Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Side 16

Fálkinn - 20.12.1965, Side 16
enn. Annars er ómögulegt að segja hvað ég myndi hafa valið ef leiðirnar hefðu opnazt.“ ,,Þú hefur aldrei hugsað þér að ger- ast bóndi?“ ,,Nei, aldrei nokkurn tíma. Mig lang- aði ekki til neins nema að ganga menntaveginn.“ Tuttugu og fjórir saman í herbergi „Var aðbúnaðurinn ekki hræðilegur fyrir sjómenn á þessum tíma?“ „Minnstu ekki á það, hann var hreint enginn — fólk sem ekki hefur sjálft upplifað þetta getur ekki ímyndað sér muninn á sjómannalífinu þá og nú. Vinnutíminn var óskaplegur, gat kom- izt upp í tuttugu klukkustundir ef í það fór, eftir því hve langt var róið“ — og minnugur þess, að hann er að tala við landkrabba og það meira að segja kven- kyns landkrabba, bætir hann við til skýringar: „það var kallað að róa jafn- vel þótt vél væri í bátnum. Þegar fisk- aðist mátti hver vera uppi eins lengi og hann vildi og fékk þá hlut af því sem hann dró. Þeir sem voru fisknir voru oft afar lengi að vinna.“ „Varst þú fiskinn?" „Nei, blessuð vertu, ég held, að ég hafi alltaf verið síðastur allra að fá fisk. Eftir að ég var á Höllu fór ég á togara, en ég verð að játa, að mér féll afleitlega togaralífið. í fyrstu ferðinni vorum við átta nýir strákar, og af þeim fóru sex í land eftir túrinn, en við tveir sem ákváðum að halda áfram slörkuðum einhvern veginn í gegnum þetta — það eina sem hélt manni uppi var metnaðurinn, þrjózkan að gefast ekki upp. Vinnutíminn var sextán klukkustundir og náttúrlega engin þægindi: við vorum tuttugu og fjórir saman í lúkarnum, og bað var ekki til í skipinu, þótt nauðsynlegt væri að baða sig eftir svitaskorpu; við höfðum ekki annað en stamp sem við stóðum í og þvoðum okkur. Menn voru misjafnlega þrifnir þá eins og nú, og það var ekki alltaf geðslegt að búa í litlu herbergi með tuttugu og þremur öðrum. En at- vinnuleysið var svo mikið, að það þótti mjög eftirsóknarvert að komast fastur á togara.“ Allir með fyrstu einkunn „Hvenær fórstu til Eimskip?“ „Ég byrjaði sem háseti á gamla Lagarfossi árið 1-931, og þegar ég var búinn að fá siglingatímann hugsaði ég með mér, að líklega væri samt betra að hafa stýrimannapróf en alls ekkert próf, svo að ég fór í Stýrimannaskól- ann árið 1935. Ég lærði hjá báðum skólastjórunum, fyrst Páli Halldórssyni þangað til hann lét af störfum, síðan Friðrik Ólafssyni sem tók við. Um þetta leyti var verið að skipta um reglugerð og lengja námstímann úr tveimur árum í þrjú, en við sem vorum byrjaðir áður en breytingin varð fengum að taka próf samkvæmt gömlu reglugerðinni. Ég útskrifaðist vorið 1937, og skóla- Birgir Thoroddsen skipstjóri. stjórinn sagði. að þetta væri í fyrsta sinn sem allir nemendurnir hefðu feng- ið fyrstu einkunn, en við vorum heldur ekki nema þrír talsins. Ég fann þegar ég kom í skólann, að það var gott að hafa fylgzt svolítið með nokkrum árum áður þegar pabbi var að kenna nem- endum sínum undir stýrimannapróf. Annars er ég sannfærður um, að ekki er hægt að kenna sjómennsku til neinn- ar hlítar — fyrir utan tæknileg undir- stöðuatriði lærist þetta eingöngu af reynslunni og það því aðeins að maður hafi það í sér að vissu marki. Eftir prófið hélt ég áfram að vinna sem há- seti á Lagarfossi í eitt ár, og enn var ég að hugsa um að hætta á sjónum, en árið eftir bauðst mér starf sem stýri- maður, og það var trygg atvinna með góðum framtíðarmöguleikum. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég vildi helzt vinna fyrir Eimskip úr því að ég virt- ist ekki geta orðið annað en sjómaður; mér líkaði vel, að félagið var almenn- ingseign og ekki fyrst og fremst gróða- fyrirtæki, heldur tilbúið að veita þjón- ustu sem oft hefur kostað mikið að þurfa að inna af hendi. Ég hafði heyrt talað um það sem óskabarn þjóðarinn- ar frá því að ég var að alast upp, og einhvern veginn hef ég alltakf haft dá- læti á því.“ Skipstjórinn verstur allra „Og þú hefur kunnað betur við þig á Lagarfossi en togurunum?“ „Já. mikil ósköp, það var allt annað. Maður var í stöðugum ferðum til út- landa, kynntist nýju og nýju fólki bæði heima og erlendis, sá og heyrði margt skemmtilegt. Þetta var ævintýralíf fyr- ir ungan mann, og ég gerði mér fljótt grein fvrir. að maður sem hefur opin augu og eyru og langar til að fræðast getur lært meira af ferðalögum eins og þessum og kynningu við ýmsar þjóðir en mörgum vetrum í skóla. Vinnufélag- arnir voru ágætismenn, og skipstjórinn, Jón Eiríksson öruggur og traustur .., reyndar kunnum við yngri hásetarnir ekki alltaf að meta kosti hans; við kom- umst oft að raun um, að það var verið að gera tómar bölvaðar vitleysur að okkar dómi, og okkur leizt engan veg- inn á þetta. Sjálfir þóttumst við alltaf vita betur, en við skildum málin ekki frá sjónarmiði yfirmannanna og þekkt- um sjaldnast þeirra fyrirætlanir. Mér fannst stýrimennirnir skelfilegir kján- ar þegar ég var ungur háseti, en skip- stjórinn þó verstur allra, enda er ólíkt hægara að dæma þegar maður er ekki sjálfur ábyrgur.“ „Heldurðu, að hásetarnir hér hugsi eins um þig núna?“ „Ég býst við, að það sé alveg óbreytt frá mínum yngri árum, og ég á hægt með að setja mig í þeirra spor. Ég reikna með því, að þeir segi hver við annan: ’Nú, karlinn er vitlaus’... það sama sagði ég sjálfur hérna áður fyrr um mína yfirmenn.“ FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.