Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 14
JF SJÓMAÐUR GEGN VILJA 1. HLUTI Samtal við Birgi Thoroddsen skipstjóra TEXTI: STEINUNN S. BRIEM VIÐ skulum spyrja Lex — hann hlýtur aS vita það.“ Þetta er viðkvæðið meðal farþeganna. Lex er stytting á Lexíkon, en annars heitir Lex réttu nafni Birgir Thorodd- sen og er skipstjóri á m.s. Lagarfossi. Hann er óskaplega vel að sér, alveg eins og lifandi alfræðibók, og það er sama hvað fróðleiksþyrstum farþegum getur dottið í hug að spyrja hann um, alltaf veit Lex svörin. Reyndar er hyggilegra að vara sig á honum stund- um, því að hann er fæddur prakkari og aldrei eins hættulegur og þegar hann setur upp sakleysissvipinn. Þá getur hann talið manni trú um hvað sem vera skal ... þangað til maður fer að kann- ast við hrekkjaglampann í augunum. Hann heldur uppi fjörugum samræð- um við farþegana um nálega öll efni undir sólinni, en þegar minnzt er á blaðaviðtal þykist hann ekki hafa nokk- urn skapaðan hlut að segja. Hefði hann ekki gloprað út úr sér nokkrum dögum áður hinum lofsverðu einkunnarorðum sínum: „Skipstjórinn verður ávallt að vera þjónn farþeganna," myndi senni- lega hafa reynzt vonlaust með öllu að fá hann til þess, en töluð orð verða ekki aftur tekin og vitanlega hlýtur það að heyra undir fullkomna þjónustu um borð, að skipstjórinn segi forvitnurn gestum skipsins ævisögu sína. Sjóveikur í hverri ferð. Hann er búinn að sætta sig við óum- flýjanleg örlög sín þegar ég geri inn- rás í skrifstofuna hans, vopnuð blokk, blýanti og yddara. Aldrei þessu vant er hann grafalvarlegur; að líkindum 14 í brúnni. Reykjavík í baksýn. telur hann blaðaviðtöl og ábyrgðarlaust glens ekki fara saman. Eða kannski er það sjóveikin sem hefur þessi áhrif á hann. Ójá, ég sagði sjóveiki. Hélduð þið; kæru lesendur, að hún væri óþekkt fyrirbrigði meðal reyndra sjómanna? Ekki aldeilis. Hún herjar á þá engu síður en venjulega dauðlega menn, þótt þeir láti að jafnaði minra á því bera. Og það er hægur vandi að verða sjó- veikur í svona veðri. Allt titrar, hrist- ist, ruggar og veltur, og íbúð skipstjór- ans er versti staðurinn í skipinu hvað þetta snertir. Ég reyni af fremsta megni að einbeita huganum að viðfangs- efninu og iðrast þess sáran að hafa ekki eytt nokkrum dögum fyrir brottför í að róla mér og vega salt frá morgni til kvölds úti á barnaleikvelli — þá væri ég kannski betur á mig komin núna. Og þó. Fyrst sjálfur skipstjórinn er enn ekki laus við sjóveiki eftir meira en fjörutíu ár í siglingum dugir þjálfun af því tagi sennilega skammt þegar út í alvöruna er komið. „Já, já, ég er sjóveikur í hverri ferð,“ segir hann með heimspekilegu jafnað- argeði eins og það sé ekki umtalsvert. ,,Og það versnar bara með aldrinum." Ég lít á hann með aðdáun. Þetta finnst mér óskiljanlegur hetjuskapur. „Þú hlýtur að þjást af óviðráðanlegri innri köllun að vera ekki löngu flú- inn í land,“ segi ég. „Köllun? Nei, síður en svo, ég gerð- ist sjómaður gegn vilja mínum og ætl- aði mér aldrei að festast í starfinu. En þannig fór það samt — ef til vill voru. þetta forlög.“ „Hefurðu reynt að taka sjóveikipill- ur?“ „Já, einu sinni, en mér fannst hugs- unin verða svo óskýr við það og út úr fókus, að ég þorði ekki að halda því áfram. Mér veitir ekkert af að hafa koll- inn í sæmilegu lagi, og ég var hræddur við að verða of háður pillunum og þurfa þá alltaf að grípa til þeirra í vondum veðrum, einmitt þegar mest ríður á að vita hvað maður er að. gera. Ég er líka farinn að venjast þessu og lít orðið á það sem sjálfsagðan hlut og þátt í starfinu að finna til óþæginda af sjó- veiki — hún er miklu algengari meðal sjómanna en fólk grunar að óreyndu.“ Alltof ungur á sjóinn. „Hvernig stóð á, að þú gerðist sjómað- ur, úr því að það var þér þvert um geð?“ „Það var nú ekki um margt að velja á þeim tíma. Þá var kreppan í algleym- ingi og það þóttist hver hólpinn sem gat fengið einhverja atvinnu. A Vest- fjörðum fóru allir sem vettlingi gátu valdið á sjóinn hvenær sem von var um fisk, og það var ekki um annað að gera en vera með.“ „Hvað varstu gamall þegar þú fórst fyrst á sjó?“ „Ég var alltof ungur, það var mein- ið, og þetta var svo erfitt, að það hefur verið mér um megn, svo að ég fékk snemma ógeð á sjónum sem vildi lengi loða við. Ég hef verið átta eða níu ára FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.