Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 19
Sverrir Haraldsson. meðan ég hef efni til að vinna að þessari iðju minni. Steinunn býður upp á meira kaffi. Málarinn kveikir sér í kool- sígarettu, skarpir og tjáningar- fullir — næstum áfergjulegir ■— andlitsdrættirnir sem þó eru mildaðir af rósemi og, að því er virðist, eðlislægri glaðværð mýkjast enn í rökkrinu og dauf skíman lætur gljá lítils- háttar á frísúrinn sem listamað- urinn þvertekur fyrir að sé rómverskur. Hann stendur á fætur, snýst einn eða tvo hringi með aðra hendina fyrir ofan höfuð sér, sem er góðs viti, og spyr hvort ég hafi heyrt nýjasta þjóð- sönginn. — Ha? Nei. — Ekki það? Hann sezt þá við orgelið og leikur á það Ó guð vors lands, nokkuð hraðar en lagið er túlk- að í útvarpinu og á undan landsleikjum í rigningu. Þegar ég kem út er sólin gengin undir og neðansjávar- grjótið hímir svart og líflaust á sínum stað. En innra með mér heldur draumleikurinn áfram. Konsert fyrir skúltúra, dvínandi birtu og orgel. Sóló- isti: Sverrir Haraldsson. iaiiuw biVuu IJT ltLÓM RÉTT Vl» Hannes Pétursson: Þrjár kvöldstundir með Sigurði Sigurðssyni. ÚR 3. KAFLA — Og mætti þá ekki gera athugasemdir við fleira? Er myndlistin nú, eins og stund- um er látið i veðri vaka, klofin í tvær ósættanlegar andstæð- ur: hlutstæða og óhlutstæða list? — Sé skyggnzt undir yfir- borðið, eru allar myndir óhlut- stæðar, abstrakt, í eðli sínu, að mála er að abstrahera við- fangsefni, og af þeim sökum er ekki um eðlis- heldur stigs- mun að ræða milli hlutstæðra og óhlutstæðra mynda. Og grunnfærnislegt er það tal manna, að óhlutstæð list komi öll og einungis innan frá, það sem kemur innan frá, hefur auðvitað fyrst komið utan frá, ef við þægjum ekki öll áhrif utan frá, værum við ekki neitt. Krakki sem sæti lokaður inni frá blautu barnsbeini og fengi aldrei að sjá fólk eða mun dags og nætur, hann yrði fáviti. í málaralist skiptir engu hvort stuðzt er við fyrirmynd- ir i umhverfinu eða ekki, list- ræn lausn viðfangsefnanna ræður þar ein úrslitum. Eins er það algjört aukaatriði hvaða fyrirmynda er leitað, þú getur málað slæma mynd af fallegu landslagi, en góða mynd af ónýtum kartöflum. Kjarni málaralistarinnar er ávallt hinn sami, livaða aðferð sem valin er: samleikur lita og línu. Svo koma fram ýmsar stefnur, ismar, en það er barna- skapur að meta list einvörð- ungu með hliðsjón af þeim, segja að einn isminn sé öðrum betri. Við skulum fletta þess- ari listsögu sem liggur hér á borðinu. Þarna hefurðu sýnis- horn af ótal ismum liðinna tíma, hér er fransmaður, þarna spánverji, hér gler frá Feneyj- um, og svo kemur hollending- ur, sem sagt mjög ólíkar stíl- tegundir, en maður horfir á allar þessar myndir með sömu velþóknun, af því málararnir ná fram því sem er kjarninn í allri sannri myndagerð. Og þeir eru ekki að herma eftir, verk þeirra eru ekki eftirherm- ur fremur en góðar landslags- myndir nú á tímum, þótt svo sé fullyrt um þær af vissum mönnum. Enginn málari sem ber skyn á list, reynir — svo við tökum dæmi — að búa til fjall á léreftinu, heldur túlkar hann hugmyndir sínar í gervi þess. Eftirhermur yrðu aldrei annað en blóðlaus skuggi til- verunnar sjálfrar, sém náttúru- lega tekur öllu öðru fram, því þegar á allt er litið erum við ekki eins merkilegir og við höldum, eða kristnir menn halda, að við séum króna sköp- unarverksins. Það er áreiðan- lega eitthvað málum blandií, við erum smákríli í alheimin- um og ættum ekki að líta jafn stórt á okkur og við gerum. — Þú minntist á landlags- myndir. Þá er ekki úrleiðis að spyrja: Hvernig kemur ísland þér fyi'ir sjónir sem málara? — Sumir, líklega fyrir áhrif frá expressionismanum, halda að ísland sé mjög litsterkt land. Það er það hreint ekki, nema að haustlagi. Mikil litaauðgi heyrir ekki norðrinu til. í ís- lenzkri náttúru eru hir.s vegai mörg litbrigði, en fínleg, alts konar blátónar og jarðlitatón- ar. Eins er um fugla landsins, þeir eru ekki litsterkir, þeir eru allir í jarðlitaskala. Hægt er að túlka landið í sterkum litum og ná með því áhrifum, en það er önnur saga og freist- ar mín ekki sérlega. Ég kýs heldur að ná fram þeim blæ landsins sem setzt hefur í raig eftir bein kynni af því og ég sé fyrir mér þegar ég ferðast um það í huganum, blágráum tóni, einhverjum silfurtóni get- ur maður sagt, sem mér finnst bregða yfir íslenzkt landslag. Ég hef gaman af að glíma við hann, en mér hefur ekki tekizt að ná honum enn og líklega tekst mér það aldrei... Garöastrætl G Sfmi 2155G Ffölbpeytt úpval at Ijósmynda- vöpum • Sýninsarvélan ■ Myndavélap « Ralmagnsflöss « Sýníngartjöld » Fílmur • Flassperur Sigurður Sigurðsson í vinnustofu sinni. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.