Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 29
„Það væri neyðarúrræði," sagði herra Yee. „Maður tekur ekki kjörbarn fyrr en öll von er úti um að geta eignast barn sjálf- ur. En ef til vill ætti ég nú að fara að hugsa til þess. Mesta hamingja Kínverjans er í því fólgin að verða gamall, þegar hann á börn, sem virða hann og annast um hann. Þvi eldri sem hann verður, þeim mun fullorðnari er hamingja hans — vegna barnanna. Hann sér þau stækka og þroskast og vinna sér sess í þjóðfélaginu og hon- um finnst velgengni þeirra vera sitt verk. Hann er hreykinn meðal vina af sinni eigin kyn- slóð. Og ást og virðing barn- anna eykst með hverju ári, sem færist yfir hann. Þegar hann deyr, þá deyr hann hamingju- samur í þeirri vissu að synir hans og sonarsynir muni syrgja, hann mánuðum saman. Þeir gráta, þeir haldá veizlu, brenna reykelsi og pappírspeningum fyrir hann; þeir kaupa honum þá beztu kistu, sem hægt-er að fá fyrir peninga. Auðvitað hefur hann ekki hugmynd um, hvort hann muni njóta alls þessa eftir dauðann, en hvaða máli skiptir það? Það sem máli skiptir er sú hamingja sem þetta veitir honum áður en hann deyr, viss- an um, að hann er elskaður og virtur löngu eftir dauðann. Það er eitt það dásamlegasta við að vera Kínverji. En ef hann á engin börn, hvað á hann þá. Ég spyr þig, hvað á hann þá?“ Chiang svaraði engu. Hann ákvað að drekka meira en ætlun hans var i fyrstu. Orð herra Yee höfðu gert hann dapran. IX Herra Yee kom ekki til skrif- stofunnar í heilan mánuð. Hann hringdi við og við til Chiangs og stjórnaði viðskiptum sínum gegn um símann. Stundum lét hann ekkert frá sér heyra þrjá og fjóra daga í senn og Chiang veigraði sér við að hringja heim til hans af ótta við að Aika svaraði í símann. Það sem hann hafði séð henni bregða fyrir í Silfurdrekanum, hafði gert hon- um svo órótt í skapi, að hann vissi að hann myndi ekki þola að heyra rödd hennar aftur. Chiang heimsótti frú Wang á hverjum degi, eða því sem næst. 1 hvert skipti sem hann barði að dyrum hjá henni, vonaði hann að hinn málglaði herra Liu væri þar ekki staddur, en varð samt fyrir hálfgerðum vonbrigðum ef von hans rættist. Hann reyndi að skilgreina þessar tilfinningar og komst að þeirri niðurstöðu, að herra Liu væri eins og kínverskt. salt-egg: hvitan er beizk og sölt en blóminn er fitukenndur og alls ekki sem verstur á bragðið. Herra Liu gat vissulega verið leiðinleg blaðurskjóða, en kjöft- ugum ratast oft satt af munni og einstöku sinnum hrukku út úr herra Liu skemmtileg eða spak- leg orð. Hann hafði fengið Chi- ang nafnspjald sitt og boðið hon- um að hringja til sín ef hann vildi drekka með sér nokkur glös af ódýru portvini í Kearnystræti. Chiang hafði ekki enn tekið boði hans. Hann hafði stundum verið kominn á fremsta hlunn með að hringja til hans, en alltaf hætt við það — hann vissi ekki sjálf- ur hvers vegna. Þegar leið fram í maímánuð, fór herra Yee að hringja til skrifstofu sinnar daglega og rödd hans varð glaðlegri. Hann virtist vera að ná sér smám saman eftir hinn sorglega at- burð, en hann neitaði enn að koma til skrifstofunnar. Hann var hræddur um, að Kínahverfi San Francisco myndi minna hann á brúðkaupshrakfarirnar, eins og hann orðaði það. Þann fyrsta júní hringdi hann fremur snemma. Þegar Chiang hafði lesið bréf hans fyrir hann 12. HLIiTI í gegnum símann og tekið niður svörin við þeim, spurði herra Yee hvort hann hefði séð Aiku. „Nei, hvers vegna spyrðu? Er Aika farin úr vistinni?“ spurði Chiang undrandi. „Nei. Hún bað um þriggja daga frí og ég veitti henni það. 1 gær var fjórði dagurinn, síðan hún fór og hún er enn ekki komin aftur. Ég var að vona, að þú vissir um hana.“ „Nei, það geri ég ekki,“ sagði Chiang. „Ef til vill hefur hún farið í heimsókn til barna sinna nálægt Santa Cruz. Eða þá að hún hefur farið að heimsækja frú Tanaka í Tókíógarðinum í Monterey." „Jæja, það gerir ekkert til," sagði herra Yee. „Ef til viil kem- ur hún aftur í dag. Þar sem ég er heima sjálfur, þá get ég ann- ast móður mína. En gamla kon- an saknar hennar samt sem áð- ur. Hún heldur því fram á hverj- um degi, að eitthvað vanti í hús- inu en svo verður henni ljóst, að það er Aika, sem fengið hef- ur þriggja daga orlof. Minni hennar er farið að bila, eins og þú getur skilið. Stundum gleym- ir hún jafnvel, að hún er í Ame- riku og vill fara að heimsækja forna grafreiti ættarinnar í burðarstól; eða þá að hún vakn- ar af síðdegisblundinum og heimtar morgunverð án þess að hafa minnsta pata af því, að hún er nýbúin að borða hádegisverð. Já, hún þarf að hafa einhvern eins og Aiku til að annast um sig. Og litlu, reyrðu fæturnir hennar valda mér áhyggjum. Þegar ég horfi á hana vafra þetta um húsið í tilgangsleysi þá finnst mér ég vera að horfa á línu- dansara sýna lífshættulegar kúnstir. Ég er ekki eins kvíðinn þegar Aika er hjá henni.“ „Það gleður mig að Aika skuli hafa orðið ykkur að svo mikiu liði,“ sagði Chiang. Hann batt enda á samræðurnar i flýti og lét heyrnartólið á. Hann velti þvi fyrir sér, hvor þeirra myndi þjást meira af vonlausri ást, hann eða herra Yee. Ef til vill þjáðist herra Yee alls ekki svo mjög; kannski óskaði hann þess eins, að eignast hóp af börnum og þá væru svik ungfrú Chung honum ekkert annað og meira en brostnar vonir um hjartfólgna syni, sem myndu einhvern tima brenna reykelsi og pappírspen- ingum á gröf hans. En eitt fannst Chiang huggun harmi gegn: Ef auðugum manni á borð við herra Yee tókst ekki að halda í heimska kínverska daður- drós eins og ungfrú Chung, þá gæti hann sjálfur samstundis hætt við allar tilraunir til að verða milljónamæringur. Hann lauk við vinnu sina og fór af skrifstofunni klukkustund fyrr en hann var vanur. Hann snæddi einfaldan málsverð við afgreiðsluborðið í lítilli matstofu, og fór síðan í kvikmyndahús á Columbus götu. Það sýndi saka- málamynd, en þar sem Chiang hafði komið inn í miðri mynd, fór samhengið allt fyrir ofan garð og neðan hjá honum og hann. gafst upp við að reyna að gizka á hver væri hver. Eftir að hafa séð endi myndarinnar missti hann áhuga á byrjuninni og fór út. Það var enn snemmt þegar hann kom til gistihússíns. Við dyrnar á herbergi sinu fann hann miða, sem stungið hafði verið milli stafs og hurðar. Þetta var hluti af umslagi og skrifað á það með kúlupenna: „Ég kem aftur eftir um það bil klukku- tíma. John Larson. 8:00.“ Chi- ang flýtti sér að líta á klukk- una. Kortér yfir níu. Þá myndi Larson iiðsforingi þegar hafa komið í síðara skiptið. Hann fór til skrifstofunnar til að ná í ítalska ráðsmanninn, en fann Vissi Aika að hann var í borginni? Iá, Aika hlaut að vita það. Larson hlaut ein- hvern veginn að hafa tekizt að koma boð- um til hennar. Það var skýringin á því, hvers vegna hún hafði beðið um þriggja daga orlof og flúið. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.