Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 31
16280 VINNINGAR MALVINNINGUR 1.5 MIUION ®" """" • Börn og leikföng Framh. aí bls. 21. kunnáttu sinni hafa rænt barnið sköpunargleði þess og kjarki. Látið heldur í ljós gleði yfir afrekum barnsins. Hrósið því. Ef til vill staðhæfir barnið, að það hafi teiknað mann, þar sem þér sjáið aðeins fáein handahófsleg strik. Látið gagnrýnina bíða og leyfið barninu að halda hreykni sinni yfir því að hafa leyst þessa þraut, enda þótt það hafi notað eigin aðferðir. Ef það sýnir yður ruglingslega kubbahrúgu og tilkynnir að þetta sé hús, eyðileggið þá ekki ánægju þess með því að sýna því hvernig „raunverulegt" hús eigi að vera. Ef þér viljið um fram allt leika yður með kubba eða teikna, þá bíðið þangað til barnið er farið að sofa. Oft er það metnaðargirni, sem rekur foreldrana til að kenna barninu einhverja list, sem alls ekki hæfir aldri þess. Ef til viil tekst þeim að kenna bafninu listina, en þau eiga á hættu að eitthvað annað glatist um leið. NÚ megið þér ekki halda, að foreldrar eigi alls ekki að leika við börn sin. Ungviðið hefur mikið yndi af því að pabbi og mamma taki þátt í leik þeirra. Vitanlega eiga foreldrarnir að verða við þessari ósk, en þáttur þeirra á aðeins að vera í því fólginn, að örva barnið til leiksins, rétta því kubb eða lita- blýant og láta í ljós áhuga og aðdáun á árangrinum. Það er ekki fyrr en barnið hefur öðlazt f',11komna stjórn á hreyfing- um sínum og hefur náð vissu ; gu þroskasbfri, sem for- eldrarnir mega fara að kenna þvi listirnar — segja því „hvern- ig það á að gera“. En uppörvun og hrósyrði eru enn nauðsyn- leg, ef áhuginn á að haldast. Smábarninu er afar mikilvægt að finna, að sambandið við mömmu sé í lagi, meðan á leiknum stendur. Það vill gjarnan leika sér og kanna heiminn, en snýr aftur með stuttu milli- bili, til þess að sannfærast um, að mamma sé enn á sínum stað. Móðirin á ekki að vera gröm yfir þessu, og halda að barnið sé að verða ósjálfstætt kjöltubarn. Það er einmitt fyrir hið örugga, nána samband við móðurina, sem barnið fær mögu- leika til að þroska sjálfstæðiskenndina. AÐ ei' ekki nóg að eiga leikföng. Barnið verður einnig að hafa leikstað, smá horn í herberginu. ef ekki vill betur, sem þá mætti e. t. v. afgirða með krossviðarplötu, svo barnið geti leikið sér og rótað til að eigin geðþótta án þess að hús- móðirin þurfi að örvænta. Það er ekki fjöldi leikfanganna, sem mestu máli skiptir, heldur tegund og gæðL Því minni peningar, sem aflögu eru til leikfangakaupa, þeim mun nauðsynlegra er að kaupa réttu hlutina — hluti, sem korna höndum og hugsunum barnsins á hreyfingu. Þegar uppdreginn björn vappar yfir stofugólfio, getur barnið ekkert aðhafzt nema sitja og horfa á hann. Þegar nagli er rekinn í spýtu, er barnið sjálft athafnasamur mið- depill leiksins. Munurinn er auðsær. ^ Gleymið ekki þeim leiktækjum, sem fást ókeypis. Eggja- bakkar, tvinnakefli, taubútar, garnspottar, silfurpappír, hnapp- ar og þess háttar, geta veitt barninu margar athafnasamar ánægjustundir. Og munið bað, þegar þér leggið mat á leik barnsins, að hvað sem það kann að hafa fundið sér til að starfa, þá er það ekki árangurinn, sem mestu máli skiptir, heldur reynslan. FÁLKINN 31 #HAPPDRÆIIII966

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.