Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 40

Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 40
NJOTIÐ .........../M/////////////rm/WMm*/* mmn 0( FRIBAR Jll 'iM/Mm////mm////////////m/////////m///r/^/////////m/////////m//mM ........—...... HEiMILIS TRYGGING W////////////////////////i/////////////////////////////////////////////777////////////////wm er nauðsynleg Hverri Ijölskyldu, sem vill búa við öryggi. a«««l áLMENNAR TRYGGINGAR HF. PÓSTHÚSSTRÆTI9 SÍMI 17700 /W///V///M////7?////77////r7t/t///77<////l • Aika Framh. af bls. 37. honum að gatnamótunum á Grantgötu og Californíustræti, en þar náðu þeir í leigubíl og Joh-n fór upp i hann og ók burt. Chiang sneri aftur til gistihúss- ins og reyndi að raða saman glefsum úr samtali sínu við John, sem gætu gefið honum einhverja hugmynd um, hvað átt hefði sér sfað milli Johns og Aiku. Þau höfðu átt saman stuttan fund, en hvar? Hvernig hafði John náð sambandi við h'>na? Hafði hann beðið hennar á ný? Sennilega. Af eigin reynslu vissi Chiang, að Aika var þess konar stúlka, sem loðir við huga karlmanns eins og tyggigúmmí í hárinu. En það var aðeins ímynd hennar, hana gat sjálfsagt enginn maður eign- ast. Hún var á eilífum flótta; flótta undan einhverjum ímynd- uðum ógnunum, sem hún hélt að ástin myndi færa henni. Ef til vill hafði skelfingin gripið hana aftur á hinum stutta fundi með John, og hún flúið hann einu sinni enn. Næsta dag kom herra Yee á skrifstofuna. Hann vann og pú- aði vindil sinn eins og ekkert héfði i skorizt. Chiang snæddi hádegisverð með honum i Lótus- skálinni; þeir ræddu saman og hlógu, eins og ungfrú Chung og hið misheppnaða brúðkaup væri þegar gleymt og grafið og Chi- ang gætti þess að minnast ekki á það. Þegar þeir voru á leið til skrifstofunnar aftur, spurði herra Yee: „Þú sagði mér i gær, að Aika kynni að hafa farið í heimsókn til barna sinna. Hvar eru þau niður komin?“ „1 San José.“ „Já, en hvar. Hvert er heim- ilisfangið?" „Er Aika ekki komin ennþá?“ „Nei. Hún gæti ef til vill hafa veikst eða eitthvað. Ég vil kom- ast að því.“ „Börnin hennar eru uppi í fjöllunum, hjá ameriskri konu, sem sér um þau. Hún og maður hennar búa þar eins og útlagar; ég efast um, að póstur sé send- ur þangað. Ef til vill hafa þau pósthólf í einhverju pósthúsinu í grenndinni." „Hafa þau ekki síma?“ „Mér er ókunnugt um það. Það gæti hugsast. Konan heitir frú Menken. Annað veit ég ekki um þau.“ Herra Yee var þögull nokkra stund. „Hvað nefndurðu hinn staðinn? Tókíógarðinn?" „Já. Tókíógarðinn. Það er veit- ingahús í Monterey. Ég hef sima- númerið þar; viltu fá það?“- „Láttu mig hafa það, þegar við komum aftur á skrifstofuna." Þegar þangað kom, skrifaði Chiang simanúmerið á blað, ásamt götunúmeri veitingahúss- ins og nafn eigandans. Hann fékk herra Yee blaðið, en hann stakk þvi í vasann og hóf vinnu sína á ný. Fleira var ekki talað um Aiku. Chiang datt í hug hvort hann ætti að segja herra Yee frá heimsókn John Larson °g sambandinu milli þeirra, en eftir nánari ihugun ákvað hann að gera það ekki. 1 raun og veru kom það herra Yee ekkert við. Hann hafði ekki hug á öðru en leita Aiku uppi og komast að þvi, hvers vegna hún sneri ekki aftur til vinnu sinnar. Hann ætl- aði heldur ekki að láta það uppi við herra Yee, að hann hefði far- ið með Aiku að heimsækja börn hennar, eða yfirleitt að segja honum frekar af kynnum þeirra fyrr en herra Yee hefði gengið úr skugga um að Aika væri ekki í Tókíógarðinum. Miklar líkur voru til, að hún hefði ein- mitt farið til Monterey. Það gat einnig vel hugsast að hún væri nú þegar komin aftur til vinnu sinnar. Þegar herra Yee kæmi heim til sín um kvöldið myndi hún eflaust vera farin að skemmta móður hans með glað- værum félagsskap sinum. Strax og klukkan var fimm, lagði herra Yee niður vinnu og hraðaði sér heim á leið. Chiang dvaldi í skrifstofunni enn um. stund, en hélt siðan út til kvöld- verðar í einni matsölustofanna við Washington-stræti. Hann mátti varla til þess hugsa að fara heim á gistihúsherbergi sitt, en reikaði fram og aftur um göt- urnar drykklanga stund og braut heilann um, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Hann hafði heimsótt frú Wang fyrir aðeins tveim dögum síðan og fannst of snemmt að fara þang- að aftur í kvöld. Ef til vill ætti hann að leita sér að góðri kvik- mynd. Hann keypti kvöldblað og athugaði kvíkmyndaauglýsing- arnar undir götuljóskeri. Það var mikið um myndir af fá- klæddum konum: górilluskrímsli, sem bar í fanginu hálfdauða og fáklædda konu; glæpamaður að lemja fáklædda konu; fáklædd kona að slást við aðra fáklædda konu; hálfnakinn maður sem faðmaði að sér fáklædda konu. Eina alklædda kona á alhi aug- lýsingasíðunni var buxnaklæddur kvenmaður i kúrekamynd. Chi- ang athugaði auglýsingarnar og sannfærðist um eitt: að hann væri ekki eini maðurinn i heim- inum, sem hefði yndi af fáklædd- um konum. En hann varð af- huga þeirri hugmynd að fara í kvikmyndahús og afréð að gera heldur eitthvað annað. Ef til vill ætti hann að gera sér ferð í Kearnystræti; það var gata, sem hann hafði oft farið fram- hjá, en aldrei athugað nánar. Herra Liu hafði stungið upp á því, að þeir færu þangað saman og drykkju nokkur glös af ódýru víni. Eftir lýsingum herra Liu var þetta að visú fremur sóða- leg og illa hirt gata, en litskrúð- ug og myndrik. Hann gekk niður Jackson- stræti og beygði þaðan inn í Kearnystræti. Mikill fjöldi fólks var á gangstéttunum, aðallega Filippseyingar; þeir stóðu upp við húsveggi og stönguðu úr tönnunum, gægðust inn í myrkv- aðar vínstofur, sumir þjörkuðu, aðrir ráfuðu aðeins um og biðii eftir að eitthvað gerðist. Chiang fór framhjá vínstofu og gægðist inn. Þar var svo dimmt, að það eina, sem hann gat greint, var. feit ljóshærð stúlka, sem sat á, stól næst dyrunum. Hann hugs-| aði með sér, hvort þetta myndi vera staðurinn, sem herra Liu! hafði minnst á við hann. Hanni gekk nær og rýndi betur inn í myrkrið og sá þá móta fyriri karl- og kvenskuggum, sem ým-í ist sátu í vínstúkunni eða við lítilj kringlótt borð, þrasið og hlátur- inn yfirgnæfði grammófóngarg- ið og hávaðinn var ærandi. Hanrt l§.ngaði í aðra röndina til þessj að ganga inn en var samt um og? ó. Þetta var allsólíkt björtum, vistlegum vínstofunum í Watson- ville, sem hann hafði oft komið i meðan hann bjó í Monterey;' þessi skuggalega hola var síður en svo aðlaðandi. Ef til vill ætti hann að biðja herra Liu að taka þátt í ævintýrinu með sér. Hann fann nafnspjald herra I.iu í brjóstvasa sínum, brá sér inn í símaklefa á benzínstöð hinum megin við götuna og’ hringdi til hans. Eins og við var að búast, þar sem herra Liu bjó ekki ein- samall, svaraði kvenrödd í sim- FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.