Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 45

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 45
verki ekki sem hormónar, sé það borið á útvortis. I stað þess að hleypa af stokkunum fjölda andverkana um allan líkam- ann, eins og það gerir við inn- töku, virðist það sem áburður eingöngu auka frumuvöxt í leðurhúðinni. Þetta gefur einmitt skýringu á því, hvers vegna ekki hefur orðið vart minnstu óæskilegra áukaáhrifa hjá neinum af sjúkl- ingum dr. Papa. Möguleiki slíkra aðkomugalla er þó eigi að síður enn sem komið er hugsanleg hætta við alla út- vortis notkun sterkra hormóna- efna. Þegar þau eru t. d. tekin inn í stórum skömmtum, geta þau valdið óhæfilegri teppu á vatni og saltefni í líkamanum, sáru misræmi í kirtlastarfsemi og fleiri hættulegum kvillum. Nú er spurningin, hvenær hormónalyf halda innreið sína í daglega höfuðþjónustu lækn- islistarinnar. Dr. Papa ritar eftirfarandi klausu í Timarit bandaríska læknasambandsins: „Við lítum ekki svo á, að við höfum fundið óbrigðult' ráð við venjulegum skalla með út- vortis notkun hormónalyfja. Mikilvægi þessara rannsókna liggur í því, að opnuð hefur verið leið til könnunar og fram- leiðslu á öðrum læknisdómum, er komið gætu að fyllsta gagni við útvortis notkun." • í ritstjórnargrein tímaritsins : er þessu bætt við: „Á þessum tímum lífefnafræðilegra töfra- bragða getur lítill efi á því leikið, að framleidd verða lyf úr karllegum hormónum (and- rogen), sem bæði verða örugg BT^I ALMENNAR TRYGGINGAR? Pósthússtrœtl 9, sfmi 17700 til hárvaxtar og laus við allar aðskotaverkanir. Eigi að síður gefa yfirstandandi rannsóknir aðeins góðar vonir, bæði lækn- um og sjúklingum, og krefjast bæði þolinmæði og umburðar- lyndis." Búðíítgurínn Framh. af bls. 21. Það er mjög mikilvægt, að unga stúlkan fari huldu höfði um tíma, strax og hún hefur náð gimsteininum, til þess að hún verði ekki yfirheyrð, ekki spurð neinna spurninga. Þess vegna er því komið þannig fyr- ir, að hún fái einnig að dvelja hér á Kings Lacey og látið í veðri vaka, að hún sé systir hins ráðsnjalla, unga manns, Sara stundi hátt. — Ó, nei! Ekki hérna! Ekki með mig í húsinu! — En þannig er það, sagði Poirot. — Og með því að toga í fáeina þræði, er ég einnig orð- inn gestur hér um jólin. Unga stúlkan er sögð vera nýkomin af sjúkrahúsi. Hún er miklu hressari við komuna til Kings Lacey. En svo kvisast það, að ég muni koma hingað líka, leynilögreglumaður — frægur leynilögreglumaður. Hún verð- ur óttaslegin og felur rúbíninn á fyrsta staðnum, sem henni dettur í hug, og örskömmu síð- ar versnar henni aftur og hún fer í rúmið. Hún 'vill ekki að ég sjái sig, þar sem ég muni án efa hafa af henni ljósmynd og bera kennsl á hana. Það er allt annað en gaman fyrir hana, en hún neyðist til að halda kyrru fyrir á herbergi sínu, og bróðirinn færir henni sjálfur allan matinn. — Og hvað með rúbíninn? spurði Michael. — Ég held, sagði Poirot, — að á því augnabliki, sem hún heyrði nefnt, að ég ætlaði að koma, hafi hún verið stödd í eldhúsinu ásamt ykkur hinum, allir hlæja og tala saman og hræra í plómubúðingnum. Búð- ingnum;er hellt í mótin, og unga stúlkan felur rúbíninn' með því að þrýsta honum vel niður í eina skálina. Ekki þá, sem við éigum að fá fyrstó jóladag! Ónei, hún veit, að sá búðingur er í sérstöku móti. Hún lætur steininn í hitt sem á að nota á nýársdag. Áður en að því kemur, mun hún vera farin úr húsinu, og þegar hún fer, hefur hún plómubúðinginn án efa á brott með sér. En sjáið nú, hve grátt örlögin leika j hana. Á sjálfan jóladagsmorg- un verður óhapp. Plómubúð- ingurinn í jólamótinu fellur á. gólfið, og mótið brotnar. Og hvað er þá tekið til bragðs. Jú, okkar ágæta frú Ross tekur hinn búðinginn og sendir hann inn í staðinn. — Þremillinn sjálfur, sagði Colin, — eigið þér við, að það hafi verið ósvikinn rúbín- steinn, sem afi fékk upp í sig? — Einmitt, sagði Poirotl — Og við getum rétt ímyndað okkur tilfinningar Lee-Wort- leys, þegar hann sá það. Og hvað gerist svo? Ég lít á rúbín- inn og sting honUm síðan í vasann svo lítið ber á. En einn maður hefur tekið eftir því. Þegar ég er lagztur til svefns,1 rannsakar maðurinn herbergi' mitt'. Hann leitar á mér sjálf- um. En hann finnur hvergi rú- bíninn. Hvers vegna? Framh. á bls. 47. BLHUPITNKT BLAIIPU^íKT Sjóltyörp, margar gerSir. þekkt íyrir m. a. • LANGDRÆGNI • TÓNGÆÐI • SKARPA MYND 10% afsláttur. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Suðurlandsbraut 16 - Revkiavik - Simnefni: »Volver« - Simi 35200 FÁLKINN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.