Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 18
STEINAR OG STERKIR LITIR STEINAR OG STERKIR LITIR, svipmyndir 16 myndlist- armcmna, er sú bók sem einna mesta athygli mun vekia d bókamarkaðnum í ár. Þessa fullyrðingu má m. a. styðja með því að benda á sérlega smekklegt útlit, margar góðar ljós- myndir og að 15 ritfœrir menn skrifa um 18 kunna myndlistar- menn, en inngangsorð eru eftir Bjöm Th. Bjömsson. STEINAR OG STERKIR LITIR er gefin út á vegum bókaút- gáfunnar Skálholt hf., sem er ungt fyrirtœki er leggur kapp á að gefa út vandaðar bœkur, en það er meira en hœgt er að segja um sum stœrri og öflugri bókáforlög, sem virðast jafnvel forðast að gefa út eftirtektarverðar bœkur hvað frá- gang og útlit snertir. Fálkinn hefur fengið leyfi til að birta stutta kafla úr við- tölum við Sigurð Sigurðsson, lóhannes Geir og Sverri Har- aldsson. Kaflamir eru valdir af handahófi. SJ. MED BLÁU 1JX»IR$TR1KA» Indriði G. Þorsteinsson. skrifar um Jóhannes Geir. 2. Það er í honum óþol og hann gengur mikið og hann segist vera latur að mála. Maður fréttir af leiðanum, sem stund- um setur að honum, eins og öðrum ungum mönnum sem hafa vit og getu og kraft til að framkvæma sínar beztu hugmyndir, en finnst einhvern veginn að staðurinn og stund- in séu andstæð lífsviðhorfinu. Það er jafnvel ekki hægt að lifa hættulega. Og það er einmitt á slíkum tíma sjálfsgagnrýni, sem fund- um okkar Jóhannesar ber saman á horni Laugavegs og Smiðjustígs. Já, þetta er auma helvítið allt saman. Og svo er farið inn um þröngar dyr sem snúa að Smiðjustígnum og upp brattan brakandi stiga með slitnum gólfdúk og inn i her- bergi undir súð, þar sem mað- ur getur ekki séð hvar listmál- arinn sefur, nema hann taki nokkuð af fjöllum hafi og hrossum undan vegg og leggi íæng á það allt saman handa sér til að hvílast. Þarna inni sjást engar myndir af sólar- lagi. Hér eru engin gil full af rauðum skuggum. En það er mikið um dökka skjólveggi, 18 blýgrátt haf sem liggur í boga upp af sandinum sem virðist fylgja öllu hafi hans. Ég veit það er Borgarsandur, en það er ástæðulaust að vera að ergja hann með því að þykjast þekkja þessa boglínu sandsins. Hún er hans einkamál. En upp af boganum og fram úr þessu gráa hafi stígur dökk veður- lamin nöf og sér niður á grimm- úðleg húsþök í hvilftinni milli sjávar og brekkú. Dökk grúf- andi þyrping er á leið eftir sneiðingnum upp nöfina. Við sjáum aðeins fremsta fólkið. Það sér á stafninn á hvítri kistu í miðri þrönginni. Kistan er eins og Ijós í þessari dökku veröld og það liggur raunar ævisaga á bak við svona verk. Við getum slepot ýmsu, þegar þarna er komið. Það er hægt að hlaupa yfir pasteltímabilið nema sem merkilega þróun. Við getum horft með léttúð á hús á fjörukambi, þar sem rauður sterkur litur kemur eins og fjandinn úr sauðaleggnum til að draga að sér athygli, vegna þess að æfingunni og stílbrautinni er lokið og í staðinn kominn maður, sem blandar liti sína persónulegri reynslu. Hann er latur að mála, segir hann og hefur kannski áhyggj- ur af því. En það er gleðileg- Jóhannes Geir. ur slæpingsháttur að skila af sér þessu fólki þarna í sneið- ingnum, og þessari kistu sem það ber. Sjálfsagt hefur þessi mynd farið til greiðslu á vixli. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að í henni gerist þrennt. Hún er sterk listræn túlkun. Hún er byggð á sjálf- stæðu persónulegu mótívi — er nánast sagt, og það hefur tek- izt að gefa líkfylgdinni hreyf- ingu. Þrennt hefur síðan ver- ið helzta viðfangsefni Jóhann- esar: litur, saga og hreyfing. A» SÓPA GÓLU Oddur Björnsson skrifar um Sverri Haraldsson. AÐ KOMA í KIRKJU SEM BYGGÐ ER AF TRÚ. — Ég mundi aldrei geta unnið neitt fyrir kirkju, hversu yndislegt verkefni sem væri í boði. Ég vinn ekki fyrir kirkju meðan ég er á móti kirkju. Ég neitaði að teikna fisk fyrir þá í guðfræðideildinni, þeir báðu mig um það í tímaritið. Svo er verið að bera það upp á mig í seinni tíð að málverkin mín séu relígíós. í þessu landi vekur ekkert hjá mér religíósa stemningu utan apótek. Þar tala ég í hálf- um hljóðum. Annars er það einkennilegt að koma í kirkju sem byggð er af trú. Það orkar mjög sterkt á mann. Þegar kirkja er ávöxt- ur af einlæeri trúarþörf er eins og fari ekki hjá því að hún verði upphafið listaverk. Þetta kemur líka heim við alla list- sköpun: ef ekki er unnið af einlægni og alúð að hlutnum þá verður hann dauður og kald- ur. Sú fegurð aftur á móti sem jafnvel óupplýst fólk gerir vegna einlægni sinnar er góð. — Kannski vekur sá hluti religíósa stemningu sem unn- inn er af alúð. Málarinn sér við þessu og segir: — Engin birta er eins slæm fyrir liti og sólin — þá kemur fram þessi gula birta sem er ekki normöl, það kemur annar- legur blær á suma liti, nákvæm- lega eins og við gul rafmagns- ljós, sem málarar eru alltaf að forðast. Það er engu líkara en málar- inn hefði notað tímann til að hugleiða málið nánar. Hann bætir við eftír stutta þögn: — Það er ánægjulegt að sópa gólf ef maður vandar sig og gætir þess að sópa vel út í öll horn. Ég held að ekkert sé ómerkilegra en annað — ég efast um að maður sem telur sig yfir það hafinn að sópa vel geti gefið sig að listaverki. Vermeer hefur áreiðanlega ver- ið góður sópari. Ég mundi nenna að fara á safn ef ég vissi af honum einhvers staðar langt inn í afkima. — Er ekki mikils virði fyr- ir þig að koma verkum þínum á framfæri? — Jú, sjálfsagt fjárhagslega. Að öðru leyti er mér orðið það viðkvæmnismál hvernig þeim er tekið. Vinnan er mér svo mikils virði og hún veitir mér það mikla ánægju að annað skiptir ekki máli, ef í það fer. Hræðslan að standa einn er ekki lengur fyrir hendi. í raun og veru mætti segja, þvert ofan í það sem ég hef þegar sagt, að rnér komi ekkert við — og þó kemur mér allt meira við en það gerði. Kannski ég sé þá ekki tvísaga þegar öllu er á botninn hvolft. En það er gott að geta unnið að sínu áhugamáli án þess að truflast. Ég held ég hafi misst hæfileik- ann að öfunda aðra af því sem þeir hafa. Það leizt Sigurði Erni ekki meira en svo á: fannst ég vera farinn að nálg- ast guðdóminn ískyggilega mik- ið, enda skulum við ekki hafa hátt um þetta, ég kynni að vera talinn geggjaður. Breytileg kvöldbirtan er far- in að músiera við skúltúrana í stofunni. — Ég get ekki hugsað mér að hafa það öðruvísi en ég hef það. Ég óska mér einskis — FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.