Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 42
HVERFISGÖTU 16
SÍMI 2-1355
ULRICH FALKNER GULL5M
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímaniega.
KORKIÐJAIM H.F.
Skúlagötu 57 — Simar 23200
® Jólasælgæti
Framh af bls. 39.
CORNFLAKESTOPPAR.
2 eggjarauður
2 dl flórsykur
2 msk kakó
150 g plöntufeiti
2 dl cornflakes.
Eggjarauður hrærðar með
sykri og kakói. Plöntufeitin
brædd, kæld, hrærð smátt og
smátt saman við. Að síðustu
er cornflakes blandað varlega
saman við. Sett í toppa.
KÓKÓSKÚLUR.
2 dl flórsykur
100 g smjör
2 msk. kakó
2-3 msk. romm
1 dl kókósmjöl.
Allt hnoðað vel saman. Mót-
aðar litlar kúlur milli hand-
anna, velt upp úr kókósmjöli.
Geymast í luktu íláti á köldum
stað í 10—14 daga.
SLAUFUR.
V2 dl ljóst síróp
3 dl sykur
3 dl mjólk
50 g smjör
1 tsk. engifer.
Öllu blandað saman soðið í
20 mínútur við hægan hita
Hellt á smurða plötu. Skorið
í um IV2 cm breiðar lengjur,
þegar hægt er. Snúið upp á
lengjurnar og klippið niður.
SLEIKIPINNAR.
2 dl sykur
2 dl rjómabland
IV2 dl ljóst síróp
50 g smör
2 dl ristað hrís
Trépinnar.
Öllu blandað saman nema
hrísinu í þykkbotna pott. Soð-
ið í nál. 35 mínútur, ekki hrært
í fyrstu 10—15 mínúturnar.
Setjið 1 tsk. í einu á smurða
plötu, festið trépinna í, stráið
miklu af hrís strax ofan á.
• Hinn nýi maður
Framh. af bls. 41.
fólk að leita? Hvaða gildi
mannlífsins ætlum við okkur
að halda í? Ef við ekki getum
svarað þessum spurningum
brestur okkur öll ráð til þess
að beita framförum vísindanna
eins og rétt er — sem tæki
til þjóna manngildinu í þjóð-
félagi sem enn getur kallast
lýðræðisþ j óðf élag.
Hinn stjórnmálalegi vandi er
því þessi: Hvernig á að skipu-
leggja, skynsamlega, mildilega
og af hagkvæmni, en jafnframt
að tryggja einstaklinginn gegn
óþolandi þröngsýnni stjórn af
hálfu ríkisvaldsins? Auðvitað
geta stjórnmálamenn ekki gert
þetta allt sjálfir þó að þeir
muni að lokum semja lögin og
sjá um framkvæmd þeirra.
Þeir þarfnast hjálpar.
Listamenn eiga þar miklu
hlutverki að gegna. Það er
fleira handa þeim að gera en
finna ný yrkisefni og nýjar
hugmyndir í myndlist. Með
öllum þeim óskapleg'u mögu-
leikum sem eru að opnast er
brýn þörf á þeirra hjálp til að
skapa hugsjónina um hinn
nýja mann.
Þó að trúarbrögðin byggist
á trúarþelinu orka framfarir
vísindanna alltaf mikið á þau.
Eftir því sem vísindin færa út
svið mannlegrar reynslu vakna
örðugar guðfræðilegar spurn-
ingar. Til viðbótar við að glíma
við þær munu guðfræðingar
bera aðalábyrgðina á að laga
siðgæðishugmyndir manna og
gildismat að skilyrðum þess
tíma þegar spurningamerki eru
sett við allt og meira að segja
það sem kallað hefur verið
eilíf sannindi.
Vísindamennirnir vinna nú
baki brotnu við að skapa sér
sínar grundvallarreglur út frá
rökfræði og vísindalegri þekk-
ingu. í heiminum er nú vax-
andi hreyfing sem kallast vís-
indaleg mannúðarstefna eða
þróunar mannúðarstefna. Með-
al þeirra sem orkað hafa sterkt
á þessa hreyfingu eru franski
Jesúítinn, vísindamaðurinn og
heimspekingurinn Pére Teil-
hard de Chardin og Sir Julian
Huxiey sem hefur sett fram
sjónarmið sin um þetta efni £
bókinni „Religion without
Revelation“: Trúarbrögð án
opinberunar.
Margir líffræðingar vænta
þess að opinberanir líffræðinn-
ar eigi eftir að veita okkur
djúpa innsýn inn í eðli manns-
ins, þannig að okkur verði
kleift að semja lög og siðgæðis-
reglur sem falla saman við
lögmál náttúrunnar. Verið get-
ur að hinn nýi maður sem vís-
indin eru að skapa verði okk-
ur miklu færari að glíma við
vandamál sem frá okkar sjón-
armiði sýnast óleysanleg, og
hinir nýju möguleikar geta
veitt svör sem árar fyrir í dag
— eða geri ef til vill sum
vandamál hreint að engu.
Þess vegna: Jafnvel á tímum
þegar dagblöðin eru full af
fréttum af styrjöldum, óeirð-
um og morðum og okkur finnst
sem manneðlið muni alltaf
verða svona, þá skulum við
samt ekki gefa upp vonina.
„Getur blámaður breytt hör-
undslit sínum eða pardusdýrið
flekkjum sínum?“ spyr Jere-
mia spámaður. „Þá munduð
þér og megna að breyta vel,
þér sem vanizt hafið að gjöra
illt.“ Ef Eþíópumaðurinn eða
hlébarðinn eða þú og ég getum
yfirleitt breytt öllu sem okkur
langar til að breyta, þá leiðir
þar af að — er ekki svo? —
að jafnvel við getum gert gott.
Það er góðs viti að stjórn-
málamenn, guðfræðingar, heim-
spekingar og vísindamenn eru
áhyggjufullir út af þessum
hlutum. Fram undan er óróa-
samur tími og engar leiðir varð-
aðar. Enginn hefur verið þar,
svo við eigum enga sérfræð-
inga. Það er mikið í húfi fyrir
okkur öll, þar eð við eigum
það á hættu að breytingar
verði gerðar á líkama okkar
eða heila eða að persónuein-
kenni afkomenda okkar verði
fyrirfram ákveðin. Við getum
því aðeins tryggt góðan árang-
ur að við fylgjumst með mál-
inu sjálf.
(Lauslega þýtt).
42
FÁLKINN