Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 41

Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 41
t 800 AF í 8. umferð var keppnin hörð eins og jafnan áður. Þrir aðilar voru stighærri en þeir sem röðuðu sér í efstu sætin, en þeir höfðu allir gengið of langt í orðmyndunum að okk- ar dómi. Verðlaunin: 1. verðlaun, kr. 500,00, fékk Bergur Ingimundarson, Mel- hól, Meðallandi, V-Skaftafellssýslu. Hann hlaut 343 stig. 2. verðlaun, kr. 200,00, fékk Sigrún Einarsdóttir, Skóla- stræti 5b, Reykjavík. Hún hlaut 342 stig. 3. verðlaun, kr. 100,00, fékk Ari Hermannsson, Blöndu- ósi A-Hún. Hann hlaut 336 stig. Lausnirnar: Lausn Bergs: Melakra — Almyrka — Reyksala — Klasar — Lymskara — Elskar — Ylsamar — Smeykara — Almyrka. Lausn Sigrúnar: Mylkar — Almyrka — Reyksala — Keyrsla — Lesmarka — Elskara — Ylsamar — Skylmara — Almyrka Lausn Ara: Marka — Alskera — Ryksama — Kamars — Laskar — Elskara — Ylsamar — Skylmara — Alskera. Næsta þraut: Lykilorðið er Jólasveinar. Þar sem enn eru að berast ráðningar, sem ekki eru rétt leystar, er rétt að geta þess, að við myndun nýrra orða út frá lykilorðinu má ekki nota aðra stafi en í lykilorðinu og ekki oftar en þeir koma fyr- ir í þvi. Nú eru t. d. tvö A í lykilorðinu og þá má nota A tvisvar í hverju nýju orði, en ef A-ið er fyrsti stafur í orði, þá má bara bæta við einu A-i til viðbótar, dæmi: Asnar, en ekki Asnana, því þá er búið að bæta við þriðja A-inu og öðru N-i, en það er ekki nema eitt N i lykilorð- inu. Eins og þið sjáið á dæminu hér að ofan þá fáið þið einn þegar þið notið staf í fyrsta skipti, tvo í annað skipti, þrjá í þriðja skipti og koll af kolli. Það. eru margir sem eru Samtals: Nafn: ..................................... Heimilisfang: ................................. nokkrum stigum neðar en þeir efstu og vantar oft ekki nema herzlumuninn á að fá verðlaun, svo þið, sem ekki hafið komizt á blað, skuluð ekki láta hugfallast. Þeir sem hafa áhuga á þessari þraut þyrftu að verða sér úti um orðabók. Hvað má ekki gera: Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur heimatilbúin orð og önnur orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00, 200,00 og 100,00 Ef margir ná sama stigafjölda verðux dregið um verðlaunin. Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur. Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 12. Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411 ann. „Hver ert þú?“ spurði kon- an mefl málhreim, sem Chiang gat ekki komið fyrir sig. Að likindum var hún spök. Chiang mundi eftir, að herra Liu hafði tekið honum vara fyrir því, ef hann spyrði eftir sér i símann, að láta ekki konu sina snúa spurningunni við. Hann sagði til nafns sins. „Ó, herra Chiang," sagði rödd- in með ákefð, ,,þú ert herra Chi- ang sem hann fer tii á hverju kvöldi og ræðir við um bók- menntir, er það ekki? Er hann ekki hjá þér í kvöld? Hvar er hann?“ Chiang flýtti sér að leggja heyrnartólið á. Hann velti því fyrir sér hver þessi kona myndi vera. Hann hafði heyrt, að herra Liu væri ókvæntur, en byggi með einhverri konu. Að dæma eftir ákafanum í rödd hennar, virtist henni mjög annt um hann. En það var auðséð að herra Liu kom ekki heiðarlega fram við hana. Chiang hristi höfuðið og ákvað að halda heim. Framh. í næsta blaði. • Hinn nýi maður Framh. af bls. 28. glasi eða með vefrækt. Hann gæti haldið meginþbrra fólks auðveldlega í eins konar þrælk- un með breytingum og stjórn á heilastarfsemi þeirra, og samt lifðu allir við sífellda þæginda- kennd er framleidd yrði með því að örva stöðugt stöðvar þægindaskynsins i heilanum. Enginn maður í slíku þjóð- félagi hefði nokkurt valfrelsi, en allir væru „hamingjusamir" Og hver er að tala um ham- ingjuleit þegar allir eru ham- ingjusamir? Ef við hugsum svo, segir Sir Julian Huxley, verðum við einu sinni enn að vita hvaða svör við viljum gefa eftirfar- andi spurningum: Hvers er FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.