Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 34
• Viðureignln Frarah. a 1 bls. 13. og í handtösku hennar voru þrjú pund eftir. En hún ætlaði að kæra sig koll- ótta um, hvað sagt yrði í dalnum; hún dáðist að sjálfri sér vegna þess að hún vissi að hún var glæsileg á að líta. Það var kominn tími til að konurnar í þess- ari sveit færu að bera einhverja virð- ingu fyrir sjálfum sér. Henni stóð al- gjörlega á sama um hvað þvermóðsku- legum nágrönnum fyndist um hin lit- skrúðugu föt hennar. Sam átti ekki skil- ið að vera syrgður, eins og hann hafði farið með hana. Af tilviljun var gatan hennar auð. Sólbrún og harðánægð stakk hún lykl- inum í útidyraskrána. Hún staðnæmd- ist í rökkvaðri forstofunni innan við dyrnar. Var þetta mús? Svo starði hún fram fyrir sig og lét rauðu töskuna detta á gólfið. Eldhúsdyrnar í hinum enda forstof- unnar opnuðust hægt. Hönd með tveim fingrum mjakaðist yfir hurðarsneril- inn, hún sá hana gerla þrátt fyrir rökkrið. En hún gat ekki æpt. Hné hennar létu undan og hún seig niður á gólfið. Nú stóðu dyrnar opnar og þarna var svipur Sams, grár og þögull og einblíndi á hana. Andlitið var kinn- fiskasogið og eldur brann úr augunum. Það var Sam og þó var það ekki Sam. Henni var ómögulegt að víkja augun- um undan hinu logandi augnaráði hans. Þau störðu hvort á annað — heila eilífð fannst henni. Allt í einu heyrði hún drauginn hvæsa úr fjarska: „Ætlarðu svo að dragast á fætur!“ „Sam,“ sagði hún kjökrandi. „Ég skal láta þig hafa Sam!“ sagði hann ískrandi af vonzku. „Ég skal láta þig hafa Weston-super-Mare . ..“ En það var liðið yfir hana. Megan fannst sem hún myndi aldrei nokkurn tíma gleyma fingrunum tveim, sem borið hafði við hurðina. Sýnin hafði brennt sig í meðvitund hennar. Þegar hún rankaði við sér, lá hún á eldhúsbekknum. Það undarlega var, að hann hvorki barði hana né skammaði. Hann leit bara á hana við og við. En Megan virtist það dauður maður, sem starði á hana. Hann var enn grár í and- liti eftir kviksetninguna — og einnig magrari og í augum hans leyndist dimm glóð — eins og hann væri enn ekki að fullu snúinn aftur til þessa heims. „Var...“ -Hún hvíslaði. „Var þér bjargað?“ „Einmitt, mér var bjargað,“ svaraði hann kuldalega. „Mér einum.“ Hún spurði ekki hvernig það hefði mátt verða. Kjökraði aðeins frá eld- húsbekknum: „Ég vil helzt fara að hátta.“ „Jæja,“ sagði hann stuttaraleea. ,.iá, farðu þá.“ Hún stóð á fætur. skjögrað'. en náði til dyranna. Hann stóð hreyfingarlaus. 34 FÁLKINN Langsveltur líkami hans lét hann sýn- ast hávaxinn og hann starði á eftir henni með þessa glóð í augnaráðinu, sem aftur var orðið lifandi. „Rauður kjóll.. . Enginn sorgarklæðn- aður út af mér!“ var það eina, sem hann sagði. Hann lá við hlið hennar i rúminu eins og ókunnugur maður; hann hreyfði sig ekki. Jafnvel andardráttur hans var breyttur: hann var léttur, eins og hjá ketti. Bara að hann vildi snerta hana, hugsaði hún; þá yrði hann aftur eins og lifandi maður. Og þó óttaðist hún, að hann myndi hreyfa við henni með tvífingruðu hendinni. „Sefurðu?“ Hún neyddi varir sínar til að mynda orðið. Hann svaraði engu, en hún vissi, að hann var vakandi. Þessa nótt upplifði hún heim formyrkvunai'. Að lokum sofnaði hún og þegar hún vaknaði aftur var hann horfinn. Húsið var tómlegt, — hús, sem dauður maður hefur verið borinn úr. En hann var samt sem áður á neðri hæðinni og það var brunalykt af ein- hverju. Hún fór niður á náttkjólnum. Hann hafði kveikt upp í eldavélinni og var að brenna rauða kjólinn. Hand- töskuna hafði hann í handarkrikanum. Hún hvíslaði: „Það eru þrír pundsseðl- ar í þessari tösku.“ „Ekki lengur,“ sagði hann. „Pundin þrjú eru þau fyrstu af fimmtíu pund- um, sem þú átt að spara saman.“ Svo fleygði hann töskunni í logana. Fyrir hádegi yrði nýja ferðataskan hennar send til hennar frá járnbrautar- stöðinni. Hún fölnaði. Hugsunin um töskuna minnti hana á manninn frá Birmingham. Hvað hét hann nú aftur? Hafði hún yfirleitt nokkuð farið í þetta frí? Hræðslan rak hana upp á loft og þar fleygði hún sér á rúmið. Hún hafði ekki heimilisfang hans. En ef til vill kæmi hann alls ekki, ef til vill hafði þetta aðeins verið leikur hjá honum, eins og oft vill verða í skemmtiferðum. Hann var ef'aust kvæntur. þegar til kom. Hún gekk að störfum sínum og vann þau .vélrænt. Sam skipti sér ekki mikið af henni. Þessi nýja aðstaða hafði gefið honum rósemi og styrk. Einu skiptin, sem hann fór út úr húsinu, var þegar hann gekk niður að stígnum bak við garðinn, þar sem hann stóð svo og ræddi við nokkra kunningja úr nám- unni. Hún yrði að fara í bæinn. Kon- urnar horfðu á hana forvitnisaugum; hún leit undan. Þegar hún kom heim, var hann að rífa nýju ferðatöskuna í sundur. Augnaráð hans lýsti rósemi en gallhörðum ásetningi. „Já — en ... þetta er fábjánaháttur!“ stamaði hún. „Þú heldur þér bara saman,“ sagði hann og varð litið á innkaupatösku hennar. „Betra væri að þú byrjaðir strax að spara. Það eru fimmtíu pund sem hann þarf að fá hann frændi þinn.“ Þrír dagar siluðust framhjá á sama hátt. Sam var þögull, en hann hafði á henni sífelldar gætur. Hann snerti aldrei við henni'— á neinum tímum sólar- hringsins. Líkamlega hafði hann elcki beðið neitt alvarlegt tjón af kviksetn- ingunni, en gat hugsazt að heilinn í honum hefði skaddast við áfallið? Það geislaði af honum undarlegur þögull kraftur. Hann hafði sigað henni til og frá, blaðrað og belgt sig út, en nú of- sótti hann hana á gjörólíkan hátt; hún fann að hún var á valdi hans og undir hans eftirliti, jafnvel þegar hún fór út einsömul. Hana langaði til að flýja burt; hún myndi fara til Dai frænda síns, hún myndi æpa og staðhæfa, að Sam hefði einhverja hræðilega refsingu á prjón- unum; ef til vill ætlaði hann að myrða hana. Hann gerði sig ekki líklegan til að hefja aftur vinnu. Ef hann gæti þá aðeins stundað hundaveðhlaupin! Oftsinnis var hún komin alveg að áætlunarbílastöðinni en hún sneri ávallt aftur. Og í hvert skipti sat hann við arininn og grúfði digran svírann yfir dagblað. Segði hún eitthvað, var henni skipað að halda sér saman. „Hvernig á ég að fara að því að reyta saman peninga,“ barði hún lóminn, með þrjózkuvott í röddinni. „Þú getur svelt þig,“ sagði hann ruddalega. „Og þú skalt bara reyna, að kaupa einhverjar tuskur utan á þig; þá skal ég jafna um þig — því máttu treysta." Ógæfan ríður sjaldan við einteyming. Megan var ekki heima, daginn sem símskeytið kom; það var Sam, sem tók við því og opnaði það. Hún fann það á eldhúsborðinu — „Kem síðdegis á morgun. Ted.“ Sam sat niðursokkinn í bók eftir Dickens, sem hann hafði feng- ið að láni hjá nágrannanum. Hann sagði ekki neitt og hún sá af svip hans, að ógerningur myndi að draga aukatekið orð upp úr honum. Hún fór upp og lagð- ist á rúmið sitt með kvíðakveisu í mag- anum. En andartaki síðar flaug henni nokkuð. í hug og hún settist upp með hefnigirni i augum. Nú var tækifærið komið — nú eða aldrei. Daginn eftir vrndaði hún kiæðnað sinn, farðaði andlitið og tók inn aspirín-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.