Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 30
— Er þetta smitandi, læknir? hann hvergi. Chiang féll þetta mjög þungt; hann hefði mjög gjarnan viljað hitta liðsforingj- ann. Hann gekk að almennings- símanum og hringdi til frú Wang. „Já,‘‘ sagði frú Wang, „amerískur maður kom og spurði eftir þér; hávaxinn, ame- rískur sjentilmaður, með hár eins og silki. Ég sagði honum hvar þú byggir." „Kom hann aftur?“ spurði Chiang. „Nei.“ „Skildi hann ekki eftir neitt heimilisfang eða símanúmer?" „Nei, það gerði hann ekki,“ sagði frú Wang. „Hann virtist vera á mjög hraðri ferð. Um leið og ég hafði sagt honum heimilisfang þitt, stökk hann inn í leigubíl, sem beið eftir honum og ók burt. Hefur nokkuð kom- ið fyrir?“ „Nei, ekkert hefur komið fyr- ir. Hann var gamall nemandi minn og mig langaði til þess að hitta hann.“ Hann þakkaði frú Wang fyrir og lagði heyrnar- tólið á. Hann vonaði að frú Wang myndi ekki sárna það, að hann batt svo skjótan endi á sam- talið. Ef hann hefði sagt henni hvernig í Öllu lá, þá hefði það eflaust hneykslað hana. Ef til vill hefði herra Yee einnig orðið h^vkslaður, ef hann hefði sagt 30 FÁLKINN honum allt af létta, Eða hvernig myndi hinni öldnu frú Yee verða við, ef henni væri sagt frá þess- um fáránlega þríhyrningi og fyrri atvinnu Aiku. Chiang gekk inn í herbergi sitt og fannst hann vera heims- ins mesti hræsnari. Hann tók sér steypibað og lá síðan á rúmi sínu og hugsaði. Hvað var Lar- son liðsforingi að gera í San Francisco? Hvers vegna skildi hann ekki eftir heimilisfang eða símanúmer, svo hægt væri að ná sambandi við hann? Ef til vill var hann aðeins á ferðalagi og hafði ekkert heimilisfang. Vissi Aika að hann var í borg- inni? Já, Aika hlaut að vita það. Larson hlaut einhvern veginn að hafa tekizt að koma boðum til hennar. Það var skýringin á því, hvers vegna hún hafði beð- ið um þriggja daga orlof og flú- ið. Var liðsforinginn enn ást- fanginn í henni? Fyrir nokkr- um vikum hafði hann skrifað Chiang langt bréf frá Washing- ton og eftir því að dæma virtist hann hafa losnað úr hinum sáru tengslum. Ef til vill vildi hann aðeins sýna vinum sinum rækt- arsemi með þvi að láta þá vita af þvi að hann væri í borginni, en Aika tekið það svo alvarlega að hún hafði þótzt þurfa að flýja að heiman tiF þess að forðast hann. Eða hafði Larson ekki tek- izt að bæla tilfinningar sinar og var hann nú aftur farinn að elt- ast við stúlkuna? Chiang hugs- aði með sjálfum sér, að þetta væri gráthlægilegt ástand, nema fyrir þau þrjú, sem það snerti beinlínis. Það var eins og kettl- ingur væri að elta skottið á sjálf- um sér: engum varð neitt ágengt. Hann vonaði að liðsforinginn væri nógu skynugur til þess að hefja ekki aftur sama leikinn. Hann hafði verið rekinn úr tungumálaskólanum vegna Aiku; það ætti hann áð láta sér að kenningu verða. Þá varð honum hugsað til Lotus og Dick Yee og einhvern veginn vakti það altaf ánægju hjá honum, að hugsa um, hvern- ig þau höfðu strokið saman. Hann vissi ekki hvers vegna. Ef tii vill stafaði það af ómeðvit- aðri vanþóknun á hjónabandi milli ungrar stúlku og fullorðins manns. Að réttu lagi ætti herra Yee að kvænast konu á líkum aldri og hann var sjálfur, konu eins og til dæmis frú Wang. Ef til vill ætti hann að gerast milli- göngumaður og reyna að koma þeim saman. Hann lék sér að þessum hug- renningum sínum, þar til mjög var liðið á kvöldið. Einmitt þegar hann var i þann veginn að klæða sig í náttföt og fara að sofa, var barið á dyrnar á herberginu. „Hver er þetta?“ spurði hann. „Chiang? Þetta er John Lar- son.“ Chiang snaraði sér í baðslopp og opnaði hurðina. Liðsforing- inn var klæddur í brún jakka- föt og bar með sér úttroðna skjalatösku. Hann virtist að minnsta kosti tíu kílóum þyngri og andlit hans var fölleitt. Þeir heilsuðust og tókust innilega í hendur. „Ég get aðeins staldrað við ofurlitla stund,“ sagði liðs- foringinn. „Vitleysa," sagði Chiang. „Þú leyfir mér að bjóða þér í kín- verskan kvöldverð. Jæja, við ræðum það nánar seinna. Komdu inn, þú hefur fitnað töluvert, liðsforingi. Þú hefur auðsjáan- lega átt náðuga daga.“ „Ég losnaði við herbúðamat- inn; það er ástæðan," sagði Lar- son liðsforingi og tók sér sæti á eina stólnum í herberginu. „Kall- aðu mig John. Nú er ég ekki liðsforingi lengur." „Þér hefur þá tekizt að fá þig lausan úr hernum? Og ætlarðu nú að taka til starfa við sögunar- mylluna hjá föður þínum?“ Chi- ang settist á rúmið. John Lar- son kinkaði kolli. „Þú minnir nú þegar meira á heppinn kaup- sýslumann, en liðsforingja, sem streitist við tungumálanám. Ertu í San Francisco í viðskiptaerind- um?“ John Larson hikaði andartak. „J — já. Ég er í viðskiptaerind- um. Mér datt í hug að koma við hjá þér og spjalla við þig.“ „Dveldu um kyrrt í nokkra daga,“ sagðí Chiang. „Ég get það ekki,“ sagði John og kveikti sér í vindlingi „Ég verð að fara aftur í kvöld. Ég kom hingað tvisvar sinnum áður — en þú varst ekki heima, því var nú ver. Ég er búinn að skoða allt Kinahverfið og borðaði dá- samlegan kvöldverð. Það var annar kvöldverðurinn minn á sama kvöldinu." „Ég hélt þú værir farinn," ■sagði Chiang. „Mér þótti það afar leitt.“ „Ég var á leið á brautarstöð- ina,“ sagði John. „Mér datt í hug að reyna einu sinni enn. Ég get aðeins staldrað við fáeinar mínútur, — lestin mín fer eftir hálftíma." John leit á úrið sitt og Chiang reyndi að ímynda sér, hvers vegna hann virtist svo tauga- óstyrkur. Hann saknaði einhvers við manninn, það vantaði karl- mennskufjörið og lífsviljann, sem hafði einkennt hann meðan hann var liðsforingi í hernum. Ef til vill hafði það verið hluti af einkennisbúningnum — en það gat einnig verið, að hann hefði átt ógæfusamt stefnumót við Aiku. „Hefurðu hitt Aiku?“ spurði Chiang. „J — já,“ sagði John Larson. „Rétt sem snöggvast." Hann ílýtti sér að vikja talinu að öðru. „Hvernig gengur þér? Harla ánægður með nýja starfið?" „Ég hef yfir engu að kvarta. Hvernig líður henni?" „Hverri?" „Aiku. Ég hef ekki séð hana um nokkurt skeið.“ „Ég veit það; hún sagði mér það,“ sagði John. „Það virðist allt í bezta lagi með hana. Hef- urðu nokkurn tíma komið til Oregon?" „Nei, ekki ennþá.“ „Komdu og heimsæktu mig. Vertu hjá mér í leyfinu þínu. Ég verð ekki í vandræðum með að hýsa þig. Húsið er margar mílur frá sögunarmyllunni, svo þú færð svefnfrið. Nema ef vera skyldi að þú heyrðir í pabba, þegar hann er að smjatta i svefninum. En hann gerir það ekki nema hann sé að dreyma um matinn, sem mamma bjó til.“ Chiang hló við. „Þið hafið auð- heyrilega verið hamingjusöm fjölskylda. Hvernig er með þig? Ertu að hugsa um að kvænast bráðlega?" „Það gæti hugsast. Gamli mað- urinn segir að ekkert vit sé í ÍTvænast nema maður geti fundið einhverja, sem kann að matreiða eins og móðir mín.“ „Þér finnst Aika matreiða vel, var það ekki?“ spurði Chiang. „Ha? Jú. Jæja, faðir minn hefur verið að benda mér á dætur skógarhöggsmannanna, hverja af annarri. En hann seg- ir, að nútímastúlkur hafi engan áhuga á skógarhöggi; þær vilja allar flytja til stórborganna og finna sér milljónamæring. Þær

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.