Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Síða 8

Fálkinn - 04.04.1966, Síða 8
Syndir feðranna Pilturinn á myndinni er frægur söngvari í heimalandi sínu og jafnvel víðar. Hann er belgískur og syngur undir nafninu Johny Holliday og kvænt- ist fyrir skemmstu. En þá kom heldur en ekki babb í hinn fjárhagslega bát. Pilturinn hefur verið dæmdur til að sjá öldruðum föður sínum farborða, sem í sjálfu sér er ekki skrýtið. Hins vegar er málið ekki svo einfalt. Faðirinn þjáðist af ólæknandi flakkaraeðli og yfirgaf börn og bú,.meðan Johnny var enn í vöggu og hefur hann ekkert haft af honum að segja síðan. Þetta á sennilega eftir að verða dýrt spaug fyrir söngvaranri, því gamli maðurinn skuldar fé út um allar jarðir og í samræmi við dómínn, eiga skuldheimtumennirnir greiðan aðgang að piltinum. Og nú er allt út- lit fyrir að hann verði að syngja svo til ókeypis um ófyrirsjáanlega framtíð, þar sem tekjurnar fara beint í varginn. m CARDINALE Hin unga fagra brúður á myndinni, hefur hingað til mátt gera sér að góðu að lifa í skugga stóru systur, Claudiu Cardinale, en nú hefur hún krækt sér í allgóðar framtíðar- horfur með því að giftast kvikmyndafram- leiðanda. sem er staðráðinn í að gera hana álíka fræga, ef ekki frægari, en systurina. Sá hamingjusami heitir Mario Forges Davan- zanti og er sonur hins fræga framleiðanda Domenico. Hann tók Burton á orftinu Þegar Richard Burton var í London um árið að leika Hinrik V hjá Old Vice skrapp hann eitt sinn á sýningu hjá Leikhúsi æskunnar þar í borg. Hann langaði að sjá hvernig seytján ára skólapilti gengi að túlka sama hlutverkið og hann hafði sjálf- ur fengið slíkt lof fyrir. „Þú ættir að gerast leikari,“ sagði hann á eftir við David Weston. „Þá var ég alveg óráðinn í hvað ég ætlaði að taka mér fyrir hendur,“ segir David. „Faðir minn, afi og langafi voru allir fisksalar, og móðir mín selur enn fisk á markaðnum í Brixton. Ég hugsaði mér, að það gæti verið nógu gaman að reyna, og ég keppti um styrk í RADA (Royal Academy of Dramatic Art), en áltvað að hugsa ekki meira um leiklistarnám ef ég fengi hann ekki. Það fór svo, að hann féll í minn hlut. Nokkrum árum seinna lireppti David fyrsta kvikmyndahlutverk sitt sem ungi presturinn, bróðir John í BECKET, hinni athyglisverðu mynd sem sýnd var hér í Háskólabíói fyrir skömmu við metaðsókn. Richard Burton vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar pilturinn kom æðandi til hans og sagði ákafur: „Þér sjáið, að ég fór að ráðum yðar!“ „En þegar ég var búinn að útskýra mál- ið faðmaði hann mig að sér og var hinn hróðugasti,“ sagði David ánægður. „Ég hef aldrei iðrast þess, að ég skyldi taka hann á orðinu.“ -I 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.