Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 37
® Aika Framh. af bls. 30. eru allar önnum kafnar við að læra hraðritun og að dansa twist, — í eldhúsinu eru þær vita gagnslausar. Þetta er nú álit gamla mannsins á nútímastúlk- um.“ Hann saug langan reyk úr vindlingnum og dró hann djúpt að sér. Þar sem Chiang hafði hug á að komast að þvi, hvort John Larson væri enn ástfanginn af Aiku, reyndi hann aftur að beina samræðunum að henni. „Er faðir þinn því mótfallinn, að þú kvænist japanskri stúlku?" „Ég hef aldrei sagt honum frá Aiku,“ sagði John. „Heyrðu mig, ég sagði þér í bréfinu, að ég hefði loksins getað losað hugann við hana. Hvers vegna heldurðu alltaf áfram að taia um hana?“ í fyrstu átti Chiang ekkert svar við þessari spurningu. En hann hafði fengið að vita það sem hann vildi. Af önugum mál- rómi Johns gat hann ráðið, að enn myndi hann langt frá því heill af ástarmeini sínu. „Mér lék aðeins forvitni á að vita, hvaða augum faðir þinn liti á málið," sagði Chiang. „Hann virðist nokkuð gamaldags, af því sejn þú hefur sagt mér um hann.“ „Hann er eins gamaldags og hestvagn," sagði John. „En hann er fordómalaus. Þú kemst að því, þegar þú kynnist honum. Víktu bara ekki talinu að mat ef þú vilt fara snemma að sofa. Siðan móðir mín dó, er matur hans eina hjartans mál og um- ræðuefni; annað hvort gerir það mann vitlausan eða ofreynir munnvatnskirtlana. Jæja, ég verð að ná lestinni." Hann reis á fætur. „Mér þykir mjög fyrir því, að ég skuli ekki hafa tíma til að spjalla eins og í gamla daga í Monterey." „Er mér ómögulegt að fá þig til að dveljast hérna nokkrum dögum lengur?" spurði Chiang. „Sögunarmyllan er ekki eins og kóreanska; það er ekki hægt að láta hana biða, þegar mann langar meira til að gera eitt- hvað annað,“ sagði John. „Auk þess hefur faðir minn beðið eftir þessari afleysingu í þrjátíu ár og ég vil ekki valda honum von- brigðum. En ég vona að þú tak- ir heimboði mínu. Komdu og dveldu hjá okkur nokkrar vikur. Æ, ég gleymdi að láta þig hafa heimilisfang okkar." Hann gróf upp hjá sér hinn hlutann af rifnu umslaginu og skrifaði heimilisfang sitt á það. Chiang tók eftir, að hendur hans voru óstyrkar. Eitthvað alvarlegt hlaut að hafa komið fyrir, en hann neitaði sér um að spyrja hann frekar. Chiang klæddi sig og íylgdi Framh. á bls. 40. Sívaxandi íjöldi farþega staðfestir, að það sé engu síður vegna fróbœrrar fyr- irgreiðslu en hagstœðra fargjalda að þeir ferðast með Loftleiðum. Daglegar ferðir milli Ameríku og Norður-Evrópu. Við fljúgum lil NEW YORK, GLASGOW, 10ND0N, OSLOAR, GAUIABORGAR, KAUPMANNAHAFNAR, HELSINGFORS, AMSTERDAM og LUXEMBORGAR. - Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög gefa Loffleiðir úfvegað flugfarseðla fil allra erlendra flugsföðva. Upplýsingar eru gefnar í skrifsfoíum Loffleiða og fyrirgreiðsla fúslega veitf. Loflleiðir bjóða íslenzkum viðskipfavinum sínum þriggja fil fólf mánaða greiðslufresf á allf að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áæflunarflugleiðum íélagsins. — TRYGGID FAR MEÐ FYRIRVARA. - LOFTLEIDIS LANDA MILLI. hanwm FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.