Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 28
En við þurfum ekki að nema hér staðar. Sumar áður- greindra tilrauna gefa til kynna að maður geti ekki ein- asta munað allt sem hann hef- ur reynt heldur jafnvel líka það sem aldrei hefur komið fyrir hann. Ef minni er fólg- ið í rafmagns-efnafræðilegum breytingum í gerð vissra sam- einda í heilanum er enga fræði- lega mótbáru að finna við því að unnt sé að setja hvers kon- ar reynslu sem er inn í heilann. Heili sem hlyti slíka meðferð mundi sjálfur ekki þekkja muninn. Dr. Holger Hyden í Svíþjóð hefur gert tilraunir sem gefa í skyn að þegar mýs eru þjálf- aðar í vissum listum verði breytingar í samsetningu sam- eindanna í kjarnasýrunum í heilasellunum. Tilraunir sem gerðar hafa verið við orma gefa til kynna að „þjálfun“ sé hægt að miðla öðrum með því einu að gefa hinar breyttu sameindir, en að vísu eru menn ekki á eitt sáttir um gildi þessara tilrauna. Þessar rannsóknir hafa þó komið af stað bollaleggingum um að unnt sé að spýta inn í menn reynslu, þjálfun eða menntun með því að dæla inn í þá veiru sem inniheldur kjarna- sýru með tilheyrandi sameinda- gerðum. Veirur framtíðarinnar mundu þá færa algebru eða frönsku í staðinn fyrir inflú- enzu. Arthur C. Clarke hefur nýlega í bók sinni „Profiles of the Future“ látið í Ijós þá skoð- un að hinn „vélræni kennari" vísindaýkjusagnanna þurfi alls ekki að teljast einber skáld- skapur lengur. Hann telur að upplýsingum sé hægt að koma inn í heilann rétt eins og maður les inn á segulband til þess að unnt sé að spila það seinna. Ef sannar upplýsingar geta komizt inn í vitund manna á þennan hátt, hvers vegna er þá ekki hægt að gera það sama við rangar upplýsingar? Og ef þekkingu er hægt að taka niður á þennan hátt í heilanum, er þá ekki líka hægt að þurrka hana út rétt eins og hún hefði aldrei verið til. Hvers konar þekking sem ekki er lengur að gagni, allar minningar um menn eða atvik sem maður kærir sig ekki um að muna lengur, væri hægt að þurrka út fyrir fullt og allt. Reynsla sem aldrei hefði komið fyrir mann gæti komið í staðinn. 'C'KKI hygg ég að allir mundu telja að það sé þess virði að þessar stórkostlegu umbreyt- 28 FÁLKINN ingar yrðu reyndar. Þegar í umtalinu vekja þær eins mik- inn kvíða og gleði. En rannsókn- ir á þessum sviðum munu óhjá- kvæmilega halda áfram. Það verður ekki umflúið af því að þær eru skilyrði fyrir ýmsum læknisfræðilegum framförum sem enginn ágreiningur er um. En rannsóknirnar sjálfar hljóta þó að valda ágreiningi, jafnvel meðal lækna. Menn eru þegar teknir að rökræða þau siðferði- legu og lögfræðilegu vanda- mál sem vakna af möguleik- anum á að taka líffæri úr öðr- um manni og græða í sjúkling. Hefur nokkur maður rétt til að krefjast þess af öðrum manni að hann gefi annað nýra sitt og láti gera á sér mikinn holskurð til þess að annar mað- ur — jafnvel náið skyldmenni — eigi nokkra von, kannski litla þó, að lifa dálítið lengur? Læknar sem stunda það að græða líffæri í menn eru sí- hræddir um að missa gefand- ann á skurðborðinu, en þá hef- ur heilbrigður maður verið drepinn í viðleitninni við að bjarga veikum manni. Það er ekki einu sinni víst að maður hafi lagalegan rétt til að gefa úr sér líffæri — einkum ef hann er ekki myndugur, — eða að leyfa að líffæri úr sér yrði notuð eftir að hann er allur, ellegar fallast á að líf- færi sé tekið úr deyjandi ætt- ingja að honum látnum. Sums staðar er þó verið að reyna að finna grundvöll íyrir lagasetn- ingu um þetta efni. Eins og sakir standa veit enginn hvað er leyfilegt og hvað ekki í þessum efnum. Það gerðist fyrir skemmstu að mað- ur var barinn til bana. Hann var fluttur á sjúkrahús og læknar fengu leyfi konu hans til þess að taka úr honum nýra. í sólarhring var haldið við öndun, hjartslætti og blóðrás til þess að víst væri að nýrað skemmdist ekki. En fyrir rétt- inum hélt drápsmaðurinn því fram að hann hefði ekki drepið manninn, maðurinn hefði ver- ið lifandi á sjúkrahúsinu í í sólarhring og læknarnir hefðu fargað honum með því að taka úr honum nýra. (Rétturinn féllst ekki á þetta sjónarmið.) Oftar en einu sinni hefur það komið fyrir að krabbameins- sýking hefur borizt manni með ígræddu nýra. Græðing nýrans heppnaðist en maðurinn and- aðist af krabbameini. Allar tegundir tilrauna með mannslíkamann, prófun lyfja og annað, eru nú mikið ræddar meðal lækna. Hvenær er leyfi- legt að láta sjúkling gangast undir læknismeðferð sem enn er bara tilraun? Á að láta sumt fólk taka á sig þjáningar til þess að tryggja velferð manna sem það á aldrei eftir að sjá? Dr. J. B. S. Haldane, brezk- ur líffræðingur, látinn fyrir nokkru, sagðist oft hafa stofn- að lífi manna í hættu með líf- eðlisfræðilegum tilraunum, og þó að enginn hefði dáið, hefði einn beðið varanlegt heilsutjón, en allir voru þeir sjálfboðalið- ar. Hann sagði einnig að rann- sókn mannsheilans mundi verða jafnhættuleg og könnun Suðurpólslandsins eða mestu djúpa úthafanna. Sá sem stjórni slíkum rannsóknum þurfi að vera maður mikillar gerðar, ódeigur og hiklaus við að halda áfram þó að líf sé í veði. Fáir munu verða svo berorð- ir. En annar er þó ekki síður djarfur, dr. Jack Kervorkian. Hann vill að ríki þau sem enn hafa dauðarefsingu gefi dauða- dæmdum sakamönnum kost á að verða svæfðir til þess að vakna aldrei aftur, en úrvals- læknum væri svo fenginn hinn lifandi en meðvitúndárlausi líkami þeirra til tilrauna. Þann- ig segir hann að á einu ári verði unnt að framkvæma rannsóknir er annars tækju áratugi. Dr. Kevorkian gerir sér ljóst að tillaga hans minn- ir á hinar miskunnarlausu til- raunir nazista á stríðsárunum, og hefur hann skrifað bók til þess að skýra sjónarmið sín. Aðrir eru á allt annarri skoð- - ■ ~ ........- '71 un. Þeirra á meðal er dr. Irvine H. Page sem hefur áhyggjur út af því hve kæruleysislega menn vilja nú meðhöndla lík- ama mannsins sem hann telur vera heilagt aðsetur manns- andans. Telur hann að slíkt kæruleysi í meðferð líkamans geti leitt til gáleysislegrar með- ferðar á mannslífum yfirleitt. Hann vill fara hægt í sakirnar. Það sé betra að rannsólcnum miði hægt, og að taka niður- stöður rannsóknanna í notkun í mannlífinu eigi að fara enn hægar. AÐ er eðlilegt að visinda- menn geri sér fyrstir manna grein fyrir vandanum. Enn allir verða að horfast í augu við hann: Það er sennilega ómögulegt að ýkja möguleikana og vandamálin, sem kaupsýslumenn, lögfræð- ingar, listamenn, rithöfundar, prestar og heimspekingar, verða að gera sér grein fyrir, að ógleymdum mér og þér. Þyngst hvílir þó ábyrgðin sennilega á herðum stjórnmála- mannanna og leiðtoga þjóð- anna. Möguleikarnir á kjarn- orkustríði eru jafnmikil ógnun við alla. Gervihnöttunum fjölg- ar úti í geimnum, og með auk- inni umferð þar verður að setja geimlög. Veðurstjórn um allan hnöttinn kemur til greina, og einnig skipulögð nýting úthaf- anna. Og við þetta bætast þeir möguleikar sem felast í líf- fræðilegum uppgötvunum. Það liggur því mikið á. Auðveldasta leiðin væri auð- vitað að halda að sér höndum og vera ekkert að ergja sig á vangaveltum. En það væri sama og að gefa alla möguleify ana í hendur hvaða tillitslaus- um tækifærissinna sem vera vill. Við skulum bara hugsa okkur einhverja einræðisþjóð framtíðarinnar sem lyti forustu manns er væri öldungis hár-| viss um hvað væri bezt fyrir alla. Hann hefði í sínum hönd-í um öll þau ráð er felast í að geta stjórnað fjölgun mann- fólksins, geti látið hana fara fram að sinni vild í tilrauna- Frámh. á bls. 41.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.