Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 4
ELDFJORUGIR LOGAR BEATHLJÓMSVEIT FRÁ VESTMANNAEYJUM ÁG/ETLEGA TEKIÐ I REYKJAVÍK RÍR gítarleikarar, einn trommuleik- leikari og söngvari frá Vestmanna- eyjum. Nafnið er rammíslenzkt, — þeir kalla sig Loga. í fyrrasumar léku pilt- arnir í LÍDÓ, en nú eru þeir komnir enn á ný til höfuðborgarinnar og léku í BÚÐINNI og í GLAUMBÆ við mjög góðar undirtektir. Þegar Logar léku í timburhúsinu Breiðfirðingabúð, var ég meðal áheyrenda og þótti mér hljóm- sveitin það góð, að vel væri þess vert að kynna hana fyrir lesendum þáttar- ins. Þess vegna brá ég mér daginn eftir í Glaumbæ, vopnaður myndavél, stað- ráðinn í að viða að mér efni um pilt- ana frá móðurey Surts. Það hitti svo vel á, að í sama bili og ég stikaði inn, voru piltarnir að fara í ,,pásu“. Ég nýtti mér þetta tækifæri strax, og vatt mér niður á eftir þeim og áður en þeir gátu nokkrum vörnum við komið, upphóf ég mínar spurningar. Hljómsveitarstjórinn er frá Fáskrúðs- firði. Lýðveldisbarn í heiminn komið 10. september 1944, leikur á rythma- gítar og ber nafnið Þorgeir Guðmunds- son. Hann ber höfuð og herðar yfir félaga sína enda elztur. Sá sem lemur trommurnar af miklum eldmóð, er Hörður Arsæll Símonarson. Þegar hann var borinn í heiminn, kváðu við miklir hvellir, og flugeldar þutu um himin- hvolfið, ekki þó gagngert vegna til- komu sveinsins, því þetta var á gamlárs- kvöld 1947 í Vestmannaeyjum. 30. maí 1945 fæddist sólógítarleikarinn, Grétar Skaftason, og grét auðvitað allt hvað af tók, en í dag syngur hann ekki einu sinni, þó hann sé fæddur í Reykjavík, en það gerir Helgi Hermannsson hins vegar og gerir það vel, en hann er söngvari hljómsveitarinnar og það, sem meira er, hann er fæddur í Reykjavík 27. febrúar 1948 og staðfestir það. án nokkurrar minnimáttarkenndar, að hann sé yngstur piltanna. Mér tókst ekki að ná tali af bassa- leikaranum, en hann heitir Henry Er- lendsson og syngur oft dúett með Helga. Ég tók strax eftir því, að þeir báru ekki neinn einkennisklæðnað og spurði, hvort þeir tækju Rolling Stones til fyr- irmyndar í þeim efnum. — Já, það er rétt, svöruðu Logar, enda eru þeir okkar uppáhaldshljóm- sveit og stefnum við að því að geta skartað jafn miklu hári og Stones þegar fram líða stundir. — Hvert er álit ykkar á HLJÓMUM? — Þeir eru mjög góðir, en síðari platan þeirra stendur þeirri fyrri langt að baki. — Hefðuð þið áhuga á að leika inn á hljómplötu? — Já, því ekki það. En óneitanlega erum við dálítið nervusir við þá hug- mynd, en ef úr yrði, þá gæfi þetta okk- ur að sjálfsögðu aukna möguleika, því betri auglýsingu er tæplega hægt að fá. — Eitt af þeim nýju dægurblöðum, sem enn eru á lífi, hefur komið á fram- færi þeirri hugmynd, að það ætti að koma því til leiðar að leikin yrðu beat- lög í kirkjum hér til að örva kirkju- sókn unga fólksins. Hvert er ykkar álit á þessari hugmynd? — Hún er hreint út sagt alveg frá- leit. „Beat“ og guðsþjónusta er tvennt ólíkt og á engan veginn saman. — Hefðuð þið áhuga á að gerast at- vinnuhljómsveit í Reykjavík? — Já, svo sannarlega. Það er nokkuð, sem okkur þætti mikið til koma. og í þessum töluðu orðum var tilkynnt, að ,,pásan“ væri á enda, svo ég hélt upp á yfirborð Glaumbæjar á ný. Er ég hafði tekið mynd af hljóm- sveitinni, fór ég að litast um eftir fórn- ardýrum til að fá álit þeirra á Logum og brátt kom ég auga á Pétur Stein- grímsson, þar sem hann var að dansa af miklum innileik, en Pétur er annar stjórnandi þáttarins Á NÓTUM ÆSK- UNNAR. Ég sat fyrir honum, þegar syrpunni var lokið og spurði hann fyrr- nefndrar spurningar og hann svaraði: — Þessi hljómsveit er með þeim beztu, sem hér eru og ég verð að segja, að ég varð mjög undrandi, þegar ég heyrði í þeim fyrst, en það var í útvarp- inu. Persónulega finnst mér kostir þeirra koma betur fram, þegar maður hlustar á segulbandsupptökur með þeim, en að heyra þá leika á sviði, og það er einmitt einkenni góðrar hljómsveitar. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.