Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 56

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 56
AV l4b£>A Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur LABBI SÝÐUR GRAUT Fyrst í stað fannst Labba gam- an að fara á barnaheimilið, en svo tók hann upp á kenjum. Mamma mátti ekki um þvert hús ganga, hann hékk í henni nauðandi, vildi ekki borða grautinn sinn, og þegar hann átti að fara í úlpuna og vett- lingana lagðist hann í gólfið og orgaði. Mamma varð óttalega þreytt á honum. Svo kom henni ráð í hug. Þegar Labbi var sofnaður prjón- aði mamma handa honum bláa vettlinga með hvítum röndum, setti svo snúru í vettlingana til þess að Labbi myndi ekki týna þeim. Morguninn eftir fór mamma snemma á fætur. Þegar Labbi opn- aði augun var hún við rúmið hans. „Nú skulum við koma í eldhús- ið og búa til morgunmatinn," sagði mamma. Þau Labbi fóru framíeld- húsið. Mamma lét vatn í pott og fékk Labba haframjölspakkann. Hann átti að fá að látamjöhðípott- inn. Það gerði ekkert til þó Labbi léti mikið mjöl í pottinn, því að mamma bætti bara vatni í hann. Svo stóð Labbi á stól og hrærði í grautnum meðan hann var að sjóða. Þetta varð mikill og góður grautur. Allir borðuðu sig sadda og samt var eftir af honum. Það setti mamma í skál. En þegar hún fór með Labba fram í forstofu til að klæða hann í utanyfirfötin sagði Labbi: „Þú mátt ekki slökkva í eldhúsinu. Það á að vera ljós hjá grautnum." Þá hló mamma og Labbi hló lí'ka og þau voru í góðu skapi á meðan hann fór í úlpuna. En þá kom það allra skemmtilegasta. Mamma sótti nýju, bláu vettlingana og gaf Labba þá. Hann varð mjög glað- ur. Vettlingarnir voru bæði mjúkir og hlýir: „Nú verður puttunum ekki kalt," sagði Labbi. Svo bætti hann við: „Aumingja þumalputt-j inn, hann er hérna alveg einsam- all. Honum leiðist." „Nei.nei," sagðimamma. „Hon- um finnst bara gaman að eiga sjálfur herbergi." Svo fóru mamma og Labbi af stað á barnaheimilið og Labbi hlakkaði til að sýna hinum krökk- unum nýju, bláu vettlingana sína. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Dódó virti málverkið fyrir sér og var allt annað en trúgjarn á svipinn. „Ekki skaltu reyaa að telja mér trú um, að þetta málverk sé meira en þúsund ára gamalt," sagði hann og glotti háðslega. „Stíllinn er afar nýtízkulegur." „Ekki er það nú rétt," svaraði forngripasalinn og skoðaði verkið gaumgæfilega. „Ég 56 FÁLKINN fullvissa yður um hað, herra sæll, að þessi rammi er sjaldgæft og mjög fag- urt sýnishorn af forn-rómverskri skraut- list." „Umm-humm!" sagði Dódó hálf- vandræðalegur, því að hann vildi láta alla halda, að hann hefði gott vit á list. nÉg efast ekkert um, að ramminn sé ekta forngripur. En skrýtið finnst mér að sjá svona nýtízkulegt málverk í þess- ari fornu umgjörð." „Ég veit satt að segja ekkert hvernig á því stendur", játaði kaupmaðurinn hreinskilnislega. „En ef þér viljið kaupa rammann skal ég láta myndina fylgja með ókeypis!" Framh. í næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.