Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 26
að nýju. Það er ekki talinn úti- lokaður möguleiki að manns- líkaminn geti lært þessa list. Þegar að því kemur að fryst- ing verður algeng verður að forðast hvers konar skemmdir á líkum — og líkið er þá eigin- lega bara að nafninu til lík. Jafnvel venjuleg krufning verð- urð ekki leyfileg, og fyrst af öllu verður að breyta lögum þar um. Þó er það ein minnsta breytingin sem framundan verður ef dauðinn yrði afnum- inn (ef svo má segja) eða að minnsta kosti hægt yrði að fresta honum um ófyrirsjáan- legan tíma. Ef maður er settur í frost í stað þess að gr'afa hann, hvað verður þá um húseign hans? Fá erfingjar hans aldrei neinn arf eftir hann? Verða eignir hans settar í örugga vörzlu fyrir hann unz hann kemur til baka, ef til vill eftir nokkrar aldir? Getur ekkja hans — eða réttara sagt kona hans eða börn — tekið út líftryggingu hans? Hvað um eftirlaun þessa manns? Verður haldið áfram að greiða þau inn á reikning og þau látin safnast saman og hlaða utan á sig vöxtum og vaxtavöxtum? Og ef fjölgun mannkynsins heldur áfram að ógna menningu og lífskjörum, er þá ekki rétt að hugsa dá- lítið um það hvaða áhrif það hefur að bæta við á hverju ári öllum þessum fjölda af lík- um sem hægt er að vekja aftur til lífsins? Ef lík verða einhvern tíma vakin til lífsins, er þá nokkurn tíma hægt að tala um morð? eða sjálfsmorð? Yrði það að iáta hjá líða að frysta lík tal- ið morð? Gæti fólk sem leiðist lífið eða er óhamingjusamt lát- ið frysta sig með von um að verða vakið til lífsins aftur á einhverjum skemmtilegri tím- um? Gæti glæpamaður notað frystinguna til þess að sleppa við hegningu? Auðvitað mundi fólk með ólæknandi sjúkdóma vilja láta frysta sig áður en sjúkdómurinn eyðilegði líkam- ann svo að það hefði einhverja von um lækningu með nýjuni framförum í læknisfræði síðar. Trúin ekki síður en lögfræð- in verða að hjálpa til að segja til um hvað er rétt og hvað er rangt í þessu efni. Og það er fleira sem um þyrfti að spyrja. Hvað t. d. um sálina? Ef mað- ur hefur verið dauður í 30 mín- útur, hvar hefur þá sálin ver- ið á meðan? fór hún úr líkam- anum og kom svo aftur? Ef unnt yrði að finna það út hvar sálin hafði verið þennan tímá, væri hægt að láta sama svarið gilda fyrir margra alda fjar- veru úr líkamanum? Og hvað um líkama sem í hafa verið sett ný líffæri og líkamshlutar, jafnvel skipt og hjarta og heila? Hefur sá einstaklingur áfram sömu sálina? Ef ekki, hvert fór gamla sálin, og hvaðan kom sú nýja? Möguleikarnir á vefrækt bæta við fleiri spurningum: Ef lifandi vera er ræktuð út frá frumu úr lifandi manni, hefur hún líka sál? Ef svo er ekki, er sá maður þá maður? Getuy hann orðið sáluhólpinn? Og ef hundrað manns er ræktað út frá frumum í dauðum manni, hafa þeir þá allir sál? Hvar hafa þær verið áður? Ef til vill í DNA fi-umukjarnanum? Get- ur farið svo að hugtakið sál eins og það er nú verði mein- ingarlaust, og að setja verði eitthvert annað guðfræðilegt hugtak í staðinn fyrir það? DR. LEDERBERG bendir á að ef vísindamenn mála vandræðin og óreiðuna sem framundan er of. sterkum drátt- um I lýsingum sínum þá er orsökin aðeins sú að þeir reyna að búast við hinu versta er sprottið getur upp af líffræði- legum möguleikum mannanna. En slík varkárni er einmitt fyrsta vonin um hæfilegan við- búnað. Það er augljóst að ekki síður góðir hlutir en slæmir falla mönnum í skaut við framfarir vísindanna.* Sem dæmi má nefna það að ef vísindin raun- verulega uppgötva þær sér- stöku sameindaverkanir sem eiga sér stað í líkamanum í sambandi við ónæmi kæmi fyrst verulegur skriður á að maðurinn gæti sigrazt á sjúk- dómum allt frá kvefpest til krabbameins. Þar með væri búið að sigrast á vandkvæðun- um við að græða líffæri á lík- amann — skiiningur væri feng- inn á eðli næmis og jafnvei KOLIBRÍ IV * Otrúlega lágt verð Létt og þægilegt Yndi hvers eiganda Býður upp á mikil þægindi Reynið gæðin Islenzk framleiðsla HIMOTAN Húsgagnaverzlun Þórsgötu 1. — Sími 20820. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.