Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 27
líka á því í hverju eillihrörnun er íólgin. Þessi sigur vinnst innan skamms. Ef núlifandi menn ekki njóta góðs af hon- um þá að minnsta kosti börn þeirra. Ein þeirra nýjunga sem trú- lega koma fram innan skamms er möguleikinn að auka mátt og N hæfni heilans. Það getur beinlínis orðið unnt að stækka heilann með einhvers konar aðgerðum á fóstrinu fyrir fæð- ingu. En þar fyrir utan getum við gert miklu meira við gráa heilaefnið en við gerum. Alls konar tilraunir með dáleiðslu, eiturlyf, áhrif rafmagns á heil- ann og sameindalíffræði gefa vísbendingu um að til sé sér- stakt minni um alla reynslu og menntun, geymt á sérstökum stöðum í heilanum. Fyrir nokkrum árum komst kanadíski heilaskurðlæknirinn dr. Wilder Penfield að því að er sérstakir blettir í heilanum voru látnir verða fyrir raf- magnsáhrifum þá birtust í vit- und sjúklingsins ljóslifandi minningar um löngu liðna at- burði. Þegar áhrifin voru látin beinast að sama blettinum kom alltaf sama minningin. Sams konar árangur hefur orðið af tilraunum með dáleiðslu og um gjöf vissra eiturlyfja. Þetta gef- ur til kynna nokkra möguleika á því í framtíðinni að þessi hæfileiki komi upp á yfirborð- ið og verði hverjum manni aévinlega eðlilegur, og hinn meðvitaði hugur geti framleitt þau áhrif sem þörf er á til þess að vekja minnið, en ekki utan- aðkomandi tilraunir. Hugsið ýkkur hversu miklu betur okk- ur fyndist við vera gefnir ef við bókstaflega myndum allt sfem við hefðum reynt og gæt- u'm kallað fram í vitundina alla reynslu sem við höfum orðið fyrir í einu og öllu. . Enginn veit hversu miklir möguleikar eru fólgnir í heila mannsins. En þau takmörk, hver sem þau eru, verða ef til vill sigruð með því að setja mannsheilann í samband við reikni. Þegar menn almennt ímynda sér slíka heila- og reiknis-samsetningu er það vanalega á þá lund að reiknir- inn stjórni heilanum, eða tug- um eða hundruðum heila. En hvers vegna ekki að hafa það á hinn veginn, eins og dr. Simon Ramo hefur bent á, þannig að reiknirinn sé heil- anum feiknarlegur sjóður upp- lýsinga og þekkingar sem heil- inn getur fyrirvaralaust átt að- gang að. Rowenta. - . : !1; .r ; ■ • Verzl. ÞÖLL, Veltusundi — LONDON, Austurstrœti. Einkauniboð: VALUR PÁLSSON & CO. Rafmagns gaskveikjari FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.