Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Page 7

Fálkinn - 20.12.1965, Page 7
með lagfæringarkonuna. Það hafði verið rætt um lagfæringu, sem gamla konan — sem hafði komið með stúlkunni — hafði stungið upp á. John tók upp teikninguna af dánu stúlkunni, sem hann hafði klippt úr blaðinu. Hann sýndi konunni hana. „Var þetta stúlkan?" Konan horfði lengi á myndina. „Þetta er ekki mikið til að fara eftir,“ sagði hún. „Gæti verið. En þótt hún kæmi inn úr dyrunum núna, þá gæti ég ekki svarið fyrir neitt. „Var hún rauðhærð,“ spurði Barbara. Konan hélt kannski að svo hefði verið. Hún var ekki viss. Hún mundi miklu bet- ur eftir gömlu konunni, sem hafði verið með stúlkunni. Gömul kona á niræðisaldri, svartklædd með staf. Hún var horuð með stingandi svöi’t augu. Og þótt hún væri hokin, var hún samt miklu stærri en stúlkan. Hvorki gamla konan né stúlkan höfðu komið áður til frú Jacques. Nöfn þeirra voru löngu gleymd, ef þær höfðu þá gefið upp nokkur nöfn. „Stúlkan gæti hafa verið rauðhærð,“ sagði Barbara, þegar þau voru komin út á gangstéttina. „Þær hafa verzlað í Dan- bury.“ Það eru margir sem verzla í Danbury. Þetta er lítill en at- hafnasamur bær. Þetta var ekki lengur eins og saumnál í heystakki. Það mátti frekar líkja þessu við smáspotta, sem stóð út úr flækjunni, og sem hægt var að toga í. Þau fóru sitt í hvora áttina til þess að spyrjast fyrir í búð- um. Afgreiðslufókið hi'isti höfuðið tómlegt á svip. Barbara stakk upp á, að þau reyndu í lyfjabúðum. Svona aldraðar konur voru líklegar til að vera tíðir gestir þar. Það voru margar lyfjabúðix’. Klukkan var nærri oi'ðin sex, þegar John var að spyrja gamlan búðai'-kai’l þessara venju- legu spurninga. „Það gæti verið gamla konan, frú Piermont,“ svaraði hann efins og dræmt. „Hún býr í Brewster. Verzlar líklega mest þar.“ Bre,wster er lítið þorp með aðalgötu og járnbrautarstöð. Þau komu seint til Brewster. Pósthúsið var lokað, svo þau reyndu lyfjabúðina. John sagði litlum manni við afgreiðslu- borðið, að þau væru að leita að frú Piermont. „Gömlu frú Piermont,“ sagði maðurinn. „Hún býr uppi á Ridge Hæð. Þar hefur hún búið í að minnsta kosti hundrað ár. Hann var forvitinn á svipinn. „Afi minn þekkti hana,“ sagði Barbara. „Býr ekki ung stúlká hjá henni? Rauðhærð stúlka.“ „Titus-stúlkan“, sagði búðarmaðurinn. „Það hlýtur að vera hún. Hún er bara lagleg, skinnið." Þau biðu eftir að hann segði eitthvað meira, en hann hætti. „Ridge Hæð, hvar finnum við hana?“ Þau óku tvær mílur til baka, beygðu inn á Ridge-veginn, snéru svo til hægri, upp hæðina, og sveigðu svo enn til hægri eftir holóttum vegi. Loksins komu þau að póstkassa merktum: Piermont. Þau sáu glitta í stórt grátt hús gegnum trjágöngin. Þvert fyrir var strengd sver_ málmkeðja. John fór út og at- hugaði keðjuna. Það voru greinileg bílför upp trjágöngin. Barbara kom til hans. „Við erum nú komin alla þessa leið,“ sagði John, og þau brugðu.sér undir keðjuna. Þau höfðu ekki gengið nema svona þrjátíu metra, þegar karlmannsrödd sagði: „Eruð þið að leita að einhverju?“ Þetta var stór og veðurbitinn maður. Hann hélt á löngu skafti og voru trjáklippur festar á. „Frú Piei'mont,“ sagði John. „Getið þið ekki séð að hún er ekki hér? — til hvers haldið þið að keðjan hafi verið sett upp?“ „Ef við gætum aðeins fengið að vita ..byrjaði Bai'bara. „Florida," sagði maðurinn. „Kemur í næsta mánuði.“ „Og fröken Titus.“ Hann hoi'fði á þau. „Hvað með Titus- stúlkuna?“ spurði hann. „Er hún hér?“ Hann horfði lengi á Barböru áður en hann sagði: „Nei.“ „Er hún með gömlu konunni?" „Þið spyi’jið rnargs," sagði hann dræmt. „Ég sagði ykkur, að enginn væri heima. Hvað viljið þið vita meira. „Við viljum vita hvar Titus-stúlkan er," svai’aði John ,,f Florida?“ FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.