Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 10
J LEGO leikandi - heimur ! Á íslandi hefur Reykjalundur einkaleyfi til framleiðslu á LEGO system. LEGO system er alþjóðlegt vöruheiti á byggingarten- ingum af ýmsum gerðum og stærðum, Ieikfangi, sem ungir og gamlir hafa yndi af. LEGO system er framleitt í fjölmörgum löndum og eignast hvarvetna aðdáendur. vinnuheimilid ad ReykjaJundi Kæri Astró! Eg hef áhuga á að vita eitthvað um framtíð mína. Ég er fædd 1949 úti á landi. Ég hef mjög gaman af að syngja og langar mikið til að læra það. Ég hef líka mikið gaman af ferðalögum. Á ég eftir að ferðast mikið? Núna er ég í skóla en ég er ekki sérstaklega dugleg að læra. Ég hef verið dá- lítið með strák, sem er tveim árum eldri en ég og ég er mjög hrifin af honum. Verður eitthvað meira með okkur? Mig langar til að vita hvort ég giftist seint eða snemma eða kannski aldrei, og hvort ég verði hamingjusöm. Og að lokum langar ihig til að vita um heilsuna og peningamálin. Með fyrirfram þökk. Kisa. fremur snemma og getur það gert töluvert strik í reikning- inn hvað söngnám snertir. Þú ert ákaflega stjórnsöm og vilt ráða gangi mála við þína nán- ustu ekki síður en aðra. Þegar þú hefur gengið í hjónaband er ekki víst að stjórnsemi þín verði ávallt jafn vel þegin af maka þínum, svo ef þú held- ur of fast við það sem þú vilt og gefur ekki tillögum makans gaum, þá má búast við að hjónabandið verði stormasamt. Þú munt einnig vilja vera mik- ið út á við og ef makinn er ekki því frjálslyndari og tillits- 10 FÁLKINN Svar til Kisu: Ég held að þig skorti ekki hæfileika til að syngja og ættir þú því endilega að vinna að því að þú getir lært að syngja, og ættir þú að hefjast handa við fyrsta tækifæri. Þú ættir þó alls ekki að hætta í því námi, sem þú ert í núna. Ég tel að þér ætti að geta gengið mjög vel við allan lærdóm ef þú værir ekki svona óþolinmóð, og óþolinmæði þín mundi geta orðið þér mikil hindrun í söng- námi. Því betur sem þú þjálf- ar þig þeim mun hæfari verð- ur þú. Ég hugsa að þú giftist samari þá mó búast við árekstr- um. Lagni í umgengni við hann er það eina sem dugar. Þú munt eiga eftir að fara í mörg ferðalög, sérstaklega seinni hluta ævinnar, og búast má við að þú eigir jafnvel eftir að vera búsett erlendis að minnsta kosti nokkur ár. Þú verður ekki ánægð til lengdar á sama stað, og er því líklegt að þú flytjir nokkuð oft búferlum. Búast má við að þú verðir mjög heppin í fjármálum og er ólíklegt að þig eigi eftir að skorta peninga, jafnvel þó þú sért í rauninni mjög eyðslu- söm, en þú ert ein af þeim manneskjum, sem draga að sér peninga. Þú gætir einnig unnið í alls konar happdrættum og getraunum. Þú gleymir að geta um fæðingardag piltsins sem þú ert hrifin af og þar af leið- andi get ég ekkert sagt um hann eða sambandið ykkar á milli. FLÝGUIt ÚT ENDURNÝ JUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.