Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 39
JÓLA- SÆLGÆTI EINN Iiður í jólaundirbúningnum er að út- búa konfekt og annað sælgæti. Að því gctur öll fjölskyldan unnið jafnt ungir sem gamlir, allir komast í jólaskap, sungin jóla- lög og sálmar eða heimilisfaðirinn les upp- hátt meðan allir kcppast við og komast í hið sanna jólaskap. UM HJÚPSÚKKULAÐI. Til að hylja konfektið þurfum við að nota hjúpsúkkulaði, venjulegt súkkulaði er fitu- minna og kemur ekki að til ætluðum notum. Bezt er að rífa hjúpsúkkulaðið niður, láta það í skál, sem sett er yfir pott með dálitlu vatni í, vatnið má alls ekki ná upp að botni skálarinnar. Þannig er súkkulaðið brætt við vægan hita og þess gætt vel, að engin gufa komizt að því. Ekki má þeyta í súkkulaðinu aðeins hræra varlega, svo að það bráðni jafnt, annars kemst loft inn í það og þá verður það matt og grátt. Einnig er það þýðingarmikið að súkkulaðið verði ekki meira en 40° heitt. Auðvelt er' að fylgjast með því, við þolum rétt aðeins þann hita, ef fingri er stungið í súkkulaðið. Þá erskálin tekin af hitanum og súkkulaðið kælt í 5—10 mínútur og þá er bezt að hjúpa með því. Setjið aldrei kókos- feiti eða aðra fitu saman við súkkulaðið. Þá verður það svo bráðfeitt, að ógerningur er að snerta það, án þess að það bráðni milli fingra manns. Konfektið sett á smjörpappír, látið þorna við venjulegan stofuhita — ekki í kulda eða dragsúg. • Framh. á bls. 42. Búið til kúlur mismunandi á litinn þrýstið Vi valhnetu, heslihnetu eða rauðberi ofan í hverja kúlu. Hjúpað ef vill. Fletjið út 2—3 mismunandi bita af marsipan, smurt með eggahvítu, lagt saman, skorið í fallega lagaða bita. Setjið marsipan innan í útsteinaðar döðlur eða sveskjur, hjúpið með súkkulaði. 4. blandið jimsu smátt söxuðu saman við marsipan t. d. söxuðum hnetum, möndlum, súkkati, súkkulaði, köld- um mulnum nougat, einnig ýmsum bragðefnum eins og t. d. rommi eða öðru áfengi. Mótað á ýmsa vegu, hjúpað að öllu eða hálfu leyti. FÍNT MARSIPANBRAUÐ. Fletjið marsipan, sem flórsykri að V3 hefur verið hnoðað upp í, út í ferkant- aða köku. Hrærið mjúkan nougat linan og smyrjið honum ofan á Mar.sinanið vafið þétt saman. Þrýst vel sa'-^n og á samskeytunum, Smurt með hjúp- Svona er súkkulaði hjúpað. súkkulaði, skreytt með valhnetum, sykurfjólum og silfurkúlum. MJÚSST NOUGAT. Blandið samaai 50 g af kakó og 100 g af sáldruðum fiórsykri og 5 g vanillu- sykri. Brætt saman yfir gufu ásamt 75 g helzt ósöltu smjöri, hrært vel í 10—15 mínútur. Þurrkað á smjörpappír. KARAMELLUTOPPAR. 1 dl ijóst síróp IV2 dl rjómi 1 dl sykur 4 dl eornflakes 1 msk. vanillusykur 1 msk. kakó. Síróp, rjómi og sykur soðið í þykk- botna potti við vægan hita í nál. 10 mínútur. Tekið af eldinum og öllu öðru blandað saman viS. Sett í smátoppa á smurðan papplr. Geymt á köldum stað. MARSIPANKONFEKT. Auðveldast er að kaupa tilbúinn marsi- pan, er bæði hægt að fá svonefndan „kan- fektmarsa“ og hrÉjan marsipan. Sá síðar- nefndi er mun betri einnig drýgri, en hann má drýgja með flórsykri allt að sinni eigin þyngd. En mörgum finnst hann þá verða of sætur og einnig þornar hann fyrr. Auk þess að hnoða flórsykri (sáldruðum) upp í marsi- paninn, er hnoðað saman við hann eggja- hvítu eða sherry, auk annarra bragðefna. Oft er marsipan litað með ávaxtalit, rautt, gult og grænt eða brúnt með kakó. Allan marsipan þarf að geyma í loftþéttu t. d. málmpappír eða plastik og á köldum stað. 1. 2. 3. Slcikipinnar. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.