Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 13
RHYS DAVIES
dropasteinshella. Hún yrti ekki á neinn
en tók eftir manni, sem virtist horfa
meira á hana en steinana í hellinum.
Og svei mér ef hann sat ekki við hlið-
ina á henni í bílnum á heimleiðinni.
Þau tóku tal saman. Hann var frá
Birmingham, én honum hafði ekki
fundist mikið til hellanna koma; þeir
hefðu aðra miklu glæsilegri á Indlandi.
Hann var geðfelldur, stillilegur ná-
ungi — talaði svo skynsamlega. Hapn
hafði neyðst til að fara frá Indlandi
vegna malaríu. Hann var rafvirki og
vann nú í verksmiðju í Birmingham.
Hann var langur og horaður og virtist
hálf einmana; hann þráði sjálfsagt að
einhver sýndi honum umhyggju, en það
var hann, sem hjálpaði henni stima-
mjúkur út úr hinum háa fornfálega
áætlunarbíl. Hún tók boði hans um
hressingu á einhverjum veitingastaðn-
um niðri við ströndina. í lok síðari vik-
unnar sagði hún honum frá því. „Ég er
ekkja. Maðurinn minn fórst í námunni
heima. En ég á töluvert sparifé. Fjár-
hagslega sjálfstæð.“ Hún sagði þetta
með nokkrum virðuleik, því hún vildi
gjarnan vaxa í áliti hjá honum.
„Það er prýðilegt," sagði Ted Cricks.
„Heyrðu, nú verð ég sem sagt að fara
á mánudaginn. En mér er næst að
halda að ég gæti komið í kring helg-
arferð, strax og þú ert komin heim, ef
þú kærir þig um það. Er ekki einhve -
krá þarna, sem ég gæti gist í?“
Það runnu á hana tvær grímur við
tilhugsunina um nágrannana. En hið
glæsta umhverfi, blár himininn, hljóm-
listin, sem barst til þeirra upp frá hafn-
argarðinum, feyktu burt öllum efa-
semdum. Hún fékk honum heimilis-
fang sitt og bauð honum til helgar-
dvalar. Hann gæti sofið hjá Dai frænda
hennar. Hann sagðist myndi senda
henni skeyti frá Birmingham.
„Kem bráðum heim. Veðrið er dá-
samlegt,“ var það eina, sem hún skrif-
aði á bréfspjaldið til Dais frænda síns.
Hún var búin með fjörutíu pund. og
nýja ferðataskan hennar var troðfull.
Hún dvaldi tvo daga til viðbótar. Enn
átti hún skaðabótaféð óskert að grípa
til og hún átti fullt hús af innbúi — svo
ekki sé minnst á efnilegan biðil frá
Birmingham. Á heimleiðinni staldraði
hún við í Cardiff í klukkutíma til þess
að kóróna vel heppnaða skemmtiferð
með þrem stórum glösum af portvíni.
Þegar hún kom í námudalinn, var nærri
orðið dimmt. Hún var í rauða kjólnum
Framh. á bls. 34.
FÁLKINN 13
féll honum afar vel i geð og hann leyfði
sér meira að segja smá gamansemi:
„Svo já, þú hefur þó líklega ekki fund-
ið þér eitthvert stofustáss i Weston-
super-Mare? f bqxum, ha? Ha, ha!“
Það kom ef til vill ekki sem bezt
fyrir sjónir, en daginn eftir laumaðist
hún samt af stað. Hún fór með lestinni
út að baðstaðnum, greiddi hið háa verð,
sem upp var sett á gistihúsinu án' þess
að blikna, lagði strax leið sína í dýr-
ustu kvenfataverzlun bæjarins og áður
en klukkustund var liðin, hafði hún
eytt tíu pundum. Djarflegustu kaup
hennar voru eldrauður kjóll og taska
við í sama lit. í þrjá daga samfleytt
eyddi hún tímanum að mestu í verzlun-
um og smárn saman fór hún að trúa á
gæfuna á ný. Á sunnudag hafði hún
loks fengið nægju sína. Hún fór að at-
huga ströndina og hafnarbakkann og
spurði sjálfa sig, hvort það hefði ekki
verið til að líta á menn, sem störfuðu
ofan jarðar, sem hún hefði komið hing-
að. Því að námumanni — manni, sem
skriði upp úr skítugum námugöngum,
svartur og geðillur, myndi hún aldrei
giftast aftur.
Weston-super-Mare er dásamlegur
staður á sumrin. Hún sat og borðaði
rjómaís og einn eftirmiðdaginn fór hún
til Cheddar til að skoða hina frægu
EFTIR
Eiginkona, það var nokkuð,- sem maður
eignaðist í eitt skipti fyrir öll og þá
á*j: maður hana “
.vlukkan tólf kom Dai til hádegis-
ve ðar. Hann hafði meira upp úr einka-
viðskiptum sínum en starfi sínu við
járnbrautina og hann tók frænku sinni
hreint ekki illa. Megan dró vátrygg-
ingabók Sams upp úr tösku sinni. All-
ar hinar vikulegu innborganir voru
þar innfærðar á réttan hátt
,,Og svo fæ ég líka skaðabætur frá
námufélaginu,“ bætti hún við. „Frú
Bevan í næsta húsi fékk um tvö hundr-
uð ound þegar Emlyn hennar fórst.“
Hún bað frænda sinn um fimmtíu
punda peningalán strax, þar eð eflaust
myndi líða vika eða jafnvel lengri tími
áður en vátryggingafélagið hefði lokið
rannsóknum sínura og þóknaðist að láta
trvggingaféð af hendi. Fyrir þennan
greiða myndi hún fús til að borga hon-
um tvö pund í vexti. Hann gæti haft
vátryggingabókina að veði og svo ætl-
aði hún að tala við vátryggingafélagið
og segja þeim, að frændi sinn Dai sæi
um fjármálin fyrir sig. Sjálf ætlaði hún
að halda tafarlaust til Weston-super-
Mare; þetta áfall hefði tekið mjög á
taugar bennar.
Tilhuffsunin um, að vinna sér inn
tvö pund á svo pottþéttum viðskiptum