Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 15
Foreldrar Birgis áttu fjórtán börn sem öll komust upp, svo að það var ekki fá- mennt í gullbrúðkaupinu þeirra. Þessi mynd var tekin eftir jarðarför móður hans, frú Ólínu Andrésdóttur, fósturdóttur, sr. Þorvaldar Jakobssonar í Sauðlauksdal, og sýnir liún systkinahópinn ásamt föðurnum, Ólafi Thoroddsen skipstjóra. Fremri röð frá vinstri: Halldóra, skrifstofustjóri hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, Magdalcna, áður blaðamaður og ritstjóri, gift Þorvarði K. Þorsteinssyni stjórn- arráðsfulltrúa, Auður, gift Guðmundi Árnasyni bifreiðarstjóra lijá Kaupfélagi Ár- nesinga, Arndís, gift Sæmundi Auðunssyni forstjóra Fylkis, Una, hjúkrunarkona á ísafirði, gift Jóhanrii Sigurjónssyni iðnaðarmanni, Svava, kennari á Núpi, gift Jóni Zóplioníassyni kennara, Sigríður, gift Þórði Jónssyni á Látrum. Aftari röð frá vinstri: Stefán bankafulltrúi, Eyjólfur loftskeytamaður, Ólafur rafvirki á Gull- fossi, Ólafur faðir þeirra, Bragi verkstjóri á Patreksfirði, Einar yfirhafnsögumað- ur í Reykjavík, Birgir skipstjóri, Þorvaldur hreppstjóri á Patreksfirði. þegar ég fór að vitja grásleppunetja, og ég man, að ég hugsaði ekki um annað en komast sem fyrst í land aftur. Mér fannst tjörulyktin andstyggileg og ég var sjóveikur — það var í fyrsta sinn sem ég kastaði upp á sjó, en því miður ekki það síðasta! Þegar ég var fjórtán ára fór ég á þilskip að vinna fyrir hlut, en árið eftir á seglskip með hjálparvél. Það hét Halla og var tuttugu og sex tonn.“ „Hvað er Lagarfoss?“ „Tvö þúsund níu hundruð tuttugu og þrjú. En vélin í Höllu var miklu há- vaðasamari en stóra vélin í Lagar- fossi, og það get ég borið um, því að ég var vélstjóri þá.“ „Bara fimmtán ára?“ „Já, maður þurfti reyndar að vera sextán, en ég fékk undanþágu. Ég fór ekki í neinn vélstjóraskóla, heldur að- eins á smánámskeið sem nægði til að ég fengi réttindi. Þeim hef ég alltaf haldið við síðan að gamni mínu, og þó að ég ynni aldrei aftur sem vélstjóri, fékk ég réttindi á stærri og stærri skip- um eftir því sem árin liðu.“ „En er ekki vandasamara að vera vélstjóri á stóru skipunum?“ „Ég myndi segja, að mismunurinn væri svipaður og að læra á gamaldags bílskrjóð, en stíga svo upp í Cadillac af nýjustu gerð.“ „Þú hefur ekki kært þig um að halda áfram sem vélstjóri og verða fyrsti meistari á stærra skipi með tímanum?“ „Nei, þá er skárra að vera skipstjóri; ég sárvorkenni þeim sem þurfa að vera niðri í gauraganginum í vélinni.“ Þráði að ganga menntaveginn. „Hvar á Vestfjörðum ertu fæddur?“ „í Vatnsdal í Patreksfirði. Forfeðurn- ir voru sauðaþjófar og fjöruræningjar — já, og einn hórdómsprestur sem missti hempuna þrisvar en fékk hana aftur á milli — svo að ekki er nú við góðu að búast! Ég ólst upp á stóru heim- ili; ég var fjórði í röðinni af fjói'tán systkinum. Faðir minn, Ólafur Thor- oddsen, var skipstjóri, en eftir að hann hætti á sjónum, kenndi hann í mörg ár undir stýrimannapróf og útskrifaði fjölda nemenda." „Nú, þú ert þá með sjómannablóð í æðum þrátt fyrir allt.“ „Já, svo á víst að heita, þó að ég hafi lítið fundið til þess. Ég held, að enginn okkar bræðranna hafi verið sér- staklega upplagður sjómaður nema helzt Einar, sem varð togaraskipstjóri rúm- lega tvítugur og er nú yfirhafnsögu- maður í Reykjavík. Hann hefur reynd- ar alla tíð verið sjóveikur eins og ég.“ „Var pabbi þinn það kannski líka?“ „Nei, en hann var aldrei heilsugóður og þoldi illa matinn og aðbúnaðinn á sjónum, eins og þetta var þá.“ „Það hefuv ekki verið auðvelt líf fyr- ir mömmu þína að vera heima með fjórtán börn þegar pabbi þinn var lang- tímum saman í burtu.“ „Samfleytt frá marz þangað til kom- ið var fram í ágúst. Hún varð að hafa yfirumsjón með öllu, þótt ráðsmaður væri á heimilinu og vinnufólk tij að- stoðar. Pabbi var aldrei hneigður fyrir búskap, en kennari var hann af lífi og sál.“ Lagarfoss á ytri höfninni í Reykjavík. „Lærðir þú ekki hjá honum?“ „Það var ekki mikið, því að ég hafði áhuga á öðru námi á þeim tíma. Ég þráði eitt og aðeins eitt, og það var að komast í menntaskóla og síðan há- skóla. Annað dreymdi mig ekki um, það hvarf aldrei úr huga mér, mig lang- aði í Menntaskólann á Akureyri og sótti um skólavist þar, en úr því námi varð ekki. Ég sá ekki hvernig það yrði klof- ið, því að peningaleysið var svo mikið, og þetta dróst ár frá ári þangað til kom- ið var í ótíma. Samt hélt ég áfram að vona í lengstu lög, en það gat ekki orð- ið.“ „Hvað langaði þig að taka fyrir?“ „Norrænu eða sögu, það voru mín mestu hugðarefni og eru að vissu leyti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.