Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 21
létta sleif, munnþurrkuhring og aðra hættulausa hluti. Gúmmí- dýr, sem blístra eru mjög vinsæl. Og lítill rauðlakkaður bolti. f hinni ágætu bók sálfræðingsins Sten Hegeler um góð leik- föng, er að finna fjöldann allan af uppástungum fyrir börn í öllum aldursflokkum til tólf ára aldurs. Tillögurnar eru byggðar á vitneskju sálfræðinga um það, hvað sé helzt ein- kennandi fyrir þroskastig barna á ýmsum aldri. Á einu tímabili eru þau 'sérstaklega móttækileg fyrir litum, á öðru fyrir hljóðum, á því þriðja fyrir lögun hluta. Leik- föngin eiga að höfða til þeirra hliða hjá barninu, sem ráð- andi eru í það og það skiptið. Sten Hegeler gerir engan grein- armun á telpum og drengjum. Ef þau verða ekki fyrir utan- aðkomandi áhrifum, geta þau vel fengið áhuga á sömu hlut- unum. Til dæmis eru það heimskuleg hindurvitni að drengir geti ekki leikið sér að brúðum eða telpur handleikið hamar og nagla. YIÐ skulum tilfæra hér nokkur dæmi, sem gefa bendingu í rétta átt; svo geta háhugasamir foreldrar gáumgæft leikfangaúrvalið með þau í huga. Tólf til átján mánaða: Pottlok og sleifar. Pottar, sem hægt er að láta hvern inn í annan. Holir plastkubbar (fáið barninu aðein tvo- þrjá kubba í einu, lítinn miðlungs og stærstan — bætið smátt og smátt fleirum við. Þegar barnið nennir ekki lengur að byggja úr kubbunum, má nota þá undir sand og vatn, eða sem brúðubolla). Trébíll með götum fyrir pinna Að sjálfsögðu er pabbi klókari við að stjórna járnbrautinni, og það endar ekki nema á einn veg, ef pabbi þarf endilega að sýna yfirburði sína. eða trékall. Lítil pinnafjöl og hamar. Kubbar heimatilbúin tuskubrúða. Bangsi. Átján mánaða til tveggja ára: Lítill vagn (sem þér búið ef til vill til sjálf úr sterkum kassa, með hjólum, sem vísa út og eru barninu til stuðnings á göngunni). Hringjakeila. Skem- ill. Rugguhestur. Stórir trékúbbar. Haldgóðar bækur með óbrotnum myndum (lítill vandi er að búa þær til sjálfur úr krossviði og líma myndir á.) Leikföng í sandkassann. Tvaggja ára: Þríhjól. Gúmmíbrúða eða mjúk plastbrúða. Tafla og hvít krit (lítil börn þurfa stórar töflur — og kubba — stærri börn geta notað minni töflur). Ódýr teikniblokk eða rúlla af sterkum pappír og stórir molar af merkikrit. Trébílar á gúmmíhjólum. Tvö ár er órólegur aldur, þér megið ekki ætlast til þess að barnið staldri lengi í einu við sama leikfangið. Það hefur meira gaman af að fara í könnunarferð og rannsaka allt nýtt. Þriggja ára: Nú vill barnið gjarnan líkja eftir hinum full- orðnu, t. d. sópa, grafa, þvo upp, þurrka ryk. Gefið þeim raunverulega nytjahluti sem þola harðhenta meðferð — ekki „brúðuverkfæri“. Af leikföngum þykja trébrúðurnar sjö sem komast hver inn í aðra, mjög skemmtilegar. Litlir múrsteinar úr plasti. Síðara misserið hleðslukubbar úr tré. Einlitur leir. Stórgerðar. Raðmyndir úr krossvið. Úthrærðir dextrin-litir og stór pensill (raðið dagblöðum í kringum barnið og klæðið það í „sóða“- föt). Góð skæri með stífðum oddi (ekki úr plasti með þeim er ekki hægt að klippa. Bollastell. Fjögurra ára: Nytja- og heimilisdýr úr plasti eða málmi, ,,bú“. Byrjið með verkfæri í smáum stíl, helzt ,,alvöru“-verk- færi í lítilli stærð. Lítil sög og gamalt kústskaft vekja mikinn fögnuð. Nokkrir stafir, hamar og fáeinir naglar — auk þess staður þar sem hægt er að athafna sig með þessa hluti. Krani. Lítill segull. Góð brúðukerra og brúðurúm, sterklega smíðað. Létt spil. Fimm til sex ára: Nú þekkir barnið flestar tegundir leik- fanga og getur verið erfiðara að útvega því eitthvað að starfa. Anginn fer að verða sjálfstæðari og vill vera „stór“ Getur farið að vera snyrtilegri í leikjunum. Getur farið í smá sendi- ferðir. Tæknibílar . Brúðuhúsgögn. Hænsnahringir. Kúlumosaik. Alls konar-spil. Kaðalstigi. Brúðuleikföng. Yo-yo. Steinn til að hoppa með í parís. Sippuband. Skip. Munnharpa. Sjö- átta- níu ára: Nú tekur skólinn huga barnsins. Reyn- ið að láta hann eiga hlut í leiknum. Fleiri verkæfri og efni til að smíða úr. Barnið hefur nokkurn veginn vald á hreyfingum sínum og hefur gaman af að þjálfa þær. Kast- hringaspil. Sleði. Barnið er að komast á söfnunaraldurinn. Tíu- ellcfu- tólf ára: Tómstundaiðjan kemur til sögunnar. Sauma og prjóna. Fótbolti. Rafmagnsjárnbraut. Linoleum- skurður, vefstóll, manntafl, spil. Hnattlíkan, plastsmásjá (barnið er nú nógu gamalt til að gæta viðkvæmra hluta). Fullkomnir vatnslitir eða olíulitir. Hljóðfæri. Byggingasett úr málmi (sem oftast eru gefin börnum allt of snemma! Notuð fullorðinssaumavél er miklu betri en vandaðasta barnasauma- vél og kostar ekki meira.) ) Nú þroskast öll börn ekki á sama hátt né með sama hraða og þess vegna má ekki reiða sig í blindni á tillögulista sem þennan, heldur láta eigin athyglisgáfu leiða sig að nokkru. Sýni það sig, að eitthvert leikfang veki ekki áhuga eða sé of erfitt viðfangs, þá fjarlægið það um tíma, svo það virðist sem nýtt, þegar það kemur aftur fram í dagsljósið. Ef barnið fær eitthvert leikfang of snemma, leikur það sér aldrei með það. Fái það hlutinn of seint, vekur hann að vísu ánægjú hjá því, en áhuginn varir ekki lengi. Það veltur á miklu að velja hið rétta augnablik. Veitið barninu skilyrði til ýmissa starfa, hafið gætur á því hvað því fellur vel og fjarlægið hitt, TTVAÐ um stríðsleikföng? Um það eru skiptar skoðanir. Sten ■ Hegeler segir: „Það er ekkert, sem bendir til þess, að menn verði hernaðarsinnaðir fyrir það, að hafa leikið sér með stríðsleikföng, frekar en að þeir eignist börn af að leika sér með brúðum. Auk þess væri það tímaeyðsla að ætla sér að banna börnum öll leikföng, sem minna á stríð; það má alltaf nota kræklótta grein fyrir skammbyssu. Ef til vill getur það dregið úr áhyggjunum, að börn nota orðið „dauður“ i allt annarri merkingu en fullorðnir. Þegar þau „hitta“ hvort ann- að í ,,stot“ eða „kílbolta" eru þau einnig „dauð“. Annað mál er það, að stríðsleikföng eru oft flóknir og brotgjarnir gripir, sem eyðileggjast fljótt og börnin missa áhugann á þeim vegna þess að þeir gefa enga raunverulega starfsmöguleika.“ Það skiptir mjög miklu fyrir leikinn, hvaða afstöðu hinir fullorðnu hafa til barnsins. Fallið ekki í þá freistni, að sýna barninu, hvernig það á að gera! Vitanlega getur pabbi byggt hærri kubbaturn en litli bróðir og auðvitað getur mamma teikn- að fallegri konu — en þau mega það ekki! Árangurinn verður aðeins sá, að barnið verður óánægt með þá hluti, sem það sjálft framleiðir og gefst upp á tilraununum. í stað þess vill það láta hina duglegu fullorðnu skemmta sér og gera allt fyrir sig. Það verður andlega ófrjótt og erfitt í umgengni. Og hinir fullorðnu skilja oft ekki, að það eru þeir sjálfir, sem með Framh. á bls. 31. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.