarnir upp, töldu hann endanlega dauðan og létu tilkynna konu hans lát- ið í síma. Konan fékk hjarta- slag og lézt samstundis, en litlu HINN NÝI MAÐUR- HINN NYI HEIMUR EFTIR ALFRED ROSENFELD t SÍDARI HLUTI EF MAÐUR ER VAKINN UPP FRÁ DAUÐUM, HVAR HEFUR ÞÁ SÁLIN HALDIÐ SIG? FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.