Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 25
seinna íór maður hennar að ánda og varð seinna alheil- brigður. ÞAÐ er ekkert undarlegt að læknarit ílytji núorðið oft greinar sem heita: „Hvenær er sjúklingur opinberlega dauð- ur?“ Læknar eru nýverið farn- ir að skipta dauðanum niður í eins konar stig. Þeir gera greinarmun á svokölluðum % klínískum dauða (en frá þeim dauða er nú hægt að vekja menn) og svokölluðum líf- fræðilegum dauða, þegar frum- » ur og líffæri, einkum heilinn, eru orðin varanlega skemmd. Dr. Hannibal Hamlin, kunnur léeknir í Boston, vill láta miða dauðann við niðurstöður mæl- inga á útgeislun heilans. Mað- ur með skemmdan heila en slá- andi hjarta og starfandi önd- unarfæri vegna utanaðkomandi aðgerða, er bara eins konar „hjarta- og lungnavél“ frá hans sjónarmiði. En ofan á allt annað hefur verið hleypt af stokkunum hreyfingu sem berst fyrir því að lítið sködduð lík séu ekki grafin eða brennd heldur fryst. Upphafsmaður þessarar hreyf- ingar er Prof. Robert C. W. Ettinger sem skrifaði bókina „The Prospect of Immortality“ Ettinger hefur sagt af sér pró- fessorsembætti til að starfa fyrir þessa hugmynd og vill láta hraðfrysta lík og geyma þau í frosti unz sá tími kemur að vísindín geti vakið þau til lífsins aftur. Það þarf auðvit- að ekki að taka það fram að i vísindamenn greinir mjög á um þessa hugmynd og neita margir algerlega að taka hana álvarlega. Þó að gerðar hafi 1 verið tilraunir með að frysta líkami í heilu lagi virðist það eiga langt í land að unnt sé að koma í veg fyrir varanleg- ar skemmdir af völdum fryst- ingarinnar sjálfrar og það viðurkennir Ettinger fyrstur manna. En það furðulega er nú samt að hugmynd hans er reist á alltraustum grunni. Það eru þegar starfandi deild- ir úr „Life Extensfon Socicty” og aðrir svipaðir félagshópar í 10 borgum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Þeir starfa af einurð og ekki allsendis fyr- ir gýg að því að fá stuðning lækna, lögfræðinga, uppalenda, presta, stjórnmálamanna, og svo auðvitað almennings. Ný- lega reyndi maður nokkur í Springfield í Ohio að fá lík konu sinnar hraðfryst. Hann var alveg að því kominn að fá þessu framgengt er læknar ELDURINN GERIR EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR OG VÖRU- LAGERINN GETUR VERIÐ RJÚKANDI ÖSKUHRÚGA Á MORGUN. — FYRIR SÁRALITLA UPPHÆÐ GETUR ÞÚ BRUNATRY GGT VÖRURNAR OG ÞAR MEÐ SPARAÐ MILLJÓNIR. þeir er hlut áttu að máli drógu að sér hendina. Margir menn hafa þegar í erfðaskrám sín- um mælt svo fyrir að lík þeirra eða ástvina þeirra skuli hraðfryst til þess að á þeim verði síðar gerðar tilraunir til lífgunar á ný. Og áður en var- ir kemur að því að slík útför, sem ekki er útför, fari ein- hvers staðar fram. Skurðlæknar eru, eins og kunnugt er, farnir að nota líkamshluta og líffæri úr látnu fólki til þess að lækna með lifandi fólk, og þeir ala þá tfon í brjósti að í framtíðinni verði starfandi bankar fyrir alla mögulega líkamshluta, þannig að það sé alltaf aðgangur að þeim er á þarf að halöa. Sunnr vinna eindregið að því að laga- leg staðfesting fáist á því að læknar megi taka parta úr lík- um án sérstaks leyfis. En ef frystingarstefnan hlyti mikið fylgi mættum við ekki lengur halda áfram að líta á lík sem lík, og það yrði auðvitað ekki tekið í mál að fjarlægja líffæri til rannsókna eða lækninga, því að það væri sama og stela nauðsynlegum líkamshlutum af lifandi mönnum. Hvaðan væri þá hægt að fá líffæri til að setja í menn? úr dýrum? Apanýru, svínalifur og hjörtu úr sjimpansöpum hafa verið notuð til að halda lífi í fólki stuttan tíma. Dr. Leder- berg leggur til að dýr verði sérstaklega ræktuð til þess að leggja mönnum til líffæri. Annar möguleiki er það að líf- færi yrðu látin vaxa með vef- rækt, ef til vill ræktuð út frá frumum úr sjúklingnum sjálf- um. Og þar við bætist sá mögu- leiki að allar slíkar ágræðslur yrðu lagðar niður en í stað- inn sett í gervilíffæri. Enn annað kemur líka til greina: að likamanum yrði kennt að láta vaxa líffæri sem á brott þyrfti að nema, en það á auð- vitað langt í land. Sum dýr, eins og t. d. salamöndrur, eru gæddar þeim hæfileika að lim- ir er af hafa verið teknir vaxa FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.