Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 8
„Hvar heldur þú að hún sé? Auðvitað er hún þar.“ Hann gekk nokkur skref. Svo sneri hann sér við: „Hypjið ykkur burtu,“ sagði hann. Þau fóru. Það var fylgzt með þeim. Maður í svörtum fólksbíl hafði staðnæmst rétt hjá Piermont-afleggjaranum. Þetta hafði orð- ið löng ökuferð hjá honum. Hann hafði rölt á eftir Hayward og stúlkunni búð úr búð, þangað til þau virtust hafa fundið það, sem þau leituðu að. Hann hafði verið heppinn að ná til bílsins nógu snemma til þess að fylgja þeim eftir upp að þessu Piermonthúsi. Hann myndi hafa nóg að gera við að fá nánari upplýs- ingar um þetta ferðalag þeirra, hugsaði Shapiro leynilög- reglumaður. Það var Barbara, sem stakk upp á því, að þau héldu áfram. „Úr því að við vitum hvort sem er ekki, hvert við eigum að fara,“ sagði John. „Stúlkan hét Titus — við vitum a. m. k. svo mikið,“ sagði Barbara. En þau vissu það ekki — ekki fyrir víst. Vegurinn endaði á breiðari vegi, sem þau fylgdu. Skyndilega voru þau komin í mjög fallegt þorp. Lítil hvítmáluð hús, nýlenduvörubúð, benzínstöð og kirkja. „Bíddu aðeins,“ sagði Barbara og benti á prestssetrið við hliðina á kirkjunni. „Þarna getum við spurt. Þarna fáum við áreiðanlega að vita eitthvað.“ John lagði bílnum. „Meinarðu að við önum bara inn og spyrjum: Hver er fröken Titus?“ „Það er aðeins ein leið til þess að fá svar við spurningunni," svaraði hún. Og á sama augnabliki var hún komin út úr bílnum. Nathan Shapiro, leynilögreglumaður horfði eftirvænting- arfullur á vegvísana. Hvert sem þau höfðu farið, þá höfðu þau hrist hann af sér, vísvitandi eða ekki. Hann hélt áfram svo sem einn kilómeter í viðbót. Hann njætti aðeins einum bíl — Jaguar — með blæjuna upp. Bílstjórinn var hálffalinn í sætinu. Shapiro rann niður hæðina í áttina til Brewster og símklefa. Dyrnar opnuðust áður en þau höfðu bankað. Svartklædd- ur maður með klerkakraga opnaði. Hann virtist vera rúmlega sextugur. Hann var rauðbirkinn í framan, tók af sér gler- augun og horfði á þau nærsýnum, mildum augum. „Ég er Higby prestur,“ sagði hann. „Gjörið svo vel að koma inn.“ Hann fylgdi þeim inn í eitthvert bókaherbergi, þar sem lítill gluggi var opinn og lét vorloftið streyma inn. „Ég heiti Barbara Phillips og þetta er John Hayward," sagði hún. „Mér fannst eins og ég hefði ekki hitt ykkur fyrr,“ sagði Higby. „Þið eruð ný hér í prestakallinu.“ „Við erum að leita upplýsinga, hr. Higby,“ sagði John. „Jaá,“ sagði prestur. „Ég hélt, að þið ætluðuð að giftast.“ „Já, það er meiningin,“ sagði Barbara, „en bara ekki í dag.“ „Ykkur mun áreiðanlega þykja gaman að vera gift,“ sagði Higby, og brosti — en svo dó brosið á vörum hans. „Konan mín elskuleg og ég vorum hamingjusöm í mörg ár — en hvað sem því líður — get ég hjálpað ykkur á einhvern hátt.“ John tók til máls: „Stúlka var myrt í New York síðastlið- inn sunnudag. Lögreglan hedur að ég sé morðinginn — en ég gerði það ekki. Við erum að reyna að finna út hver þessi stúlka var.“ Hr. Higby horfði lengi á John. „Segðu mér hvernig ég get orðið þér að liði, John,“ sagði hann. John sagði honum allt af létta. Sýndi honum úrklippuna. Presturinn horfði á myndina á sama hátt og konan í kjóla- búðinni hafði gert. „Þetta gæti verið næscum hvaða lagleg stúlka sem væri. Þetta gæti verið Julie Titus — en hún heitir það. En ég ef- ast um hvort nokkur gæti verið viss eftir svona mynd. ‘ Hann lét John fá myndina aftur. „Ég sá Julie aðeins einu sinni eða tvisvar eftir að hún varð gjafvaxta. Angela Pier- mont hefur gert mikið fyrir hana Julie. Angela er góð kona, John. Allt sem hún gerði fyrir stúlkuna, var gert í beztu meiningu. En stúlkan var ákaflega lítið undirbúin undir lífs- ins skóla. Ég reyndi að tala um þetta við Angelu — en hún hafði — hún vissi hvað hún vildi, eins og maður segir.“ Higby gat lítið sagt þeim meira en nágrannarnir í kring. Frú Angeja Piermont var löngu orðin ekkja. Hún fór til Florida á hverjn ári og Julie fór með henni — til Bradenton, hélt hann, á vesturströndinni. í meira en tvær aldir höfðu Titusar verið á þessum slóðum. „Langa-langafi minn var Titus,“ sagði Higby. „Angela Piermont er fædd Titus.“ „Þá er stúlkan ættingi hennar?“ spurði Barbara. „Já, eitthvað fram í ættir,“ svaraði Higby. „Mér er illa við að skipta fólki í flokka. Við megum ekki, sem börn guðs, setja suma hjá. En fólkið hennar Julie hefur gifzt inn á við — er ég hræddur um — í marga ættliði, og árangurinn er mjög raunalegur. Faðir Julie er undir meðal- lagi að gáfum. Líklega ætti hann að vera á einhverju hæli, en er, í þess síað oft í fangelsi. Hann átti tíu börn. Dæturnar — þær eru fjórar — eru allar mjög laglegar. Sú elzta er götudrós. Tvær eru fávitar. Elzti bróðir Julie hefur verið dæmdur fyrir morð á sex ára gömlu barni.“ Higby hristi höfuðið. „Ég skil að þið verðið að finna út hver stúlkan var. Samt held ég í þá von að stúlkan sé ekki Julie Titus. Hún var elskulegt og vel gefið barn.“ Ilann andvarpaði. „Ég vona að stúlkan, sem var myrt sé ekki Julie. Var hún lagleg?" „Já,“ sagði John. „Julie var orðin falleg strax um tíu ára. Angela ól hana upp. Angela kenndi henni heima. Hún bjó því með aldraðri konu frá því hún var tíu ára — konu, sem var orðin mjög fjarlæg umheiminum." „Aumingja barnið,“ sagði Barbara. „Hún hlýtur að hafa verið mjög einmana.“ „Já,“ sagði presturinn, „og mjög illa undirbúin — myndir þú ekki halda það? Hún er á líku reki og þú.“ Hann hikaði eins og til að hugsa sig um. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.